Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Jón Þór Stefánsson skrifar 7. nóvember 2024 17:22 Joe Biden ávarpaði Bandaríkjamenn að forsetakosningum loknum. EPA „Í rúm tvö hundruð ár hafa Bandaríkin staðið í mikilfenglegustu stjálfstjórnartilraun í alheimssögunni. Það er ekki ýkja það er staðreynd. Þar kýs fólk og velur sér sína eigin leiðtoga á friðsamlegan hátt. Í lýðræði nær vilji fólksins alltaf fram,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann ávarpaði þjóð sína í dag. Þar tilkynnti Biden að hann væri búinn að ræða við Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, og Kamölu Harris varaforseta sem laut í lægra haldi í forsetakosningunum vestanhafs. „Í gær ræddi ég við Trump og óskaði honum til hamingju með kosningasigurinn. Ég sagðist ætla að ábyrgjast það að mín ríkisstjórn myndi vinna með hans teymi til að til að tryggja friðsamleg og örugg valdaskipti. Það er það sem ameríska þjóðin á skilið,“ sagði Biden. Hann hrósaði Kamölu Harris einnig hástert og sagði að hún og hennar teymi gætu verið stolt af kosningabaráttu hennar sem hafi leitt í ljós dug hennar og karakter. „Baráttan um sál Ameríku hefur frá stofnun birst sem óendanleg rökræða, og hún er það enn í dag. Ég veit að í hugum sumra gengur nú í garð tími sigra, en aðrir líta á þetta sem tap. Kosningabarátta sem þessi er keppni um mismunandi sýn þar sem fólk þarf að gera upp á milli tveggja valkosta. Við virðum niðurstöðu þjóðarinnar. Ég hef oft sagt að maður getur ekki bara elskað landið sitt þegar maður sigrar. Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála.“ Biden hélt því jafnframt fram að kosningar í Bandaríkjunum væru sanngjarnar og gagnsæjar. Fólk mætti treysta því. Hann bað jafnframt fólk að gleyma ekki árangri síðustu fjögurra ára. „Þetta hefur verið söguleg forsetatíð, ekki vegna þess að ég var forseti heldur vegna þess sem við gerðum, og þið gerðuð.“ Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira
Þar tilkynnti Biden að hann væri búinn að ræða við Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, og Kamölu Harris varaforseta sem laut í lægra haldi í forsetakosningunum vestanhafs. „Í gær ræddi ég við Trump og óskaði honum til hamingju með kosningasigurinn. Ég sagðist ætla að ábyrgjast það að mín ríkisstjórn myndi vinna með hans teymi til að til að tryggja friðsamleg og örugg valdaskipti. Það er það sem ameríska þjóðin á skilið,“ sagði Biden. Hann hrósaði Kamölu Harris einnig hástert og sagði að hún og hennar teymi gætu verið stolt af kosningabaráttu hennar sem hafi leitt í ljós dug hennar og karakter. „Baráttan um sál Ameríku hefur frá stofnun birst sem óendanleg rökræða, og hún er það enn í dag. Ég veit að í hugum sumra gengur nú í garð tími sigra, en aðrir líta á þetta sem tap. Kosningabarátta sem þessi er keppni um mismunandi sýn þar sem fólk þarf að gera upp á milli tveggja valkosta. Við virðum niðurstöðu þjóðarinnar. Ég hef oft sagt að maður getur ekki bara elskað landið sitt þegar maður sigrar. Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála.“ Biden hélt því jafnframt fram að kosningar í Bandaríkjunum væru sanngjarnar og gagnsæjar. Fólk mætti treysta því. Hann bað jafnframt fólk að gleyma ekki árangri síðustu fjögurra ára. „Þetta hefur verið söguleg forsetatíð, ekki vegna þess að ég var forseti heldur vegna þess sem við gerðum, og þið gerðuð.“
Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira