„Látið jólaljós ykkar skína skært“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 14:03 Sigríður Stephensen, Andrés Þór Þorvarðarson og Hildur Kristín Stefánsdóttir skipa dómnefnd í jólalagakeppni Borgarbókasafnsins. SAMSETT Jólalagakeppni Borgarbókasafnsins verður haldin í þriðja sinn í desember. Keppnin er opin öllum en lokafrestur til að senda inn lag er sunnudaginn 1. desember klukkan 23:59. Úrslit verða kynnt við hátíðlega athöfn á Litlu jólum Borgarbókasafnsins í Úlfarsárdal, mánudaginn 9. desember kl. 16:00. Lög sendist í gegnum skráningarform á vefsíðu Borgarbókasafnsins. Í fréttatilkynningu segir: „Í dómnefnd sitja þrír vel valdir góðkunningjar bókasafnsins. Fyrst ber að nefna Andrés Þór Þorvarðarson sem vinnur sem húsvörður á Borgarbókasafninu í Grófinni. Hann lauk BA gráðu í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands árið 2019 og hefur verið í hljómsveitum á borð við Milkhouse og spilað með tónlistarkonunni K.óla. Hann veit fátt betra en frábært lag. Svo er það Sigríður Stephensen, sérfræðingur á Borgarbókasafninu í Spönginni en hún er áhugamanneskja um allskonar tónlist. Hún lærði á píanó í æsku, söng lengi í Hamrahlíðarkórnum og Mótettukórnum og um árabil sá hún um útvarpsþætti á Rás 1, þar sem hljómaði heimstónlist, samtímatónlist, klassísk tónlist og menningarumfjöllun af ýmsu tagi. Síðast en ekki síst er það Hildur Kristín Stefánsdóttir, formaður dómnefndar. Hildur er tónlistarkona úr Reykjavík fædd 1988. Hún hefur getið sér gott orð sem lagahöfundur og pródúsent fyrir sína eigin tónlist og fyrir aðra listamenn. Tónlistarferillinn hófst í indíhljómsveitinni Rökkurró 2006 sem söngkona, sellóleikari og lagahöfundur, en með hljómsveitinni gaf hún út þrjár breiðskífur og fór á fjölmörg tónleikaferðalög. Árið 2015 sneri hún sér yfir í poppið þegar hún samdi og flutti lagið Fjaðrir í Söngvakeppni sjónvarpsins. 2016 hóf hún svo formlega sólóverkefnið undir eigin nafni og gaf út lagið I'll Walk With You sem hlaut mikla útvarpsspilun og Íslensku tónlistarverðlaunin sem popplag ársins 2017, ásamt því að hún var tilnefnd sem nýliði ársins. Sama ár átti hún einnig lagið Bammbaramm í úrslitum Söngvakeppninnar. Hún hefur gefið út tvær EP plötur og gefur út sína fyrstu breiðskífu, Afturábak, í lok árs. Hildur hefur unnið mikið sem lagahöfundur og pródúsent erlendis og hérlendis, kennt lagasmíðar og situr í stjórn STEF og FTT. Jólin 2022 efndi Borgarbókasafnið til jólalagakeppni í fyrsta sinn. Hugmyndin var að vekja athygli á fullbúnu hljóðveri í Úlfarsárdal, sem lánþegum Borgarbókasafnsins stendur til boða að nota endurgjaldslaust. Við hvetjum öll sem langar að taka þátt til að bóka tíma í hljóðverinu okkar hér. Athugið að það er ekki nauðsynlegt að taka upp í hljóðverinu okkar til þess að taka þátt. Sem stendur er hægt að bóka tíma í hljóðverinu á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum milli klukkan 15-17 og 17-19. Okkar dyggi hljóðmaður, Haraldur Ernir, er til staðar, ykkur til halds og trausts. Einnig er hægt að bóka rýmið til æfinga á fimmtudögum og föstudögum milli 15-18. Takið þátt og látið jólaljós ykkar skína skært.