COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2024 09:20 Call of Duty: Black Ops 6, eða Skyldan kallar: Myrkraverk 6, er að mínu viti meðal betri COD-leikja sem ég hef spilað um árabil. Einspilunin er sérstaklega skemmtilegt að þessu sinni en ég hef lengi verið mikill aðdáandi þeirra hluta þessara leikja. Fjölspilunin er einnig góð, þó borðin séu eiginlega öll leiðinlega smá og einhvern veginn pirrandi en það venst vonandi, eða skánar. Í það minnsta fáum við vonandi að sjá stærri borð í fjölspiluninni. Leikurinn er gerður af starfsmönnum Treyarch og Raven sem hafa mikla reynslu af gerð COD-leikja og það sést. Vel gert krakkar! Mín eigin hasar/njósnaramynd COD-leikir hafa ávallt verið góð leið til að upplifa hasarhetju drauma manns í góðu yfirlæti. Maður fær að vaða um eigin hasar/njósnaramynd og salla drullusokka niður í massavís. Black Ops-leikirnir hafa lengi verið sérstaklega góðir þegar kemur að þessu. BO6 er eiginlega beint framhald BO Cold War en guð einn veit hvernig tímalína þessara leikja lítur í rauninni út. Að þessu sinni setja spilarar sig í spor CIA-útsendara, árið 1991, sem þarf að taka á honum stóra sínum og koma upp um stærðarinnar samsæri í nýjum heimi eftir endalok kalda stríðsins. Í leiðinni þarf að sprengja fullt af sjitti í loft upp og skjóta dusilmenni í massavís. Suma þarf reyndar að berja, svo eru nokkrir sem eru stungnir. Þarna má líka sjá mörg gömul andlit sem fólk ætti að kannast við úr fyrri Black Ops leikjunum. Einn besti hluti einspilunarinnar gerist þó á milli verkefna, þegar aðalhetjan og félagar hans eru í leynilegum bækistöðvum þeirra í Rúmeníu, eða mögulega Búlgaríu. Þessar bækistöðvar eru gamalt stórbýli sem var í eigu KGB og geta spilarar leyst úr ýmsum leyndardómum þar. Ég hef varið merkilega miklum tíma í að flakka um húsið með útfjólublátt vasaljós í leit að vísbendingum við þrautum sem ég vissi ekki af. Þegar ég skrifa þetta átta ég mig á því að þetta lítur ef til vill ekki út fyrir að vera mega skemmtilegt en ég skemmti mér allavega vel á milli borða og í borðunum sjálfum auðvitað. Í húsinu er einnig hægt að gera uppbætur á húsinu og borga fyrir þær með peningum sem maður fær fyrir að skoða sig um og leysa gátur í öðrum borðum leiksins. Þessar uppbætur gera aðalhetjuna svo betri fyrir vikið og auðvelda spilunina. Ég upplifi ofurhetjudrauma í einspiluninni. Aðra sögu er að segja af fjölspiluninni. Skopparaboltar á ofurspítti Þegar kemur að fjölspilun BO6 finnst mér eins og ég sé einn af gaurunum í gulu göllunum í gömlu Bond-myndunum. Ég er þarna til að vera drepinn. Oft og yfirleitt án þess að hafa hugmynd um hvernig það gerðist. Ég er aðeins að ýkja vandræði mín en mér hefur þó gengið illa að venjast stærstu breytingunni milli leikja, sem á ensku kallast „omnimovement“. Guð einn veit hvað hægt er að kalla þetta á íslensku. Í stuttu máli sagt er það nú svo í fjölspilun að hægt að spretta í allar áttir, sama hvert maður er að horfa. Það sama á við að renna sér og skutla sér. Á köflum hefur mér fundist eins og ég sé að berjast við mennska skopparabolta á einhverju ofurspítti. Ég þarf mögulega að venjast þessu aðeins betur en þeir sem læra þetta vel hafa töluverða yfirburði á aðra spilara, svo það mun borga sig að æfa sig. Uppvakningar Black Ops leikirnir eru þekktir fyrir að tefla fram uppvakningum og það mikið af þeim, þó sá hluti hafi einnig verið í öðrum COD-leikjum, eins og í Modern Warfare 3. Þar féllu uppvakningarnir ekki í kramið og hefur nú verið tekið skref aftur á bak. Tilraunastarfsemi síðustu uppvakningakafla hefur verið felld úr gildi, að mestu. Opni heimurinn er horfinn og nú eru spilarar aftur að verjast bylgjum uppvakinga, safna peningum og nota þá til að kaupa betri vopn og aðrar græjur. Þetta er allt voða beisik en ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei verið mikill aðdáandi uppvakningakafla Call of Duty og hef ekkert varið miklum tíma í að spila það. Samantekt-ish Það er ekki oft sem Call of Duty-leikir klikka og það gera þeir svo sannarlega ekki hér. Black Ops 6 er þrusuleikur sem á eflaust eftir að seljast eins og heitar lummur, jafnvel þó allt umstang í kringum hann er frekar pirrandi. Þá er ég sérstaklega að tala um viðmótið í PS5. Það tekur oft heila eilífð að opna leikinn eða skipta á milli hans og Warzone. Talandi um það, þá mun Black Ops koma inn í Warzone þann 14. nóvember og mun þá omnimovement koma inn í Warzone, sem verður frekar áhugavert. Ég sé þó nokkur bræðisköst í minni náinni framtíð. Leikurinn sjálfur er þó þrusugóður í alla staði og þá sérstaklega einspilunin, að mínu mati, enda hef ég alltaf haft mjög gaman af þeim hluta þessa leikja. Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Fjölspilunin er einnig góð, þó borðin séu eiginlega öll leiðinlega smá og einhvern veginn pirrandi en það venst vonandi, eða skánar. Í það minnsta fáum við vonandi að sjá stærri borð í fjölspiluninni. Leikurinn er gerður af starfsmönnum Treyarch og Raven sem hafa mikla reynslu af gerð COD-leikja og það sést. Vel gert krakkar! Mín eigin hasar/njósnaramynd COD-leikir hafa ávallt verið góð leið til að upplifa hasarhetju drauma manns í góðu yfirlæti. Maður fær að vaða um eigin hasar/njósnaramynd og salla drullusokka niður í massavís. Black Ops-leikirnir hafa lengi verið sérstaklega góðir þegar kemur að þessu. BO6 er eiginlega beint framhald BO Cold War en guð einn veit hvernig tímalína þessara leikja lítur í rauninni út. Að þessu sinni setja spilarar sig í spor CIA-útsendara, árið 1991, sem þarf að taka á honum stóra sínum og koma upp um stærðarinnar samsæri í nýjum heimi eftir endalok kalda stríðsins. Í leiðinni þarf að sprengja fullt af sjitti í loft upp og skjóta dusilmenni í massavís. Suma þarf reyndar að berja, svo eru nokkrir sem eru stungnir. Þarna má líka sjá mörg gömul andlit sem fólk ætti að kannast við úr fyrri Black Ops leikjunum. Einn besti hluti einspilunarinnar gerist þó á milli verkefna, þegar aðalhetjan og félagar hans eru í leynilegum bækistöðvum þeirra í Rúmeníu, eða mögulega Búlgaríu. Þessar bækistöðvar eru gamalt stórbýli sem var í eigu KGB og geta spilarar leyst úr ýmsum leyndardómum þar. Ég hef varið merkilega miklum tíma í að flakka um húsið með útfjólublátt vasaljós í leit að vísbendingum við þrautum sem ég vissi ekki af. Þegar ég skrifa þetta átta ég mig á því að þetta lítur ef til vill ekki út fyrir að vera mega skemmtilegt en ég skemmti mér allavega vel á milli borða og í borðunum sjálfum auðvitað. Í húsinu er einnig hægt að gera uppbætur á húsinu og borga fyrir þær með peningum sem maður fær fyrir að skoða sig um og leysa gátur í öðrum borðum leiksins. Þessar uppbætur gera aðalhetjuna svo betri fyrir vikið og auðvelda spilunina. Ég upplifi ofurhetjudrauma í einspiluninni. Aðra sögu er að segja af fjölspiluninni. Skopparaboltar á ofurspítti Þegar kemur að fjölspilun BO6 finnst mér eins og ég sé einn af gaurunum í gulu göllunum í gömlu Bond-myndunum. Ég er þarna til að vera drepinn. Oft og yfirleitt án þess að hafa hugmynd um hvernig það gerðist. Ég er aðeins að ýkja vandræði mín en mér hefur þó gengið illa að venjast stærstu breytingunni milli leikja, sem á ensku kallast „omnimovement“. Guð einn veit hvað hægt er að kalla þetta á íslensku. Í stuttu máli sagt er það nú svo í fjölspilun að hægt að spretta í allar áttir, sama hvert maður er að horfa. Það sama á við að renna sér og skutla sér. Á köflum hefur mér fundist eins og ég sé að berjast við mennska skopparabolta á einhverju ofurspítti. Ég þarf mögulega að venjast þessu aðeins betur en þeir sem læra þetta vel hafa töluverða yfirburði á aðra spilara, svo það mun borga sig að æfa sig. Uppvakningar Black Ops leikirnir eru þekktir fyrir að tefla fram uppvakningum og það mikið af þeim, þó sá hluti hafi einnig verið í öðrum COD-leikjum, eins og í Modern Warfare 3. Þar féllu uppvakningarnir ekki í kramið og hefur nú verið tekið skref aftur á bak. Tilraunastarfsemi síðustu uppvakningakafla hefur verið felld úr gildi, að mestu. Opni heimurinn er horfinn og nú eru spilarar aftur að verjast bylgjum uppvakinga, safna peningum og nota þá til að kaupa betri vopn og aðrar græjur. Þetta er allt voða beisik en ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei verið mikill aðdáandi uppvakningakafla Call of Duty og hef ekkert varið miklum tíma í að spila það. Samantekt-ish Það er ekki oft sem Call of Duty-leikir klikka og það gera þeir svo sannarlega ekki hér. Black Ops 6 er þrusuleikur sem á eflaust eftir að seljast eins og heitar lummur, jafnvel þó allt umstang í kringum hann er frekar pirrandi. Þá er ég sérstaklega að tala um viðmótið í PS5. Það tekur oft heila eilífð að opna leikinn eða skipta á milli hans og Warzone. Talandi um það, þá mun Black Ops koma inn í Warzone þann 14. nóvember og mun þá omnimovement koma inn í Warzone, sem verður frekar áhugavert. Ég sé þó nokkur bræðisköst í minni náinni framtíð. Leikurinn sjálfur er þó þrusugóður í alla staði og þá sérstaklega einspilunin, að mínu mati, enda hef ég alltaf haft mjög gaman af þeim hluta þessa leikja.
Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira