Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson og Jóhann F K Arinbjarnarson skrifa 8. nóvember 2024 16:15 Gervigreind hefur verið mikið til umræðu á undanförnum misserum, þ.e. áhrif hennar og mögulega ógn gagnvart íslenskunni. að sem minna hefur verið rætt um er sá árangur sem þegar hefur unnist á því sviði. Í maí á þessu ári fór sendinefnd á vegum menningar- og viðskiptamálaráðuneytisins með Lilju Alfreðsdóttir ráðherra í fararbroddi og heimsótti fyrirtæki á borð við Google og OpenAI með það að markmiði að vekja athygli á stöðu smærri tungumála á borð við íslensku gagnvart vaxandi umfangi gervigreindar í máltækni. Aðgerðir ráðuneytisins eru hluti af metnaðarfullri stefnumótun stjórnvalda sem miðar að því gera íslendingum kleift að nýta þessa nýju og ört vaxandi tækni til þess að rækta og halda tungumálinu við. Markmiðið er að í stað þess að gervigreind ógni tungumálinu þá getur gervigreindin aðlagast því, lært það og talað það rétt eins og hver annar frónbúi. Mikilvægt er að benda á, fyrir þá sem ekki þegar vita, að tungumála-gervigreind er orðin háþróaðri en marga grunar. Til að mynda voru eftirfarandi þrjár efnisgreinar ritaðar af gervigreind samkvæmt skipunum höfundar; Fjárfesting til framtíðar og alþjóðlegt samstarf Með heimsókninni vildi Lilja koma íslenskunni á framfæri hjá stærstu tæknifyrirtækjum heims og kynna íslenskar máltæknilausnir, sem unnar eru í samstarfi við íslenska sérfræðinga og gefnar út undir opnum leyfum. Stjórnvöld vonast til þess að fjárfesting í máltækniverkefnum tryggi að íslenska verði með í tæknilausnum sem eru í notkun á heimsvísu. Samhliða hefur verið rætt um möguleikann á því að stofna alþjóðlegan samstarfsvettvang fyrir smærri tungumál, þar sem Ísland myndi gegna lykilhlutverki. Þessi vettvangur myndi vinna að því að vernda og þróa tungumál sem eiga á hættu að hverfa vegna tækniframfara. Störf Lilju Alfreðsdóttur á sviði gervigreindar og máltækni eru bæði metnaðarfull og bráðnauðsynleg fyrir framtíð íslenskunnar í tæknivæddum heimi. Með ástríðu fyrir íslensku og skýra sýn á möguleikana sem gervigreind býður upp á, hefur Lilja lagt grunn að mikilvægu starfi sem mun hafa áhrif á smærri tungumál um allan heim. Afrek hennar í máltæknimálum eru dæmi um víðtækt alþjóðlegt samstarf sem miðar að því að tryggja framtíð íslenskunnar og efla þróun íslenskrar tækni. Íslenska í stafrænni framtíð Fyrirtækið Microsoft hefur þegar innleitt íslenska máltækni í þekktan hugbúnað svo sem Microsoft Word og Microsoft Copilot. Þar með stendur það íslenskum notendum til boða að vinna í þessum forritum á þeirra eigin móðurmáli, og fyrir sitt leyti hefur fyrirtækið sýnt áhuga á áframhaldandi samstarfi við íslensk stjórnvöld á þessu sviði. Reynslan af innleiðingu íslensku í framangreind forrit sem og jafnvel önnur getur svo nýst fyrirtækinu sem og samkeppnisaðilum við að gervigreindar-væða önnur minna töluð tungumál sem að einnig standa höllum fæti í heimi alheims-enskunnar.Lilja Alfreðsdóttir hefur einnig beint sjónum sínum að því að efla rannsóknir og nýsköpun í íslenskri máltækni. Hennar framtíðarsýn er skýr; íslenska á að eiga sinn stað í hinni stafrænu framtíð. Það er ekki svo langt síðan að uppi voru eintómar svartsýnis-raddir þegar rætt var um framtíð tungumálsins okkar í æ hnattrænni og stafrænum heimi. En framtíðin er björt. Þökk sé þeirri vinnu sem Lilja Alfreðsdóttir hefur ráðist í þá hefur íslensk tunga ekki staðið styrkari fótum í áratugi. Við erum núna að horfa upp á framtíð þar sem íslensk máltækni leiðir vegin fyrir önnur lítil tungumál inn í þennan spennandi framtíðarheim. Stefán Atli Rúnarsson er varaformaður Ungra Framsóknarmanna í Kraganum og Jóhann F K Arinbjarnarson er rithöfundur & varamaður í stjórn SUF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Gervigreind Mest lesið Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Sjá meira
Gervigreind hefur verið mikið til umræðu á undanförnum misserum, þ.e. áhrif hennar og mögulega ógn gagnvart íslenskunni. að sem minna hefur verið rætt um er sá árangur sem þegar hefur unnist á því sviði. Í maí á þessu ári fór sendinefnd á vegum menningar- og viðskiptamálaráðuneytisins með Lilju Alfreðsdóttir ráðherra í fararbroddi og heimsótti fyrirtæki á borð við Google og OpenAI með það að markmiði að vekja athygli á stöðu smærri tungumála á borð við íslensku gagnvart vaxandi umfangi gervigreindar í máltækni. Aðgerðir ráðuneytisins eru hluti af metnaðarfullri stefnumótun stjórnvalda sem miðar að því gera íslendingum kleift að nýta þessa nýju og ört vaxandi tækni til þess að rækta og halda tungumálinu við. Markmiðið er að í stað þess að gervigreind ógni tungumálinu þá getur gervigreindin aðlagast því, lært það og talað það rétt eins og hver annar frónbúi. Mikilvægt er að benda á, fyrir þá sem ekki þegar vita, að tungumála-gervigreind er orðin háþróaðri en marga grunar. Til að mynda voru eftirfarandi þrjár efnisgreinar ritaðar af gervigreind samkvæmt skipunum höfundar; Fjárfesting til framtíðar og alþjóðlegt samstarf Með heimsókninni vildi Lilja koma íslenskunni á framfæri hjá stærstu tæknifyrirtækjum heims og kynna íslenskar máltæknilausnir, sem unnar eru í samstarfi við íslenska sérfræðinga og gefnar út undir opnum leyfum. Stjórnvöld vonast til þess að fjárfesting í máltækniverkefnum tryggi að íslenska verði með í tæknilausnum sem eru í notkun á heimsvísu. Samhliða hefur verið rætt um möguleikann á því að stofna alþjóðlegan samstarfsvettvang fyrir smærri tungumál, þar sem Ísland myndi gegna lykilhlutverki. Þessi vettvangur myndi vinna að því að vernda og þróa tungumál sem eiga á hættu að hverfa vegna tækniframfara. Störf Lilju Alfreðsdóttur á sviði gervigreindar og máltækni eru bæði metnaðarfull og bráðnauðsynleg fyrir framtíð íslenskunnar í tæknivæddum heimi. Með ástríðu fyrir íslensku og skýra sýn á möguleikana sem gervigreind býður upp á, hefur Lilja lagt grunn að mikilvægu starfi sem mun hafa áhrif á smærri tungumál um allan heim. Afrek hennar í máltæknimálum eru dæmi um víðtækt alþjóðlegt samstarf sem miðar að því að tryggja framtíð íslenskunnar og efla þróun íslenskrar tækni. Íslenska í stafrænni framtíð Fyrirtækið Microsoft hefur þegar innleitt íslenska máltækni í þekktan hugbúnað svo sem Microsoft Word og Microsoft Copilot. Þar með stendur það íslenskum notendum til boða að vinna í þessum forritum á þeirra eigin móðurmáli, og fyrir sitt leyti hefur fyrirtækið sýnt áhuga á áframhaldandi samstarfi við íslensk stjórnvöld á þessu sviði. Reynslan af innleiðingu íslensku í framangreind forrit sem og jafnvel önnur getur svo nýst fyrirtækinu sem og samkeppnisaðilum við að gervigreindar-væða önnur minna töluð tungumál sem að einnig standa höllum fæti í heimi alheims-enskunnar.Lilja Alfreðsdóttir hefur einnig beint sjónum sínum að því að efla rannsóknir og nýsköpun í íslenskri máltækni. Hennar framtíðarsýn er skýr; íslenska á að eiga sinn stað í hinni stafrænu framtíð. Það er ekki svo langt síðan að uppi voru eintómar svartsýnis-raddir þegar rætt var um framtíð tungumálsins okkar í æ hnattrænni og stafrænum heimi. En framtíðin er björt. Þökk sé þeirri vinnu sem Lilja Alfreðsdóttir hefur ráðist í þá hefur íslensk tunga ekki staðið styrkari fótum í áratugi. Við erum núna að horfa upp á framtíð þar sem íslensk máltækni leiðir vegin fyrir önnur lítil tungumál inn í þennan spennandi framtíðarheim. Stefán Atli Rúnarsson er varaformaður Ungra Framsóknarmanna í Kraganum og Jóhann F K Arinbjarnarson er rithöfundur & varamaður í stjórn SUF.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun