Innlent

Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Jóhannes veit ekki hvort um tannhval eða skíðishval er að ræða. 
Jóhannes veit ekki hvort um tannhval eða skíðishval er að ræða.  Jóhannes Marteinn Jóhannesson

Hvalreki varð í Víkurfjöru í gær. Íbúi segist ekki hafa séð svo stóran hval reka á land í fjörunni. 

Jóhannes Marteinn Jóhannesson jarðfræðingur og verkefnastjóri hjá Katla Geopark býr í Vík. Hann segir hvalinn hafa byrjað skolast á land í gærmorgun og verið kominn lengra upp á land í dag. 

Hann segist ekki  geta sagt til um hvort um skíðishval eða tannhval er að ræða, þar sem hann sá ekki munninn á hræinu, sem er um fimm metrar á lengd. 

Hræið úr fjarlægð.Jóhannes Marteinn Jóhannesson

„Ég hef ekki séð svona stóran hval áður í Víkurfjöru, en það eru nokkur ár síðan það var stór hvalur í Reynisfjöru síðast,“ segir Jóhannes í samtali við fréttastofu. Reglulega reki smáhvali þó í Víkurfjöru.

Hann bendir á að samhliða hvalnum hafi stærðarinnar hryggjarstykki rekið í fjöruna. „Hryggjalið rak einnig á land á sama tíma, stór, en er ekki úr sama dýri.“

Jóhannes kveðst búinn að láta hreppinn og Hafrannsóknarstofnun vita af hræinu.

Hryggjarstykkið sem fylgdi.Jóhannes Marteinn Jóhannesson
Hvalurinn er um fimm metrar á lengd að sögn Jóhannesar.Jóhannes Marteinn Jóhannesson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×