„Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Sindri Sverrisson skrifar 12. nóvember 2024 11:33 DeAndre Kane kostaði Grindavík 35.000 krónur með hegðun sinni í hálfleik gegn Hetti í síðasta mánuði. vísir/Anton Formaður Körfuknattleikssambands Íslands óttast ekki fjölgun mála á borð við það sem körfuknattleiksdeild Grindavíkur var dæmd fyrir, vegna hegðunar DeAndre Kane í hálfleik gegn Hetti í Bónus-deildinni, þrátt fyrir lága sekt. Kane fór inn á upphitunarsvæði Hattar í hálfleik og ýtti harkalega í andlit Courvoisier McCauley, leikmanns Hattar. Dómarar voru ekki viðstaddir og gat Kane klárað leikinn án vandkvæða, en framkvæmdastjóri KKÍ kærði hegðun hans til aga- og úrskurðarnefndar sambandsins. Aganefndin kvað svo upp sinn úrskurð 8. nóvember, rúmum þremur vikum eftir leikinn, og sektaði Grindvíkinga um 35.000 krónur. Aðspurð hvort að þetta sé eðlilegur málsmeðferðartími bendir Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, formaður KKÍ, á að málið eigi sér enga hliðstæðu: „Aganefnd getur alveg tekið sinn tíma í vinnuna. Hún er sér á báti, algjörlega óháð okkur og við skiptum okkur ekkert af henni. Þetta mál er nýtt af nálinni. Við höfum ekki oft kært vegna mála sem gætu „skaðað ímynd körfuboltans“ og þetta tilvik er mjög óvenjulegt. Sem betur fer höfum við ekki verið mikið að kljást við það að leikmenn fari inn á upphitunarsvæði andstæðingsins. Þetta er í öllu falli mjög sérkennilegt,“ segir Guðbjörg. Það er í höndum framkvæmdastjóra KKÍ að taka ákvörðun um hvort svona tilvik, hegðun sem gæti skaðað ímynd íþróttarinnar, séu kærð til aga- og úrskurðarnefndar. Nú er niðurstaðan ljós en eflaust setja einhverjir spurningamerki við sektarupphæðina, sem er aðeins 35.000 krónur. Nefndin segir í rökstuðningi sínum að hún telji háttsemi Kane ekki jafn líklega til að skaða ímynd körfuboltans eins og mál þar sem „vegið er af ásetningi eða gáleysi að heiðri hreyfingarinnar með ummælum“. Því geti sektin núna ekki verið hærri en fyrir slík ummæli. Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir er formaður KKÍ.kki.is En hefur svona refsing einhver áhrif, þegar sektin er svona lág? „Nefndin kemst að þessari niðurstöðu. Það sem mér finnst best í þessu er að það er viðurkennt að þetta er ekki í lagi. Mér finnst það vera útgangspunkturinn. Þarna kom upp atvik, sem gerist sem betur fer nánast aldrei, og það var viðurkennt að svona gerum við ekki, burtséð frá því hvað sektin var há. Þarna er þá líka komin aðvörun um að svona hegðum við okkur ekki. Mér finnst ekki aðalmálið hve há sektin er,“ segir Guðbjörg. Guðbjörg óttast ekki að dæmum um svona hegðun, þegar dómarar eru ekki á vellinum, fjölgi mikið: „Nei, ég hef nú ekki áhyggjur af því. Ef að af því kæmi þá myndum við nú frekar bara endurskoða eitthvað. Þetta er bara einstakt atvik sem við höfum sem betur fer ekki þurft áður að kljást við.“ Bónus-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi DeAndre Kane skoraði átján stig á aðeins fimmtán mínútum í sigri Grindavíkur á Þór í lokaleik sjöttu umferðar Bónus deildar karla en kvöldið hans endaði mjög snögglega í fyrri hálfleiknum. Bónus körfuboltakvöld hrósaði kappanum mikið og fór líka yfir höfuðmeiðsli hans í leiknum. 10. nóvember 2024 11:42 Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleiksambands Íslands hefur tekið fyrir mál Grindvíkingsins DeAndre Kane og leikmaðurinn sleppur við leikbann. 9. nóvember 2024 11:59 Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Slagsmál brutust út í leik Stjörnunnar og Grindavíkur í kvöld. DeAndre Kane setti sig í hlutverk sáttamiðlara meðan sjúkraþjálfari Grindavíkur ýtti í leikmann Stjörnunnar. 31. október 2024 22:48 Körfuboltakvöld um Kane: „Finnst hann ekki hafa gert neitt hrikalegt“ Það urðu mikil læti í hálfleik á leik Grindavíkur og Hattar í Bónus deild karla í körfubolta á fimmtudagskvöldið þótt að Grindvíkingar væru þá 23 stigum yfir í leiknum. Deandre Kane var enn á ný í sviðsljósinu og Körfuboltakvöld ræddi umdeilda Grindvíkinginn og framkomu hans. 19. október 2024 10:31 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Sjá meira
Kane fór inn á upphitunarsvæði Hattar í hálfleik og ýtti harkalega í andlit Courvoisier McCauley, leikmanns Hattar. Dómarar voru ekki viðstaddir og gat Kane klárað leikinn án vandkvæða, en framkvæmdastjóri KKÍ kærði hegðun hans til aga- og úrskurðarnefndar sambandsins. Aganefndin kvað svo upp sinn úrskurð 8. nóvember, rúmum þremur vikum eftir leikinn, og sektaði Grindvíkinga um 35.000 krónur. Aðspurð hvort að þetta sé eðlilegur málsmeðferðartími bendir Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, formaður KKÍ, á að málið eigi sér enga hliðstæðu: „Aganefnd getur alveg tekið sinn tíma í vinnuna. Hún er sér á báti, algjörlega óháð okkur og við skiptum okkur ekkert af henni. Þetta mál er nýtt af nálinni. Við höfum ekki oft kært vegna mála sem gætu „skaðað ímynd körfuboltans“ og þetta tilvik er mjög óvenjulegt. Sem betur fer höfum við ekki verið mikið að kljást við það að leikmenn fari inn á upphitunarsvæði andstæðingsins. Þetta er í öllu falli mjög sérkennilegt,“ segir Guðbjörg. Það er í höndum framkvæmdastjóra KKÍ að taka ákvörðun um hvort svona tilvik, hegðun sem gæti skaðað ímynd íþróttarinnar, séu kærð til aga- og úrskurðarnefndar. Nú er niðurstaðan ljós en eflaust setja einhverjir spurningamerki við sektarupphæðina, sem er aðeins 35.000 krónur. Nefndin segir í rökstuðningi sínum að hún telji háttsemi Kane ekki jafn líklega til að skaða ímynd körfuboltans eins og mál þar sem „vegið er af ásetningi eða gáleysi að heiðri hreyfingarinnar með ummælum“. Því geti sektin núna ekki verið hærri en fyrir slík ummæli. Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir er formaður KKÍ.kki.is En hefur svona refsing einhver áhrif, þegar sektin er svona lág? „Nefndin kemst að þessari niðurstöðu. Það sem mér finnst best í þessu er að það er viðurkennt að þetta er ekki í lagi. Mér finnst það vera útgangspunkturinn. Þarna kom upp atvik, sem gerist sem betur fer nánast aldrei, og það var viðurkennt að svona gerum við ekki, burtséð frá því hvað sektin var há. Þarna er þá líka komin aðvörun um að svona hegðum við okkur ekki. Mér finnst ekki aðalmálið hve há sektin er,“ segir Guðbjörg. Guðbjörg óttast ekki að dæmum um svona hegðun, þegar dómarar eru ekki á vellinum, fjölgi mikið: „Nei, ég hef nú ekki áhyggjur af því. Ef að af því kæmi þá myndum við nú frekar bara endurskoða eitthvað. Þetta er bara einstakt atvik sem við höfum sem betur fer ekki þurft áður að kljást við.“
Bónus-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi DeAndre Kane skoraði átján stig á aðeins fimmtán mínútum í sigri Grindavíkur á Þór í lokaleik sjöttu umferðar Bónus deildar karla en kvöldið hans endaði mjög snögglega í fyrri hálfleiknum. Bónus körfuboltakvöld hrósaði kappanum mikið og fór líka yfir höfuðmeiðsli hans í leiknum. 10. nóvember 2024 11:42 Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleiksambands Íslands hefur tekið fyrir mál Grindvíkingsins DeAndre Kane og leikmaðurinn sleppur við leikbann. 9. nóvember 2024 11:59 Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Slagsmál brutust út í leik Stjörnunnar og Grindavíkur í kvöld. DeAndre Kane setti sig í hlutverk sáttamiðlara meðan sjúkraþjálfari Grindavíkur ýtti í leikmann Stjörnunnar. 31. október 2024 22:48 Körfuboltakvöld um Kane: „Finnst hann ekki hafa gert neitt hrikalegt“ Það urðu mikil læti í hálfleik á leik Grindavíkur og Hattar í Bónus deild karla í körfubolta á fimmtudagskvöldið þótt að Grindvíkingar væru þá 23 stigum yfir í leiknum. Deandre Kane var enn á ný í sviðsljósinu og Körfuboltakvöld ræddi umdeilda Grindvíkinginn og framkomu hans. 19. október 2024 10:31 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Sjá meira
Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi DeAndre Kane skoraði átján stig á aðeins fimmtán mínútum í sigri Grindavíkur á Þór í lokaleik sjöttu umferðar Bónus deildar karla en kvöldið hans endaði mjög snögglega í fyrri hálfleiknum. Bónus körfuboltakvöld hrósaði kappanum mikið og fór líka yfir höfuðmeiðsli hans í leiknum. 10. nóvember 2024 11:42
Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleiksambands Íslands hefur tekið fyrir mál Grindvíkingsins DeAndre Kane og leikmaðurinn sleppur við leikbann. 9. nóvember 2024 11:59
Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Slagsmál brutust út í leik Stjörnunnar og Grindavíkur í kvöld. DeAndre Kane setti sig í hlutverk sáttamiðlara meðan sjúkraþjálfari Grindavíkur ýtti í leikmann Stjörnunnar. 31. október 2024 22:48
Körfuboltakvöld um Kane: „Finnst hann ekki hafa gert neitt hrikalegt“ Það urðu mikil læti í hálfleik á leik Grindavíkur og Hattar í Bónus deild karla í körfubolta á fimmtudagskvöldið þótt að Grindvíkingar væru þá 23 stigum yfir í leiknum. Deandre Kane var enn á ný í sviðsljósinu og Körfuboltakvöld ræddi umdeilda Grindvíkinginn og framkomu hans. 19. október 2024 10:31