Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. nóvember 2024 12:16 Inga, Kristrún og Sigurður Ingi voru gestir Elínar Margrétar. Vísir/Anton Brink Þótt athyglin hafi að miklu leyti beinst að stjórnmálunum vestanhafs undanfarna daga er nóg framundan í pólitíkinni hér heima einnig. Í kosningapallborði fréttastofunnar í dag mæta formenn Flokks fólksins, Samfylkingarinnar og Framsóknar til leiks og ræða kosningarnar framundan. Á mánudaginn var mættu fulltrúar Pírata, VG og Sósíalista í pallborðið og í síðustu viku var sjónum beint til hægri með formönnum Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins, Lýðræðisflokksins og Viðreisnar. Í dag er hins vegar komið að formönnum síðustu þriggja flokkanna sem bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum. Þetta eru Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og Inga Sæland formaður Flokks fólksins sem mæta í settið til Elínar Margrétar Böðvarsdóttur fréttamanns. Sigurður Ingi hefur gefið eftir oddvita sæti sitt í Suðurkjördæmi til nýliðans Höllu Hrundar Logadóttur. Sjálfur hefur hann verið fjármálaráðherra síðan Katrín Jakobsdóttir sagði skilið við stjórnmálin í vor en var þar áður innviðaráðherra. Kristrún hefur gagnrýnt stefnu ríkistjórnarinnar í báðum málaflokkum töluvert, en fylgi Samfylkingarinnar hefur verið að dragast örlítið saman í skoðanakönnunum að undanförnu þótt flokkurinn mælist enn með mest fylgi. Inga Sæland teflir fram nýjum oddvitum í tveimur kjördæmum fyrir Flokk fólksins, meðal annars úr röðum verkalýðshreyfingarinnar, á meðan sitjandi þingmaður flokksins hefur söðlað um og býður fram fyrir Miðflokkinn. Á sama tíma sækir flokkurinn aukinn liðsstyrk í fyrrverandi þingmanni VG sem nú skipar sæti ofarlega á lista flokksins. Það verður af nógu að taka og von á líflegum umræðum. Kosningapallborðið verður í beinni útsendingu á Vísi og í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi og hefst klukkan 14:00. Spilari verður aðgengilegur hér að ofan. Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira
Á mánudaginn var mættu fulltrúar Pírata, VG og Sósíalista í pallborðið og í síðustu viku var sjónum beint til hægri með formönnum Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins, Lýðræðisflokksins og Viðreisnar. Í dag er hins vegar komið að formönnum síðustu þriggja flokkanna sem bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum. Þetta eru Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og Inga Sæland formaður Flokks fólksins sem mæta í settið til Elínar Margrétar Böðvarsdóttur fréttamanns. Sigurður Ingi hefur gefið eftir oddvita sæti sitt í Suðurkjördæmi til nýliðans Höllu Hrundar Logadóttur. Sjálfur hefur hann verið fjármálaráðherra síðan Katrín Jakobsdóttir sagði skilið við stjórnmálin í vor en var þar áður innviðaráðherra. Kristrún hefur gagnrýnt stefnu ríkistjórnarinnar í báðum málaflokkum töluvert, en fylgi Samfylkingarinnar hefur verið að dragast örlítið saman í skoðanakönnunum að undanförnu þótt flokkurinn mælist enn með mest fylgi. Inga Sæland teflir fram nýjum oddvitum í tveimur kjördæmum fyrir Flokk fólksins, meðal annars úr röðum verkalýðshreyfingarinnar, á meðan sitjandi þingmaður flokksins hefur söðlað um og býður fram fyrir Miðflokkinn. Á sama tíma sækir flokkurinn aukinn liðsstyrk í fyrrverandi þingmanni VG sem nú skipar sæti ofarlega á lista flokksins. Það verður af nógu að taka og von á líflegum umræðum. Kosningapallborðið verður í beinni útsendingu á Vísi og í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi og hefst klukkan 14:00. Spilari verður aðgengilegur hér að ofan.
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira