Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Aron Guðmundsson skrifar 7. nóvember 2024 15:01 Lewis Hamilton hefur verið afar sigursæll í Formúlu 1 Vísir/Getty Sjöfaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1, Bretinn Lewis Hamilton, mun klára tímabilið með Mercedes. Þetta staðfestir liðið eftir að hávær orðrómur fór á kreik um að leiðir myndu skilja fyrir lok tímabilsins. Hamilton, sem er einn sigursælasti ökuþór Formúlu 1 mótaraðarinnar og hefur notið mikillar velgengni hjá Mercedes, gengur til liðs við Ferrari eftir yfirstandandi tímabil. Hins vegar hafði frammistaða hans íá heppnishelgi í Brasilíu um síðastliðna helgi komið af stað orðrómi þess efnis að hann myndi yfirgefa liðið fyrir lok tímabilsins nú þegar að þrjár keppnishelgar eru eftir. Slök frammistaða í Brasilíu sem og samskipti Hamilton við lið sitt eftir keppni á sunnudeginum urðu til þess að slíkur orðrómur fór á kreik. Hamilton lauk keppni í tíunda sæti í kappakstri sunnudagsins en daginn áður hafði hann lokið leik í ellefta sæti í sprettkeppninni. Hann var niðurlútur, Hamilton, að lokinni keppnishelginni. „Þetta var hörmuleg keppnishelgi,“ sagði Hamilton í gegnum samskiptarás Mercedes liðsins eftir kappaksturinn í Brasilíu. „Bíllinn hefur aldre verið verri. Takk samt sem áður fyrir ykkar framlag. Við reyndum og þið gerðuð ykkar besta á þjónustusvæðinu. Ef þetta er í síðasta sinn sem ég fæ að láta reyna á þetta þá er synd að þetta endi svona. Þetta var ekki frábært en ég er þakklátur fyrir ykkur.“ Þá lét Hamilton hafa það eftir sér í samtali við Sky Sports í kjölfarið að í stað þess að taka þátt í síðustu þremur keppnishelgum tímabilsins þá myndi hann glaður fara og taka sér frí. Hins vegar hefur það nú verið staðfest af nokkrum veitum að Mercedes hafi staðfest að Hamilton sé ekki á förum fyrir lok tímabilsins. Hann verði einn af ökumönnum liðsins á keppnishelgunum í Las Vegas, Katar og Abu Dhabi. Akstursíþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Hamilton, sem er einn sigursælasti ökuþór Formúlu 1 mótaraðarinnar og hefur notið mikillar velgengni hjá Mercedes, gengur til liðs við Ferrari eftir yfirstandandi tímabil. Hins vegar hafði frammistaða hans íá heppnishelgi í Brasilíu um síðastliðna helgi komið af stað orðrómi þess efnis að hann myndi yfirgefa liðið fyrir lok tímabilsins nú þegar að þrjár keppnishelgar eru eftir. Slök frammistaða í Brasilíu sem og samskipti Hamilton við lið sitt eftir keppni á sunnudeginum urðu til þess að slíkur orðrómur fór á kreik. Hamilton lauk keppni í tíunda sæti í kappakstri sunnudagsins en daginn áður hafði hann lokið leik í ellefta sæti í sprettkeppninni. Hann var niðurlútur, Hamilton, að lokinni keppnishelginni. „Þetta var hörmuleg keppnishelgi,“ sagði Hamilton í gegnum samskiptarás Mercedes liðsins eftir kappaksturinn í Brasilíu. „Bíllinn hefur aldre verið verri. Takk samt sem áður fyrir ykkar framlag. Við reyndum og þið gerðuð ykkar besta á þjónustusvæðinu. Ef þetta er í síðasta sinn sem ég fæ að láta reyna á þetta þá er synd að þetta endi svona. Þetta var ekki frábært en ég er þakklátur fyrir ykkur.“ Þá lét Hamilton hafa það eftir sér í samtali við Sky Sports í kjölfarið að í stað þess að taka þátt í síðustu þremur keppnishelgum tímabilsins þá myndi hann glaður fara og taka sér frí. Hins vegar hefur það nú verið staðfest af nokkrum veitum að Mercedes hafi staðfest að Hamilton sé ekki á förum fyrir lok tímabilsins. Hann verði einn af ökumönnum liðsins á keppnishelgunum í Las Vegas, Katar og Abu Dhabi.
Akstursíþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira