Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar 13. nóvember 2024 14:46 Stundum finnst mér eins og við eigum á hættu að gleyma því hvað frelsið er verðmætt. Við erum nefnilega mjög rík af frelsi hér á landi. Við höfum frelsi til að velja okkur nám nokkurn veginn óháð efnahag. Við höfum frelsi til að stofna fjölskyldu með nærri hverjum sem okkur sýnist. Við höfum frelsi til að fara út í náttúruna og njóta hennar. Við höfum frelsi til að segja það sem okkur sýnist, til að hugsa það sem okkur sýnist og vera eins og við viljum. Þetta eru þau sjálfsögðu mannréttindi sem við búum við í dag. Þetta frelsi er ekki sjálfsagt og hættan er sú að við gleymum því hversu dýru verði það hefur verið keypt. Það er nefnilega ekkert svo langt síðan það var ekkert tjáningarfrelsi, engin friðhelgi einkalífs, ekkert frelsi til að velja sér nám og aðeins eitt fjölskylduform samþykkt. Það er heldur ekki svo langt síðan við vorum nýlenda undir Danakonungi og við höfðum ekki einu sinni frelsi til að stofna okkar eigin fyrirtæki. Það sem mér finnst að þurfi að minna á er að frelsi og lýðræði eru samofin hugtök. Ef við hefðum ekki komið á lýðræði hefðum við aldrei geta tryggt þetta frelsi. Og ef við hefðum ekki frelsið sem við höfum í dag gætum við ekki viðhaldið lýðræðinu. Þegar það gleymist hversu verðmætt frelsið er (og það hefur gleymst áður) þá á það til að gerast að við förum að taka mjög skrýtnar ákvarðanir um hvernig við stjórnum heiminum okkar. Þetta gerðist einu sinni á síðustu öld þar sem stór hluti Evrópu ákvað að velja sér fólk sem var beinlínis gegn frelsi og gegn lýðræði til að taka við valdataumunum, og úr varð blóðugasta styrjöld sögunnar. Það sem réði því að þetta fólk komst til valda voru ekki síst tilfinningar eins og reiði, ótti og vanmáttartilfinning. Þetta er eitthvað sem við sáum alls staðar þar sem fólk kaus fasista til valda. Og ég verð að viðurkenna að ég hef áhyggjur af þessu að nú sé svipuð staða uppi. Ekki bara í Bandaríkjunum eins og sumir gætu haldið - Þar er augljóslega búið að kjósa mann sem er á móti frelsi og á móti lýðræði og lýsir því beinlínis yfir þeim einræðistilburðum sem hann hefur. Ég hef líka áhyggjur af þessu á Íslandi. Það hafa orðið hraðar sviptingar í stjórnmálunum hjá okkur undanfarna mánuði og mér finnst eins og þær hugmyndir að minnka frelsi, skerða réttindi og færa völd frá borgurum séu farnar að ná meiri hljómgrunn. Það er komin ákveðin stjörnumerking á það frelsi sem við höfum og fólk er almennt tilbúið að samþykkja að gengið sé miklu lengra inn á réttindi samborgaranna en lög leyfa. Ég hef áhyggjur af tíðarandanum og ég vona að við séum ekki komin á sömu braut og grannríki okkar vestanhafs. Ég vona að eftir næstu kosningar stöndum við uppi með flokka í ríkisstjórn sem ætla ekki að kasta þessum grunngildum frelsis og lýðræðis á glæ. Eina leiðin til þess held ég að sé að kjósa flokka sem leggja áherslu á þessi gildi. Lýðræði, frelsi, mannréttindi. Ef ykkur líður eins og mér líður þá legg ég til að við leggjum við hlustir þegar flokkarnir kynna stefnumál sín nú í aðdraganda kosninga. Þeim flokkum sem eru tilbúnir að fórna þessum grunngildum ætti ekki að treysta fyrir stjórn landsins. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Sjá meira
Stundum finnst mér eins og við eigum á hættu að gleyma því hvað frelsið er verðmætt. Við erum nefnilega mjög rík af frelsi hér á landi. Við höfum frelsi til að velja okkur nám nokkurn veginn óháð efnahag. Við höfum frelsi til að stofna fjölskyldu með nærri hverjum sem okkur sýnist. Við höfum frelsi til að fara út í náttúruna og njóta hennar. Við höfum frelsi til að segja það sem okkur sýnist, til að hugsa það sem okkur sýnist og vera eins og við viljum. Þetta eru þau sjálfsögðu mannréttindi sem við búum við í dag. Þetta frelsi er ekki sjálfsagt og hættan er sú að við gleymum því hversu dýru verði það hefur verið keypt. Það er nefnilega ekkert svo langt síðan það var ekkert tjáningarfrelsi, engin friðhelgi einkalífs, ekkert frelsi til að velja sér nám og aðeins eitt fjölskylduform samþykkt. Það er heldur ekki svo langt síðan við vorum nýlenda undir Danakonungi og við höfðum ekki einu sinni frelsi til að stofna okkar eigin fyrirtæki. Það sem mér finnst að þurfi að minna á er að frelsi og lýðræði eru samofin hugtök. Ef við hefðum ekki komið á lýðræði hefðum við aldrei geta tryggt þetta frelsi. Og ef við hefðum ekki frelsið sem við höfum í dag gætum við ekki viðhaldið lýðræðinu. Þegar það gleymist hversu verðmætt frelsið er (og það hefur gleymst áður) þá á það til að gerast að við förum að taka mjög skrýtnar ákvarðanir um hvernig við stjórnum heiminum okkar. Þetta gerðist einu sinni á síðustu öld þar sem stór hluti Evrópu ákvað að velja sér fólk sem var beinlínis gegn frelsi og gegn lýðræði til að taka við valdataumunum, og úr varð blóðugasta styrjöld sögunnar. Það sem réði því að þetta fólk komst til valda voru ekki síst tilfinningar eins og reiði, ótti og vanmáttartilfinning. Þetta er eitthvað sem við sáum alls staðar þar sem fólk kaus fasista til valda. Og ég verð að viðurkenna að ég hef áhyggjur af þessu að nú sé svipuð staða uppi. Ekki bara í Bandaríkjunum eins og sumir gætu haldið - Þar er augljóslega búið að kjósa mann sem er á móti frelsi og á móti lýðræði og lýsir því beinlínis yfir þeim einræðistilburðum sem hann hefur. Ég hef líka áhyggjur af þessu á Íslandi. Það hafa orðið hraðar sviptingar í stjórnmálunum hjá okkur undanfarna mánuði og mér finnst eins og þær hugmyndir að minnka frelsi, skerða réttindi og færa völd frá borgurum séu farnar að ná meiri hljómgrunn. Það er komin ákveðin stjörnumerking á það frelsi sem við höfum og fólk er almennt tilbúið að samþykkja að gengið sé miklu lengra inn á réttindi samborgaranna en lög leyfa. Ég hef áhyggjur af tíðarandanum og ég vona að við séum ekki komin á sömu braut og grannríki okkar vestanhafs. Ég vona að eftir næstu kosningar stöndum við uppi með flokka í ríkisstjórn sem ætla ekki að kasta þessum grunngildum frelsis og lýðræðis á glæ. Eina leiðin til þess held ég að sé að kjósa flokka sem leggja áherslu á þessi gildi. Lýðræði, frelsi, mannréttindi. Ef ykkur líður eins og mér líður þá legg ég til að við leggjum við hlustir þegar flokkarnir kynna stefnumál sín nú í aðdraganda kosninga. Þeim flokkum sem eru tilbúnir að fórna þessum grunngildum ætti ekki að treysta fyrir stjórn landsins. Höfundur er lögfræðingur.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun