Carbfix hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands
Carbix hlaut í dag Nýsköpunarverðlaun Íslands. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra nýsköpunarmála afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Grósku og í rökstuðningi dómnendar segir að Carbix hafi á skömmum tíma tryggt sér leiðandi stöðu í baráttunni gegn loftslagsbreytingum en fyrirtækið hefur þróað tækni til að binda koldíoxíð og breinnisteinsvetni í bergi.