Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar 6. nóvember 2024 09:31 Ég hef stundum haft á orði þegar ég er þakklátur fyrir það stórfenglega samfélag sem ég fer fyrir hér í Bolungarvík að ég standi á herðum þúsund ára vinnusemi fólksins sem kom á undan mér. Í þúsund ár hefur fólkið sem byggði Vestfirði unnið hörðum höndum að því að skapa verðmæti úr náttúrunni, fórnað lífi sínu og heilsu til að skapa sjálfu sér og börnum sýnum betra líf. Fyrir þetta er ég ævinlega þakklátur. Ég veit fyrir víst að aðrir Íslendingar eru það líka. Því sú vinnusemi sem kom okkur hingað, var ekki bara fyrir okkur og afkomendur okkar. Heldur líka Ísland. Því þau verðmæti sem við höfum skapað og erum enn að skapa gagnast öllum. Verðmæti sem dreifast um allt samfélagið og nýtast til að greiða fyrir flutningum til og frá landinu, borga fyrir stjórnsýsluna, hjálpa til við að halda úti heilbrigðiskerfinu og svo mætti áfram telja. Það nefnilega þannig að þótt fólk sjái aldrei fiskinn koma að landi, laxinn aldrei synda í kvínni eða ferðamanninn standa og horfa á fossinn, þá enda samt verðmætin sem þau skapa í vasanum hjá öllum. Undanfarin ár hafa Vestfirðir sótt í sig veðrið. Fólki hefur fjölgað og umsvif atvinnulífs hafa aukist og á næstu árum geta Vestfirðir skilað hundruðum milljarða í sameiginlega sjóði landsmanna. Það sem kemur í veg fyrir að slíkt verði að veruleika er skortur á innviðum. Eðlilegir innviðir sem felast í að tryggja Vestfjörðum bættar samgöngur. Vegasamgöngur á Vestfjörðum eru áratugum á eftir því sem eðlilegt getur talist og enn þann dag í dag eru verðmæti fyrir hundruð milljarða fluttir landleiðina suður á malarvegum og um ótal fjallvegi. Nýlegar vegaframkvæmdir, þótt góðar séu, duga skammt til að bæta upp þessa innviðaskuld. Hugmyndir Innviðafélags Vestfjarða Vestfjarðalínu og gerð sérstaks samgöngusáttmála fyrir Vestfirði, er ætlað að jafna þessa innviðaskekkju. Með samvinnu ríkis, og sveitarfélaga. Með sölu ríkiseigna á Vestfjörðum og eyrnamerktum skatttekjum er hægt að flýta innviðaframkvæmdum á Vestfjörðum um áratugi. Með Vestfjarðalínu Innviðafélagsins er því hægt að keyra áfram framkvæmdir við ný jarðgöng, nýja vegi og bættar samgöngur sem ýta undir verðmætasköpun á Vestfjörðum öllum til heilla. Því það er þannig að þegar Vestfjörðum gengur vel, þá gengur Íslandi vel. Höfundur er bæjarstjóri í Bolungarvík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolungarvík Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samgöngur Fiskeldi Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef stundum haft á orði þegar ég er þakklátur fyrir það stórfenglega samfélag sem ég fer fyrir hér í Bolungarvík að ég standi á herðum þúsund ára vinnusemi fólksins sem kom á undan mér. Í þúsund ár hefur fólkið sem byggði Vestfirði unnið hörðum höndum að því að skapa verðmæti úr náttúrunni, fórnað lífi sínu og heilsu til að skapa sjálfu sér og börnum sýnum betra líf. Fyrir þetta er ég ævinlega þakklátur. Ég veit fyrir víst að aðrir Íslendingar eru það líka. Því sú vinnusemi sem kom okkur hingað, var ekki bara fyrir okkur og afkomendur okkar. Heldur líka Ísland. Því þau verðmæti sem við höfum skapað og erum enn að skapa gagnast öllum. Verðmæti sem dreifast um allt samfélagið og nýtast til að greiða fyrir flutningum til og frá landinu, borga fyrir stjórnsýsluna, hjálpa til við að halda úti heilbrigðiskerfinu og svo mætti áfram telja. Það nefnilega þannig að þótt fólk sjái aldrei fiskinn koma að landi, laxinn aldrei synda í kvínni eða ferðamanninn standa og horfa á fossinn, þá enda samt verðmætin sem þau skapa í vasanum hjá öllum. Undanfarin ár hafa Vestfirðir sótt í sig veðrið. Fólki hefur fjölgað og umsvif atvinnulífs hafa aukist og á næstu árum geta Vestfirðir skilað hundruðum milljarða í sameiginlega sjóði landsmanna. Það sem kemur í veg fyrir að slíkt verði að veruleika er skortur á innviðum. Eðlilegir innviðir sem felast í að tryggja Vestfjörðum bættar samgöngur. Vegasamgöngur á Vestfjörðum eru áratugum á eftir því sem eðlilegt getur talist og enn þann dag í dag eru verðmæti fyrir hundruð milljarða fluttir landleiðina suður á malarvegum og um ótal fjallvegi. Nýlegar vegaframkvæmdir, þótt góðar séu, duga skammt til að bæta upp þessa innviðaskuld. Hugmyndir Innviðafélags Vestfjarða Vestfjarðalínu og gerð sérstaks samgöngusáttmála fyrir Vestfirði, er ætlað að jafna þessa innviðaskekkju. Með samvinnu ríkis, og sveitarfélaga. Með sölu ríkiseigna á Vestfjörðum og eyrnamerktum skatttekjum er hægt að flýta innviðaframkvæmdum á Vestfjörðum um áratugi. Með Vestfjarðalínu Innviðafélagsins er því hægt að keyra áfram framkvæmdir við ný jarðgöng, nýja vegi og bættar samgöngur sem ýta undir verðmætasköpun á Vestfjörðum öllum til heilla. Því það er þannig að þegar Vestfjörðum gengur vel, þá gengur Íslandi vel. Höfundur er bæjarstjóri í Bolungarvík.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun