Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar 13. nóvember 2024 06:47 Fyrsta flug easyJet frá Manchester lenti á Akureyrarflugvelli í gær en flogið verður á þriðjudögum og laugardögum frá nóvember út mars. Samtals verða þetta því 40 flug í vetur með 186 sætum hvert og því má búast við 6-7 þúsund farþegum í þessu flugi. Flug frá London Gatwick hófst í síðustu viku og stendur það fram á vor með sömu tíðni og fjölda sæta. Ætla má að flug á þessa áfangastaði geti skilað um 40 þúsund gistinóttum á landinu og aukningu landframleiðslu um 700 milljónir króna. Flugið frá London Gatwick til Akureyrar síðastliðinn vetur gekk framar vonum. Nýting var góð, stöðugur vöxtur í komum erlendra ferðamanna og heimamenn nýttu flugið mjög vel í helgarferðir eða tengingar lengra út í heim. Aðstæður á flugvellinum voru erfiðar vegna þrengsla en starfsfólkið þar á hrós skilið fyrir að veita frábæra þjónustu. Lendingar gengu vel á Akureyrarflugvelli og þurfti easyJet aldrei að nota varaflugvellina. Það sýndi sig að í slæmu veðri þar sem innanlandsflug lá niðri var þrátt fyrir það hægt að fljúga út í heim án vandkvæða. Þannig gat ferðaþjónustan tekið á móti ferðafólki og sýnt Norðurland í fallegum vetrarbúningi. Ávinningur af verkefni sem þessu er ekki aðeins fjárhagslegur heldur má mæla hann í auknum lífsgæðum. Norðlendingar hafa nú tækifæri til að nýta þessa öflugu tengingu út í heim, hvort sem er til ánægju eða viðskipta. Beint flug til Akureyrarflugvallar skapar möguleika á uppbyggingu heilsársferðaþjónustu á Norðurlandi þar sem ferðamenn geta komist á einfaldan og þægilegan hátt inn á svæðið og nýtt sér vetrarferðaþjónustu. Þannig verða til gistinætur á Norðurlandi og fyrirtækin eru þegar farin að byggja upp og þróa þjónustu til að sinna þessum gestum. Þessi verkefni eru síðan einn þáttur í að efla sjálfbæra uppbyggingu ferðaþjónustu þar sem áherslan er á dreifingu ferðamanna og möguleika minni svæða og samfélaga á að skapa atvinnu, nýja þjónustu og byggja upp innviði. Að breyta íslenskri ferðaþjónustu með því að bæta við nýrri gátt inn í landið gerist ekki á einni nóttu og þarf öflugt samstarf fjölmargra að koma til enda er þetta stærsta hagsmunamál ferðaþjónustunnar á bæði Norðurlandi og Austurlandi. Með endurbættum flugvelli og góðri uppbyggingu í ferðaþjónustunni hafa skapast enn fleiri tækifæri sem mikilvægt er að nýta vel. Halda þarf áfram öflugri markaðssókn og samtali við flugfélög og ferðaskrifstofur. Þannig eigum við möguleika á að bæta enn frekar við fjölda þeirra áfangastaða sem nú eru í boði frá Akureyrarflugvelli og tryggja áframhaldandi vöxt í flugi beint til Norðurlands. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Akureyrarflugvöllur Akureyri Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrsta flug easyJet frá Manchester lenti á Akureyrarflugvelli í gær en flogið verður á þriðjudögum og laugardögum frá nóvember út mars. Samtals verða þetta því 40 flug í vetur með 186 sætum hvert og því má búast við 6-7 þúsund farþegum í þessu flugi. Flug frá London Gatwick hófst í síðustu viku og stendur það fram á vor með sömu tíðni og fjölda sæta. Ætla má að flug á þessa áfangastaði geti skilað um 40 þúsund gistinóttum á landinu og aukningu landframleiðslu um 700 milljónir króna. Flugið frá London Gatwick til Akureyrar síðastliðinn vetur gekk framar vonum. Nýting var góð, stöðugur vöxtur í komum erlendra ferðamanna og heimamenn nýttu flugið mjög vel í helgarferðir eða tengingar lengra út í heim. Aðstæður á flugvellinum voru erfiðar vegna þrengsla en starfsfólkið þar á hrós skilið fyrir að veita frábæra þjónustu. Lendingar gengu vel á Akureyrarflugvelli og þurfti easyJet aldrei að nota varaflugvellina. Það sýndi sig að í slæmu veðri þar sem innanlandsflug lá niðri var þrátt fyrir það hægt að fljúga út í heim án vandkvæða. Þannig gat ferðaþjónustan tekið á móti ferðafólki og sýnt Norðurland í fallegum vetrarbúningi. Ávinningur af verkefni sem þessu er ekki aðeins fjárhagslegur heldur má mæla hann í auknum lífsgæðum. Norðlendingar hafa nú tækifæri til að nýta þessa öflugu tengingu út í heim, hvort sem er til ánægju eða viðskipta. Beint flug til Akureyrarflugvallar skapar möguleika á uppbyggingu heilsársferðaþjónustu á Norðurlandi þar sem ferðamenn geta komist á einfaldan og þægilegan hátt inn á svæðið og nýtt sér vetrarferðaþjónustu. Þannig verða til gistinætur á Norðurlandi og fyrirtækin eru þegar farin að byggja upp og þróa þjónustu til að sinna þessum gestum. Þessi verkefni eru síðan einn þáttur í að efla sjálfbæra uppbyggingu ferðaþjónustu þar sem áherslan er á dreifingu ferðamanna og möguleika minni svæða og samfélaga á að skapa atvinnu, nýja þjónustu og byggja upp innviði. Að breyta íslenskri ferðaþjónustu með því að bæta við nýrri gátt inn í landið gerist ekki á einni nóttu og þarf öflugt samstarf fjölmargra að koma til enda er þetta stærsta hagsmunamál ferðaþjónustunnar á bæði Norðurlandi og Austurlandi. Með endurbættum flugvelli og góðri uppbyggingu í ferðaþjónustunni hafa skapast enn fleiri tækifæri sem mikilvægt er að nýta vel. Halda þarf áfram öflugri markaðssókn og samtali við flugfélög og ferðaskrifstofur. Þannig eigum við möguleika á að bæta enn frekar við fjölda þeirra áfangastaða sem nú eru í boði frá Akureyrarflugvelli og tryggja áframhaldandi vöxt í flugi beint til Norðurlands. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun