Enn tala menn um að fara heim að Hólum
Kristján Már Unnarsson heimsækir Hóla í Hjaltadal í þættinum Um land allt á Stöð 2. Biskupsstóllinn var um aldir helsta valda- og menningarsetur landsins, höfuðstaður Norðurlands, og vettvangur nokkurra af stærstu viðburðum Íslandssögunnar. Þar var fyrsta prentsmiðja landsins, bændaskóli sem þróaðist upp í háskóla, þar er höfuðból hestamennskunnar og enn tala menn um að fara „heim að Hólum“.