Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar 9. nóvember 2024 12:17 Það er margt sem fara má betur á Íslandi í dag. Síðustu ár hafa verðbólga og vextir yfirtekið samtöl yngri kynslóða og hversu erfitt, og jafnvel óraunhæft það virkar að eignast eigið húsnæði í slíkum aðstæðum. Geðheilsa landsmanna fer versnandi, tímafrekt er að fá tíma í heilsugæslu og ekki lækkar verð á vörum og þjónustu. Þó staðan sé dökk ætlum við í Viðreisn að horfa á tækifærin. Það er nauðsynlegt að veita framtíðinni aðstoð, svo hún verði björt. Það er hægt að snúa hlutunum við, velja aðrar leiðir og skapa spennandi framtíð. Viðreisn er klár í slaginn. Flokkurinn stendur fyrir alvöru tækifærum, alvöru áætlunum og alvöru lausnum. Bág staða ríkisfjármála stendur í vegi fyrir því að við uppskerum tækifærin okkar en við getum ekki hækkað skatta á vinnandi fólk og fyrirtæki í landi hárra vaxta og verðbólgu. Það þarf að taka til í fjármálum ríkisins, ekki að hækka skatta á landsmenn sem nú þegar standa mörg hver á hálum ís. Það er því nauðsynlegt að taka til í fjármálum ríkisins, fækka stofnunum, skapa aukið frelsi í viðskiptum og fjölga fjárfestingartækifærum. Við bætum ekki hag Íslendinga með því að líta hornauga til útlendinga sem hér starfa. Við gerum það ekki með því að skerða réttindi kvenna. Við megum ekki láta þessa kosningabaráttu snúast um neitt annað en að bæta hag allra Íslendinga. Aðgangur að geðheilbrigðisþjónustu er mjög takmarkaður og hefur núverandi ríkisstjórn vanrækt málaflokkinn. Það er ljóst að kvíði, ótti og ofbeldi á meðal barna hefur aukist til muna. Eitt af því mikilvægasta í samfélaginu er að öllum líði vel og að hvert og eitt barn eigi rétt á ókeypis geðheilbrigðisþjónustu. Viðreisn telur biðlista innan heilbrigðiskerfis til skammar og að vandamálið sé ekki okkar frábæra heilbrigðisstarfsfólki að kenna heldur ríkisstjórnarinnar. Það er ljóst að við Íslendingar stöndum frammi fyrir ýmsum vandamálum. Viðreisn er klár í slaginn og þegar við mætum í ríkisstjórn munu raunverulegar breytingar fara af stað. Betri hagstjórn, frelsi einstaklingsins og stytting biðlista eru allt hlutir sem Viðreisn mun setja á oddinn. En við gerum þetta ekki ein, við gerum þetta saman. Höfundur er frambjóðandi Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Það er margt sem fara má betur á Íslandi í dag. Síðustu ár hafa verðbólga og vextir yfirtekið samtöl yngri kynslóða og hversu erfitt, og jafnvel óraunhæft það virkar að eignast eigið húsnæði í slíkum aðstæðum. Geðheilsa landsmanna fer versnandi, tímafrekt er að fá tíma í heilsugæslu og ekki lækkar verð á vörum og þjónustu. Þó staðan sé dökk ætlum við í Viðreisn að horfa á tækifærin. Það er nauðsynlegt að veita framtíðinni aðstoð, svo hún verði björt. Það er hægt að snúa hlutunum við, velja aðrar leiðir og skapa spennandi framtíð. Viðreisn er klár í slaginn. Flokkurinn stendur fyrir alvöru tækifærum, alvöru áætlunum og alvöru lausnum. Bág staða ríkisfjármála stendur í vegi fyrir því að við uppskerum tækifærin okkar en við getum ekki hækkað skatta á vinnandi fólk og fyrirtæki í landi hárra vaxta og verðbólgu. Það þarf að taka til í fjármálum ríkisins, ekki að hækka skatta á landsmenn sem nú þegar standa mörg hver á hálum ís. Það er því nauðsynlegt að taka til í fjármálum ríkisins, fækka stofnunum, skapa aukið frelsi í viðskiptum og fjölga fjárfestingartækifærum. Við bætum ekki hag Íslendinga með því að líta hornauga til útlendinga sem hér starfa. Við gerum það ekki með því að skerða réttindi kvenna. Við megum ekki láta þessa kosningabaráttu snúast um neitt annað en að bæta hag allra Íslendinga. Aðgangur að geðheilbrigðisþjónustu er mjög takmarkaður og hefur núverandi ríkisstjórn vanrækt málaflokkinn. Það er ljóst að kvíði, ótti og ofbeldi á meðal barna hefur aukist til muna. Eitt af því mikilvægasta í samfélaginu er að öllum líði vel og að hvert og eitt barn eigi rétt á ókeypis geðheilbrigðisþjónustu. Viðreisn telur biðlista innan heilbrigðiskerfis til skammar og að vandamálið sé ekki okkar frábæra heilbrigðisstarfsfólki að kenna heldur ríkisstjórnarinnar. Það er ljóst að við Íslendingar stöndum frammi fyrir ýmsum vandamálum. Viðreisn er klár í slaginn og þegar við mætum í ríkisstjórn munu raunverulegar breytingar fara af stað. Betri hagstjórn, frelsi einstaklingsins og stytting biðlista eru allt hlutir sem Viðreisn mun setja á oddinn. En við gerum þetta ekki ein, við gerum þetta saman. Höfundur er frambjóðandi Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar