Innlent

Kjóstu rétt á Vísi

Boði Logason skrifar
Kosningaprófið Kjóstu rétt er nú aðgengilegt á Vísi fram að kosningum.
Kosningaprófið Kjóstu rétt er nú aðgengilegt á Vísi fram að kosningum. Anton Brink

Nú má nálgast kosningaprófið Kjóstu rétt á Vísi en fulltrúar allra flokka hafa svarað spurningum og gefst lesendum kostur á að máta sín svör við svör frambjóðenda.

Landsmenn ganga að kjörborðinu 30. nóvember næstkomandi og eflaust er fjöldi fólks sem á enn eftir að taka lokaákvörðun um hvert atkvæðið á að fara. Ein leið til að átta sig á því hvaða flokk maður passar vel við er að taka kosningapróf Vísis og Kjóstu rétt. 

Taktu kosningaprófið hér.

Kosningaprófið er unnið í stamstarfi við Kjósturétt.is, sem er óháður upplýsingavefur í aðdraganda kosninga. Hann fór fyrst í loftið fyrir alþingiskosningarnar árið 2013. 

Allar upplýsingar í prófinu eru fengnar frá stjórnmálaflokkunum sjálfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×