Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Sindri Sverrisson skrifar 14. nóvember 2024 15:17 Lindsey Vonn var á opnunarhátíð Ólympíuleikanna í París í sumar. EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON Bandaríska skíðakonan Lindsey Vonn hefur nú staðfest að hún muni snúa aftur til keppni, fertug að aldri, tæpum sex árum eftir að hún lagði skíðin á hilluna. Vonn er sannkölluð skíðastjarna en hún á í sínu safni þrenn ólympíuverðlaun (gull í bruni og brons í risasvigi 2010, og brons í bruni 2018), átta verðlaun af heimsmeistaramótum og fjóra heimsbikarmeistaratitla. Þá setti hún met með því að vinna 82 heimsbikarmót en landa hennar, Mikaela Shiffrin, sló það met í janúar í fyrra og er komin í 97 sigra. Gagnrýnd fyrir endurkomuna Ekki hafa allir hrifist af hugmyndum Vonn um að snúa aftur til keppni og þannig sagðist Þjóðverjinn Markus Wasmeier, 61 árs gamall tvöfaldur Ólympíumeistari og heimsmeistari, telja um einhvers konar leikþátt að ræða sem jaðraði við hneyksli. „Hún er enn í hópi þeirra sem hafa náð lengst, svo hún ætti ekki að vera að standa í þessu. Það ætti að fagna henni fyrir það sem hún hefur afrekað. Ég myndi dauðskammast mín ef ég færi niður brekkuna og væri allt í einu tíu sekúndum á eftir fljótasta manni. Þá myndu bara allir hlæja að manni,“ sagði Wasmeier. Ótrúlegt að geta skíðað á ný án verkja Eins og fyrr segir hætti Vonn að keppa í febrúar 2019 en hún hafði þá ítrekað glímt við meiðsli af ýmsum toga. Síðast í apríl var hún í aðgerð þar sem skipt var um hluta af hné. Vonn hefur hins vegar verið við æfingar síðustu mánuði og nú styttist í hennar fyrstu keppni í langan tíma. „Það hefur verið ótrúlegt ferðalag að komast aftur á skíði án þess að finna fyrir sársauka. Mig langar að halda áfram að deila þekkingu minni á íþróttinni með þessum ótrúlegu konum,“ sagði Vonn og vísaði til liðsfélaga sinna í bandaríska skíðalandsliðinu. Vonn er strax aftur orðin hluti af landsliðinu en það kemur svo í ljós hvenær hennar fyrsta mót verður. Næstu Vetrarólympíuleikar verða á Ítalíu í febrúar 2026. Skíðaíþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Sjá meira
Vonn er sannkölluð skíðastjarna en hún á í sínu safni þrenn ólympíuverðlaun (gull í bruni og brons í risasvigi 2010, og brons í bruni 2018), átta verðlaun af heimsmeistaramótum og fjóra heimsbikarmeistaratitla. Þá setti hún met með því að vinna 82 heimsbikarmót en landa hennar, Mikaela Shiffrin, sló það met í janúar í fyrra og er komin í 97 sigra. Gagnrýnd fyrir endurkomuna Ekki hafa allir hrifist af hugmyndum Vonn um að snúa aftur til keppni og þannig sagðist Þjóðverjinn Markus Wasmeier, 61 árs gamall tvöfaldur Ólympíumeistari og heimsmeistari, telja um einhvers konar leikþátt að ræða sem jaðraði við hneyksli. „Hún er enn í hópi þeirra sem hafa náð lengst, svo hún ætti ekki að vera að standa í þessu. Það ætti að fagna henni fyrir það sem hún hefur afrekað. Ég myndi dauðskammast mín ef ég færi niður brekkuna og væri allt í einu tíu sekúndum á eftir fljótasta manni. Þá myndu bara allir hlæja að manni,“ sagði Wasmeier. Ótrúlegt að geta skíðað á ný án verkja Eins og fyrr segir hætti Vonn að keppa í febrúar 2019 en hún hafði þá ítrekað glímt við meiðsli af ýmsum toga. Síðast í apríl var hún í aðgerð þar sem skipt var um hluta af hné. Vonn hefur hins vegar verið við æfingar síðustu mánuði og nú styttist í hennar fyrstu keppni í langan tíma. „Það hefur verið ótrúlegt ferðalag að komast aftur á skíði án þess að finna fyrir sársauka. Mig langar að halda áfram að deila þekkingu minni á íþróttinni með þessum ótrúlegu konum,“ sagði Vonn og vísaði til liðsfélaga sinna í bandaríska skíðalandsliðinu. Vonn er strax aftur orðin hluti af landsliðinu en það kemur svo í ljós hvenær hennar fyrsta mót verður. Næstu Vetrarólympíuleikar verða á Ítalíu í febrúar 2026.
Skíðaíþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Sjá meira