“ Það er jólalegt í hljóðveri Borgarbókasafnsins.Aðsend Nánari upplýsingar má finna hér eða með því að senda tölvupóst á [email protected]. Tónlist Jól Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Úrslit verða kynnt við hátíðlega athöfn á Litlu jólum Borgarbókasafnsins í Úlfarsárdal, mánudaginn 9. desember kl. 16:00. Lög sendist í gegnum skráningarform á vefsíðu Borgarbókasafnsins. Í fréttatilkynningu segir: „Í dómnefnd sitja þrír vel valdir góðkunningjar bókasafnsins. Fyrst ber að nefna Andrés Þór Þorvarðarson sem vinnur sem húsvörður á Borgarbókasafninu í Grófinni. Hann lauk BA gráðu í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands árið 2019 og hefur verið í hljómsveitum á borð við Milkhouse og spilað með tónlistarkonunni K.óla. Hann veit fátt betra en frábært lag. Svo er það Sigríður Stephensen, sérfræðingur á Borgarbókasafninu í Spönginni en hún er áhugamanneskja um allskonar tónlist. Hún lærði á píanó í æsku, söng lengi í Hamrahlíðarkórnum og Mótettukórnum og um árabil sá hún um útvarpsþætti á Rás 1, þar sem hljómaði heimstónlist, samtímatónlist, klassísk tónlist og menningarumfjöllun af ýmsu tagi. Síðast en ekki síst er það Hildur Kristín Stefánsdóttir, formaður dómnefndar. Hildur er tónlistarkona úr Reykjavík fædd 1988. Hún hefur getið sér gott orð sem lagahöfundur og pródúsent fyrir sína eigin tónlist og fyrir aðra listamenn. Tónlistarferillinn hófst í indíhljómsveitinni Rökkurró 2006 sem söngkona, sellóleikari og lagahöfundur, en með hljómsveitinni gaf hún út þrjár breiðskífur og fór á fjölmörg tónleikaferðalög. Árið 2015 sneri hún sér yfir í poppið þegar hún samdi og flutti lagið Fjaðrir í Söngvakeppni sjónvarpsins. 2016 hóf hún svo formlega sólóverkefnið undir eigin nafni og gaf út lagið I'll Walk With You sem hlaut mikla útvarpsspilun og Íslensku tónlistarverðlaunin sem popplag ársins 2017, ásamt því að hún var tilnefnd sem nýliði ársins. Sama ár átti hún einnig lagið Bammbaramm í úrslitum Söngvakeppninnar. Hún hefur gefið út tvær EP plötur og gefur út sína fyrstu breiðskífu, Afturábak, í lok árs. Hildur hefur unnið mikið sem lagahöfundur og pródúsent erlendis og hérlendis, kennt lagasmíðar og situr í stjórn STEF og FTT. Jólin 2022 efndi Borgarbókasafnið til jólalagakeppni í fyrsta sinn. Hugmyndin var að vekja athygli á fullbúnu hljóðveri í Úlfarsárdal, sem lánþegum Borgarbókasafnsins stendur til boða að nota endurgjaldslaust. Við hvetjum öll sem langar að taka þátt til að bóka tíma í hljóðverinu okkar hér. Athugið að það er ekki nauðsynlegt að taka upp í hljóðverinu okkar til þess að taka þátt. Sem stendur er hægt að bóka tíma í hljóðverinu á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum milli klukkan 15-17 og 17-19. Okkar dyggi hljóðmaður, Haraldur Ernir, er til staðar, ykkur til halds og trausts. Einnig er hægt að bóka rýmið til æfinga á fimmtudögum og föstudögum milli 15-18. Takið þátt og látið jólaljós ykkar skína skært.“ Það er jólalegt í hljóðveri Borgarbókasafnsins.Aðsend Nánari upplýsingar má finna hér eða með því að senda tölvupóst á [email protected].
Tónlist Jól Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira