Fótbolti

Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vinicius Junior var ósáttur við leikmenn Venesúela í leiknum í kvöld.
Vinicius Junior var ósáttur við leikmenn Venesúela í leiknum í kvöld. Getty/Edilzon Gamez

Brasilíska fótboltalandsliðið tapaði dýrmætum stigum í undankeppni HM 2026 í kvöld þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Venesúela.

Það hefur verið talsvert bras á brasilíska landsliðinu í þessari undankeppni og í fyrsta sinn í mjög langan tíma virðast þeir ekki ganga að sæti á HM vísu. Þessi úrslit gerðu ekki mikið í því að breyta því þó að það þurfi mikið að gerast svo að brasilíska liðið missi af HM.

Eftir leikinn eru Brasilíumenn í þriðja sætinu fimm stigum á eftir toppliði Argentínu. Úrúgvæ á leik inni og kemst upp fyrir Brasilíu með sigri í honum.

Venesúelamenn voru í áttunda sæti Suðurameríkuriðilsins en tókst engu að síður að standa í Brasilíumönnum.

Raphinha kom Brasilíu í 1-0 á 43. mínútu en Telasco Segovia jafnaði fyrir Venesúela á upphafsmínútum seinni hálfleiks.

Vinicius Junior fékk kjörið tækifæri til að koma Brasilíu aftur yfir á 62. mínútu. Rafael Romo varði vítið frá honum.

Brasilíumenn enduðu ellefu á móti tíu eftir að Alexander Gonzalez fékk rauða spjaldið á 89. mínútu. Þeir náðu ekki að nýta sér það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×