Betri helmingurinn með Ása - Arnar Dan og Sigga Soffía
Í þessum þætti átti ég virkilega skemmtilegt og áhugavert spjall við listahjónin Arnar Dan Kristjánsson og Sigríði Soffíu Hafliðadóttur, eða Siggu Soffíu eins og hún er yfirleitt kölluð. Arnar útskrifaðist frá Leiklistadeild LHÍ árið 2013 og hefur leikið í hinum ýmsu verkum á fjölum leikhúsanna, í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Honum er margt til lista lagt en ásamt því að vera leikari stofnaði hann á sínum tíma veitingastaðinn Reykjavík Chips ásamt æskuvinunum og nú síðast bjó hann til og framleiddi spilið “Hvað í pabbanum ertu að gera” sem fór í sölu á síðasta ári. Sigga Soffía er söngkona með BA gráðu í skapandi tónlistarmiðlun en hún útskrifaðist árið 2015 frá LHÍ og er hún í dag kórstjóri fjölda kóra á Íslandi, meðal annars hjá tónlistaskólanum Domus vox. Arnar og Sigga kynntust í listaháskólanum þar sem þau voru bæði í námi en segja þau skemmtilega frá því í þættinum þegar Arnar náði að heilla hana í Halloweenpartýi á vegum skólans. Margt vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og eiga þau í dag saman tvo stráka og er lítil dama væntanleg núna í mars. Í þættinum ræddum við um allt milli himins og jarðar, þar á meðal ræddum við heilsu & hamfarakvíða, ófáar bónorðstilraunir Arnars, hvatvísi sem getur þó oft skilað sér í góðum hugmyndum, mannvagninn, ásamt því að þau sögðu mér margar skemmtilegar sögur úr þeirra sambandstíð þar á meðal eina geggjaða sögu af því þegar Arnar ruglaðist aðeins á herbergjum á deit tímabili þeirra.