Biðin skapi örvæntingu
Fólk bíður í örvæntingu, íbúðir standa tómar og húsnæðisverð hækkar á meðan beðið er eftir því að afgreiðsla hlutdeildarlána hefjist að nýju að sögn fasteignasala. Fjölskylda sem hefur beðið í næstum hálft ár með staðfestan kaupsamning kallar eftir svörum og telja sig heppin að hafa húsnæði á meðan.