Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Jón Þór Stefánsson skrifar 1. nóvember 2024 14:09 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Steinþórs, segir niðurstöðu Landsréttar lögfræðilega rétta. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Steinþórs Einarssonar sem var í gær sýknaður af ákæru um manndráp, segir niðurstöðuna fela í sér mikinn létti fyrir umbjóðanda sinn sem hafi þurft að sitja undir þungum sökum. Steinþór hlaut átta ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að svipta Tómas Waagfjörð lífi með því að stinga hann tvisvar sinnum í síðuna með hnífi, með þeim afleiðingum að ytri mjaðmarslagæð fór í sundur og olli umfangsmiklu blóðtapi sem leiddi til dauða Tómasar. Landsréttur sneri þeim dómi við í gær og komst að þeirri niðurstöðu að Steinþór hefði beitt neyðarvörn þar sem hinn látni hefði ráðist á hann með hnífi. Að mati dómsins var árás Steinþórs „augsýnilega hættulegri“ en þrátt fyrir það var talið að hann hafi verið „svo skelfdur eða forviða“ að neyðarvörnin var talin heimil. Vakti furðu hjá honum að krefjast þyngri dóms „Þessi niðurstaða er að sjálfsögðu léttir fyrir umbjóðanda minn. Hann hefur auðvitað þurft að sitja undir þessum dómi Héraðsdóms, sem er í fyrsta lagi rangur hvað varðar sakfellingu, og ekki síður var lengd refsingarinnar sem honum var gerð langt úr öllu hófi,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að ákæruvaldið hafi í héraði lagt til að farið yrði undir lágmark refsingar fyrir manndráp, sem er fimm ára fangelsisdómur. Og jafnvel gera Steinþóri ekki sérstaka refsingu fyrir umrætt brot. „En héraðsdómur tekur þá skringilegu ákvörðun að fara langt fram úr refsikröfu ákæruvaldsins. Svo vekur það enn meiri furðu að þegar málinu er áfrýjað til Landsréttar að þá gerir ákæruvaldið kröfu um refsiþingingu þrátt fyrir þessa fyrri afstöðu ákæruvaldsins í héraði,“ segir Vilhjálmur. „Það sem er ánægjulegt í er að Landsréttur hafi sýknað umbjóðanda minn af öllum kröfum ákæruvaldsins í þessu máli sem er auðvitað hin eina rétta lögfræðilega niðurstaða í málinu með hliðjón af atvikum öllum.“ Steinþór að berjast fyrir lífi sínu Samt sem áður segir Vilhjálmur að niðurstaða Landsréttar sé áhugaverð í ljósi þess að í íslenskri réttarsögu hefur ekki oft verið fallist á neyðarvörn þegar ákært er fyrir manndráp. „En þessar heimildir eru í lögum og þeim ber að beita þegar aðstæður eru með þessum hætti. Í þessu tilfelli stendur umbjóðandi minn frami fyrir því að hann verður fyrir ólögmætri árás, ofsafenginni. Að mínu mati er augljóst að var ekkert annað en tilraun til manndráps. Ég tel að ef að hinn látni hefði lifað af hefði hann verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Eðli málsins samkvæmt var umbjóðandi minn þarna að berjast fyrir lífi sínu,“ segir Vilhjálmur. „Eins og segir í niðurstöðu Landsréttar þá er erfitt að hugsa að öllu leyti rökrétt í þessum aðstæðum. Hann gerði það sem gera þurfti til að komast af, þó að auðvitað að það sé hörmulegt að það hafi leitt til andláts manns þá má aldrei gleyma því hvað var upphafið af þessum harmleik.“ Var vongóður um að réttlætið myndi sigra Vilhjálmur var ekki lögmaður Steinþórs í héraði en hann tók við því í Landsrétti. Hann segir að honum hafi fundist augljóst frá fyrstu stundu þegar hann las niðurstöðu héraðsdóms að sá dómur væri rangur. Hann segist því hafa verið vongóður um að niðurstöðunni yrði breytt. „Ég ber traust til dómskerfisins á Íslandi. Við erum auðvitað með áfrýjunardómstól eins og Landsrétt og síðan Hæstarétt til þess að leiðrétta rangar niðurstöður dómstóls á lægra dómstigi. Þannig ég hafði alltaf fulla trú á því að réttlætið myndi sigra að lokum, sem það gerði,“ segir Vilhjálmur, sem bendir þó að ákæruvaldið hafi fjórar vikur til að áfrýja til Hæstaréttar. Ákveði Ríkissaksóknari að leitast eftir áfrýjun telur Vilhjálmur það frekar ólíklegt en líklegt að dómstóllinn taki málið fyrir. „Það eru auðvitað færri mál en fleiri sem hljóta náð fyrir augum Hæstaréttar. Og ég tala nú ekki um í þessu tilfelli þar sem dómur Landsréttar er lögfræðilega réttur, og vel rökstuddur. Síðast en ekki síst þá endurskoðar Hæstiréttur ekki niðurstöðu Landsréttar sem eru byggðar á munnlegri sönnunarfærslu fyrir dómi, og það á við í þessu tilfelli.“ Ef þetta hafi ekki verið neyðarvörn sé ekkert neyðarvörn Að því sögðu segir Vilhjálmur að sér þætti eðlilegt að ákæruvaldið myndi una niðurstöðunni. Að hans mati er umrætt mál gríðarlega skýrt dæmi um það þegar neyðarvörn sé beitt. „Við hljótum að gera þá kröfu til íslenska löggjafar og dómstóla að þeir fallist á það að fólk megi verja hendur sínar við þessar aðstæður. Ég segi það fullum fetum: Ef þessi ákvæði um neyðarvörn eiga ekki við í þessu tilfelli þá eiga þau aldrei við. Þá getum við alveg eins sleppt því að hafa þau í lögum.“ Dómsmál Manndráp á Ólafsfirði Fjallabyggð Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Steinþór hlaut átta ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að svipta Tómas Waagfjörð lífi með því að stinga hann tvisvar sinnum í síðuna með hnífi, með þeim afleiðingum að ytri mjaðmarslagæð fór í sundur og olli umfangsmiklu blóðtapi sem leiddi til dauða Tómasar. Landsréttur sneri þeim dómi við í gær og komst að þeirri niðurstöðu að Steinþór hefði beitt neyðarvörn þar sem hinn látni hefði ráðist á hann með hnífi. Að mati dómsins var árás Steinþórs „augsýnilega hættulegri“ en þrátt fyrir það var talið að hann hafi verið „svo skelfdur eða forviða“ að neyðarvörnin var talin heimil. Vakti furðu hjá honum að krefjast þyngri dóms „Þessi niðurstaða er að sjálfsögðu léttir fyrir umbjóðanda minn. Hann hefur auðvitað þurft að sitja undir þessum dómi Héraðsdóms, sem er í fyrsta lagi rangur hvað varðar sakfellingu, og ekki síður var lengd refsingarinnar sem honum var gerð langt úr öllu hófi,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að ákæruvaldið hafi í héraði lagt til að farið yrði undir lágmark refsingar fyrir manndráp, sem er fimm ára fangelsisdómur. Og jafnvel gera Steinþóri ekki sérstaka refsingu fyrir umrætt brot. „En héraðsdómur tekur þá skringilegu ákvörðun að fara langt fram úr refsikröfu ákæruvaldsins. Svo vekur það enn meiri furðu að þegar málinu er áfrýjað til Landsréttar að þá gerir ákæruvaldið kröfu um refsiþingingu þrátt fyrir þessa fyrri afstöðu ákæruvaldsins í héraði,“ segir Vilhjálmur. „Það sem er ánægjulegt í er að Landsréttur hafi sýknað umbjóðanda minn af öllum kröfum ákæruvaldsins í þessu máli sem er auðvitað hin eina rétta lögfræðilega niðurstaða í málinu með hliðjón af atvikum öllum.“ Steinþór að berjast fyrir lífi sínu Samt sem áður segir Vilhjálmur að niðurstaða Landsréttar sé áhugaverð í ljósi þess að í íslenskri réttarsögu hefur ekki oft verið fallist á neyðarvörn þegar ákært er fyrir manndráp. „En þessar heimildir eru í lögum og þeim ber að beita þegar aðstæður eru með þessum hætti. Í þessu tilfelli stendur umbjóðandi minn frami fyrir því að hann verður fyrir ólögmætri árás, ofsafenginni. Að mínu mati er augljóst að var ekkert annað en tilraun til manndráps. Ég tel að ef að hinn látni hefði lifað af hefði hann verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Eðli málsins samkvæmt var umbjóðandi minn þarna að berjast fyrir lífi sínu,“ segir Vilhjálmur. „Eins og segir í niðurstöðu Landsréttar þá er erfitt að hugsa að öllu leyti rökrétt í þessum aðstæðum. Hann gerði það sem gera þurfti til að komast af, þó að auðvitað að það sé hörmulegt að það hafi leitt til andláts manns þá má aldrei gleyma því hvað var upphafið af þessum harmleik.“ Var vongóður um að réttlætið myndi sigra Vilhjálmur var ekki lögmaður Steinþórs í héraði en hann tók við því í Landsrétti. Hann segir að honum hafi fundist augljóst frá fyrstu stundu þegar hann las niðurstöðu héraðsdóms að sá dómur væri rangur. Hann segist því hafa verið vongóður um að niðurstöðunni yrði breytt. „Ég ber traust til dómskerfisins á Íslandi. Við erum auðvitað með áfrýjunardómstól eins og Landsrétt og síðan Hæstarétt til þess að leiðrétta rangar niðurstöður dómstóls á lægra dómstigi. Þannig ég hafði alltaf fulla trú á því að réttlætið myndi sigra að lokum, sem það gerði,“ segir Vilhjálmur, sem bendir þó að ákæruvaldið hafi fjórar vikur til að áfrýja til Hæstaréttar. Ákveði Ríkissaksóknari að leitast eftir áfrýjun telur Vilhjálmur það frekar ólíklegt en líklegt að dómstóllinn taki málið fyrir. „Það eru auðvitað færri mál en fleiri sem hljóta náð fyrir augum Hæstaréttar. Og ég tala nú ekki um í þessu tilfelli þar sem dómur Landsréttar er lögfræðilega réttur, og vel rökstuddur. Síðast en ekki síst þá endurskoðar Hæstiréttur ekki niðurstöðu Landsréttar sem eru byggðar á munnlegri sönnunarfærslu fyrir dómi, og það á við í þessu tilfelli.“ Ef þetta hafi ekki verið neyðarvörn sé ekkert neyðarvörn Að því sögðu segir Vilhjálmur að sér þætti eðlilegt að ákæruvaldið myndi una niðurstöðunni. Að hans mati er umrætt mál gríðarlega skýrt dæmi um það þegar neyðarvörn sé beitt. „Við hljótum að gera þá kröfu til íslenska löggjafar og dómstóla að þeir fallist á það að fólk megi verja hendur sínar við þessar aðstæður. Ég segi það fullum fetum: Ef þessi ákvæði um neyðarvörn eiga ekki við í þessu tilfelli þá eiga þau aldrei við. Þá getum við alveg eins sleppt því að hafa þau í lögum.“
Dómsmál Manndráp á Ólafsfirði Fjallabyggð Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira