Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar 8. nóvember 2024 17:45 Mikill meirihluti fyrirtækja á Íslandi hefur starfsmannafjölda undir 10 starfsmönnum. Þessi minni fyrirtæki eru bakbein hins íslenska efnahagskerfis og samanstanda af vinnandi fólki á einkamarkaði sem drífur áfram verðmætasköpunina. Undanfarin áratug hefur stöðug ásókn regluverks og gjaldtöku á þessa mikilvægu einingu verið ríkjandi. Beinn og óbeinn kostnaður lítilla fyrirtækja hækkar stöðugt við að uppfylla allar skyldurnar og kvaðirnar sem á þeim dynur á grunni hinna ýmsu reglna sem margar stafa frá innleiðingu ýmissa tilskipana Evrópusambandsins oft með vænum skammti af gullhúðun íslenskra stjórnmála- og embættismanna. „Haka í box“ eftirlitið vex án sýnilegs tilgangs og leiðarljós meðalhófs og einföldunar eru hvergi nærri. Lítið tillit er tekið til raunheima eða lítillar yfirbyggingar þessara fyrirtækja. Skattaplan Samfylkingar og hinn ímyndaði veruleiki Nú bregður svo við að Samfylkingin boðar plan. Þegar planið er skoðað sést að það felst í skattahækkunum. Það þarf ekki að koma á óvart. Flestir muna þegar Samfylkingin veitti ríkisstjórn síðast forystu árin 2009 til 2013. Sú ríkisstjórn lagði á yfir 100 nýja skatta eða breytingar á gildandi sköttum á kjörtímabili sínu. Nú skal sjónum beint að litlu fyrirtækjunum og einyrkjunum, píparanum, hárgreiðslukonunni, prentaranum o.s.frv. Lykilþættir í plani Samfylkingarinnar er hækkun fjármagnstekjuskatts og að “stoppa upp í ehf. - gatið” eins og það er kallað. Þeirri mjög svo röngu mynd er haldið á lofti að fyrirtækin greiði mun lægri skatta er launþegar. En skoðum gildandi lög í samhengi við þetta plan. Á Íslandi gildir sú regla að fyrirtækjum er óheimilt að greiða arð nema að fyrir liggi hagnaður í viðkomandi félagi. Af hagnaði fyrirtækja ber að greiða tekjuskatt sem núna er 21% en þessi skattur var hækkaður tímabundið í ár úr 20% í 21%. Til þess að greiða arð úr fyrirtæki þarf því fyrst að greiða 21% tekjuskatt af hagnaði fyrirtækisins. Síðan þarf að greiða 22% fjármagnstekjuskatt af arðgreiðslunni, eftirstöðvum hagnaðarins. Þannig greiða fyrirtæki og eigendur þess tvisvar af hagnaði fyrirtækisins, fyrst tekjuskatt og síðan fjármagnstekjuskatt af arðgreiðslum. Nettóáhrif þessarar skattheimtu eru því tæplega 40% skattur sem er sama eða hærra hlutfall og launþegar greiða almennt af launum sínum. Með hækkun fjármagnstekjuskatts hækkar þessi skattbyrði enn frekar. Manni er næsta óskiljanlegt hvernig tekist hefur að brengla þessa mynd í opinberri umræðu. Og nú beinir Samfylkingin spjótum sínum að þessum minni fyrirtækjum, ehf.-unum, í krafti ímyndaðs veruleika sem stenst enga skoðun. Það er ekkert gat til að stoppa í þegar horft er til þess skattkerfis sem hér gildir um ehf-inn. Þessi fyrirtæki greiða sömu eða hærri skatta og almennir launamenn. Þetta þekkja flestir þeir sem reka þessi litlu fyrirtæki. Áherslur Miðflokksins Nálgun Miðflokksins er önnur. Við boðum ekki skattahækkanir heldur aðhald í fjármálum ríkisins, forgangsröðun opinberra fjármuna og að fjármunir hins opinbera séu sem best nýttir. Við viljum horfa til samhengisins á milli verðmætasköpunar og velferðar og stöndum ekki fyrir það að skortur á skattlagningu sé móðir allra vandamálanna í ríkisrekstrinum. Við sjáum ekki lausnirnar í því að leggja enn meiri álögur á litlu fyrirtækin. Það skattkerfi sem fyrirtæki búa við er í grunninn það sama og gildir um launþega. Við þurfum að efla atvinnulífið og verðmætasköpunina í stað þess að ráðast að því. Með því eflum við velferðina. Höfundur er frambjóðandi Miðflokksins í 3. sæti í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Sjá meira
Mikill meirihluti fyrirtækja á Íslandi hefur starfsmannafjölda undir 10 starfsmönnum. Þessi minni fyrirtæki eru bakbein hins íslenska efnahagskerfis og samanstanda af vinnandi fólki á einkamarkaði sem drífur áfram verðmætasköpunina. Undanfarin áratug hefur stöðug ásókn regluverks og gjaldtöku á þessa mikilvægu einingu verið ríkjandi. Beinn og óbeinn kostnaður lítilla fyrirtækja hækkar stöðugt við að uppfylla allar skyldurnar og kvaðirnar sem á þeim dynur á grunni hinna ýmsu reglna sem margar stafa frá innleiðingu ýmissa tilskipana Evrópusambandsins oft með vænum skammti af gullhúðun íslenskra stjórnmála- og embættismanna. „Haka í box“ eftirlitið vex án sýnilegs tilgangs og leiðarljós meðalhófs og einföldunar eru hvergi nærri. Lítið tillit er tekið til raunheima eða lítillar yfirbyggingar þessara fyrirtækja. Skattaplan Samfylkingar og hinn ímyndaði veruleiki Nú bregður svo við að Samfylkingin boðar plan. Þegar planið er skoðað sést að það felst í skattahækkunum. Það þarf ekki að koma á óvart. Flestir muna þegar Samfylkingin veitti ríkisstjórn síðast forystu árin 2009 til 2013. Sú ríkisstjórn lagði á yfir 100 nýja skatta eða breytingar á gildandi sköttum á kjörtímabili sínu. Nú skal sjónum beint að litlu fyrirtækjunum og einyrkjunum, píparanum, hárgreiðslukonunni, prentaranum o.s.frv. Lykilþættir í plani Samfylkingarinnar er hækkun fjármagnstekjuskatts og að “stoppa upp í ehf. - gatið” eins og það er kallað. Þeirri mjög svo röngu mynd er haldið á lofti að fyrirtækin greiði mun lægri skatta er launþegar. En skoðum gildandi lög í samhengi við þetta plan. Á Íslandi gildir sú regla að fyrirtækjum er óheimilt að greiða arð nema að fyrir liggi hagnaður í viðkomandi félagi. Af hagnaði fyrirtækja ber að greiða tekjuskatt sem núna er 21% en þessi skattur var hækkaður tímabundið í ár úr 20% í 21%. Til þess að greiða arð úr fyrirtæki þarf því fyrst að greiða 21% tekjuskatt af hagnaði fyrirtækisins. Síðan þarf að greiða 22% fjármagnstekjuskatt af arðgreiðslunni, eftirstöðvum hagnaðarins. Þannig greiða fyrirtæki og eigendur þess tvisvar af hagnaði fyrirtækisins, fyrst tekjuskatt og síðan fjármagnstekjuskatt af arðgreiðslum. Nettóáhrif þessarar skattheimtu eru því tæplega 40% skattur sem er sama eða hærra hlutfall og launþegar greiða almennt af launum sínum. Með hækkun fjármagnstekjuskatts hækkar þessi skattbyrði enn frekar. Manni er næsta óskiljanlegt hvernig tekist hefur að brengla þessa mynd í opinberri umræðu. Og nú beinir Samfylkingin spjótum sínum að þessum minni fyrirtækjum, ehf.-unum, í krafti ímyndaðs veruleika sem stenst enga skoðun. Það er ekkert gat til að stoppa í þegar horft er til þess skattkerfis sem hér gildir um ehf-inn. Þessi fyrirtæki greiða sömu eða hærri skatta og almennir launamenn. Þetta þekkja flestir þeir sem reka þessi litlu fyrirtæki. Áherslur Miðflokksins Nálgun Miðflokksins er önnur. Við boðum ekki skattahækkanir heldur aðhald í fjármálum ríkisins, forgangsröðun opinberra fjármuna og að fjármunir hins opinbera séu sem best nýttir. Við viljum horfa til samhengisins á milli verðmætasköpunar og velferðar og stöndum ekki fyrir það að skortur á skattlagningu sé móðir allra vandamálanna í ríkisrekstrinum. Við sjáum ekki lausnirnar í því að leggja enn meiri álögur á litlu fyrirtækin. Það skattkerfi sem fyrirtæki búa við er í grunninn það sama og gildir um launþega. Við þurfum að efla atvinnulífið og verðmætasköpunina í stað þess að ráðast að því. Með því eflum við velferðina. Höfundur er frambjóðandi Miðflokksins í 3. sæti í Suðvesturkjördæmi.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun