Eldra fólk á betra skilið Sigurjón Þórðarson skrifar 8. nóvember 2024 07:31 Flokkur fólksins var stofnaður árið 2016, til að berjast gegn fátækt. Með réttlæti og sanngirni að leiðarljósi í málflutningi sínum, náði flokkurinn sínum fyrstu sætum á Alþingi árið 2017. Fyrsta frumvarp okkar á Alþingi var um afnám skerðinga á ellilífeyri vegna atvinnutekna eldri borgara - aðgerð sem við teljum óumdeilanlega vera spurningu um virðingu og réttlæti gagnvart eldra fólki. Engum ætti að dyljast að afnám þessara skerðinga mun ekki leiða til aukinna útgjalda fyrir ríkissjóð. Þvert á móti mun afnám slíkra skerðinga leiða til tekjuaukningar fyrir ríkissjóð, þar sem fjöldi eldra fólks sem nú sér enga hvata fyrir því að hefja vinnu, vegna grimmilegra tekjuskerðinga, myndi hugsanlega hefja vinnu og þannig afla tekna sem myndu skila ríkissjóði auknum skatttekjum. Í þau sjö ár sem Flokkur fólksins hefur átt sæti á þingi höfum við barist ótrauð fyrir hag aldraðra, öryrkja og þeirra sem minna mega sín. Við upphaf haustþings síðastliðins september lögðum við fram 73 þingmannamál - meira en nokkur annar flokkur - og af þeim sneru 16 að því að bæta hag eldra fólks. Meðal þeirra voru tillögur um að lífeyrir almannatrygginga og frítekjumörk skuli fylgja launavísitölu, til að stöðva þá óásættanlegu kjaragliðnun sem hefur átt sér stað á undanförnum áratugum. Við lögðum einnig fram frumvarp um hækkun frítekjumarks vegna lífeyristekna, þar sem núverandi frítekjumark er sögulega lágt og það er því mikið sanngirnismál að hækka það. Hækkun frítekjumarks lífeyristekna í 100.000 kr. yrði mikil réttarbót. Við höfum barist fyrir því að hjálpartæki, hvort sem það eru heyrnartæki, göngugrindur, hækjur eða önnur hjálpartæki, verði undanskilin virðisaukaskatti - því það er ólíðandi að fólk þurfi að greiða skatt af nauðsynlegum hjálpartækjum. Einnig höfum við lagt til að styrkir og uppbætur til hreyfihamlaðra vegna kaupa eða reksturs bifreiða verði hækkaðir og betur tryggðir í lögum um félagslega aðstoð. Frumvarp okkar um að þeir sem einungis hafa lífeyri almannatrygginga til framfærslu fái gjaldfrjálsa tannheilbrigðisþjónustu er mál sem snertir beint heilsu og velferð þeirra sem standa höllustum fæti. Og auðvitað má ekki gleyma okkar kjarnamáli: að hækka skattleysismörk og grunnframfærslu almannatrygginga í 450.000 krónur á mánuði. Við viljum aðstoða fátækt eldra fólk út úr þeirri rammgerðu fátæktargildru sem núverandi kerfi hefur smíðað í kringum þau. Árið 2021 náðum við stórum áfanga þegar þingsályktunartillaga okkar um stofnun embættis hagsmunafulltrúa eldra fólks var samþykkt með breiðri þverpólitískri samstöðu. Við bárum þá von í brjósti að rödd eldri borgara fengi loksins að heyrast á hæsta stigi. En vonbrigðin voru mikil þegar ríkisstjórnin kaus að hunsa þennan skýra vilja löggjafans og lét hjá líða að stofna embættið. Þetta voru ekki aðeins vonbrigði fyrir okkur, heldur fyrir alla þá eldri borgara sem þurfa á stuðningi að halda og hafa upplifað það að kerfið skelli skollaeyrum við hjálparköllum þeirra. Við í Flokki fólksins munum aldrei hætta baráttunni gegn fátækt og fyrir auknum jöfnuði í samfélaginu. Við stöndum með eldra fólki og þeim sem hafa verið látnir sitja á hakanum. Það ætti ekki að vefjast fyrir neinum að Flokkur fólksins hefur kjarkinn, eldmóðinn og staðfestuna til að knýja fram jákvæðar breytingar fyrir samfélagið okkar. Saman getum við skapað réttlátara og betra Ísland fyrir alla. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Eldri borgarar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins var stofnaður árið 2016, til að berjast gegn fátækt. Með réttlæti og sanngirni að leiðarljósi í málflutningi sínum, náði flokkurinn sínum fyrstu sætum á Alþingi árið 2017. Fyrsta frumvarp okkar á Alþingi var um afnám skerðinga á ellilífeyri vegna atvinnutekna eldri borgara - aðgerð sem við teljum óumdeilanlega vera spurningu um virðingu og réttlæti gagnvart eldra fólki. Engum ætti að dyljast að afnám þessara skerðinga mun ekki leiða til aukinna útgjalda fyrir ríkissjóð. Þvert á móti mun afnám slíkra skerðinga leiða til tekjuaukningar fyrir ríkissjóð, þar sem fjöldi eldra fólks sem nú sér enga hvata fyrir því að hefja vinnu, vegna grimmilegra tekjuskerðinga, myndi hugsanlega hefja vinnu og þannig afla tekna sem myndu skila ríkissjóði auknum skatttekjum. Í þau sjö ár sem Flokkur fólksins hefur átt sæti á þingi höfum við barist ótrauð fyrir hag aldraðra, öryrkja og þeirra sem minna mega sín. Við upphaf haustþings síðastliðins september lögðum við fram 73 þingmannamál - meira en nokkur annar flokkur - og af þeim sneru 16 að því að bæta hag eldra fólks. Meðal þeirra voru tillögur um að lífeyrir almannatrygginga og frítekjumörk skuli fylgja launavísitölu, til að stöðva þá óásættanlegu kjaragliðnun sem hefur átt sér stað á undanförnum áratugum. Við lögðum einnig fram frumvarp um hækkun frítekjumarks vegna lífeyristekna, þar sem núverandi frítekjumark er sögulega lágt og það er því mikið sanngirnismál að hækka það. Hækkun frítekjumarks lífeyristekna í 100.000 kr. yrði mikil réttarbót. Við höfum barist fyrir því að hjálpartæki, hvort sem það eru heyrnartæki, göngugrindur, hækjur eða önnur hjálpartæki, verði undanskilin virðisaukaskatti - því það er ólíðandi að fólk þurfi að greiða skatt af nauðsynlegum hjálpartækjum. Einnig höfum við lagt til að styrkir og uppbætur til hreyfihamlaðra vegna kaupa eða reksturs bifreiða verði hækkaðir og betur tryggðir í lögum um félagslega aðstoð. Frumvarp okkar um að þeir sem einungis hafa lífeyri almannatrygginga til framfærslu fái gjaldfrjálsa tannheilbrigðisþjónustu er mál sem snertir beint heilsu og velferð þeirra sem standa höllustum fæti. Og auðvitað má ekki gleyma okkar kjarnamáli: að hækka skattleysismörk og grunnframfærslu almannatrygginga í 450.000 krónur á mánuði. Við viljum aðstoða fátækt eldra fólk út úr þeirri rammgerðu fátæktargildru sem núverandi kerfi hefur smíðað í kringum þau. Árið 2021 náðum við stórum áfanga þegar þingsályktunartillaga okkar um stofnun embættis hagsmunafulltrúa eldra fólks var samþykkt með breiðri þverpólitískri samstöðu. Við bárum þá von í brjósti að rödd eldri borgara fengi loksins að heyrast á hæsta stigi. En vonbrigðin voru mikil þegar ríkisstjórnin kaus að hunsa þennan skýra vilja löggjafans og lét hjá líða að stofna embættið. Þetta voru ekki aðeins vonbrigði fyrir okkur, heldur fyrir alla þá eldri borgara sem þurfa á stuðningi að halda og hafa upplifað það að kerfið skelli skollaeyrum við hjálparköllum þeirra. Við í Flokki fólksins munum aldrei hætta baráttunni gegn fátækt og fyrir auknum jöfnuði í samfélaginu. Við stöndum með eldra fólki og þeim sem hafa verið látnir sitja á hakanum. Það ætti ekki að vefjast fyrir neinum að Flokkur fólksins hefur kjarkinn, eldmóðinn og staðfestuna til að knýja fram jákvæðar breytingar fyrir samfélagið okkar. Saman getum við skapað réttlátara og betra Ísland fyrir alla. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun