Hefur ekki tekið ákvörðun um að taka við Man. Utd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2024 06:51 Ruben Amorim stýrir hér liði Sporting CP í gærkvöldi en hann vildi ekkert gefa upp um framtíð sína á blaðamannafundi eftir leikinn. Getty/Carlos Rodrigues Ruben Amorim stýrði Sporting til sigurs í portúgalska deildabikarnum í gærkvöldi en fyrr um daginn höfðu margir helstu fjölmiðlar Evrópu staðfest hann sem næsta knattspyrnustjóra Manchester United. Amorim var auðvitað spurður út í þetta á blaðamannafundi eftir 3-1 sigur á Nacional. Amorim staðfesti áhugann frá United en sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um það hvort hann taki við starfinu. „Félagið gaf út þessa yfirlýsingu og það er það eina sem er staðfest núna,“ sagði Amorim og vísaði þar í það að Sporting sagðist hafa samþykkt tilboð United í hann. United mun borga Sporting tíu milljónir evra, einn og hálfan milljarð króna, og kaupa hann út úr samningnum. „Það er áhugi frá Manchester United en þetta er og þarf að vera mín ákvörðun. Áður en allt er komið á hreint þá mun ég ekki ræða þetta. Ég hef ekkert að segja,“ sagði Amorim. „Ég geri bara það sem ég vil gera og hef alltaf gert,“ sagði Amorim. „Það er félag sem er áhugasamt og hefur haft samband við klúbbinn. Þeir eru tilbúnir að kaupa mig út úr samningi mínum hér. Ég stjórna því ekki. Við sjáum til hvað gerist á næstu dögun. Mín einbeiting er á það að undirbúa liðið mitt fyrir leikinn á móti Estreia Armadora á föstudaginn,“ sagði Amorim. „Enginn veit hvort það sé kveðjuleikur eða hvort að það verði einhver kveðjuleikur. Ekkert hefur verið ákveðið og við skulum því frekar ræða þennan leik í kvöld. Um leið og ég hef tekið ákvörðun þá mun ég koma fram og útskýra hana.“ View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc) Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira
Amorim var auðvitað spurður út í þetta á blaðamannafundi eftir 3-1 sigur á Nacional. Amorim staðfesti áhugann frá United en sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um það hvort hann taki við starfinu. „Félagið gaf út þessa yfirlýsingu og það er það eina sem er staðfest núna,“ sagði Amorim og vísaði þar í það að Sporting sagðist hafa samþykkt tilboð United í hann. United mun borga Sporting tíu milljónir evra, einn og hálfan milljarð króna, og kaupa hann út úr samningnum. „Það er áhugi frá Manchester United en þetta er og þarf að vera mín ákvörðun. Áður en allt er komið á hreint þá mun ég ekki ræða þetta. Ég hef ekkert að segja,“ sagði Amorim. „Ég geri bara það sem ég vil gera og hef alltaf gert,“ sagði Amorim. „Það er félag sem er áhugasamt og hefur haft samband við klúbbinn. Þeir eru tilbúnir að kaupa mig út úr samningi mínum hér. Ég stjórna því ekki. Við sjáum til hvað gerist á næstu dögun. Mín einbeiting er á það að undirbúa liðið mitt fyrir leikinn á móti Estreia Armadora á föstudaginn,“ sagði Amorim. „Enginn veit hvort það sé kveðjuleikur eða hvort að það verði einhver kveðjuleikur. Ekkert hefur verið ákveðið og við skulum því frekar ræða þennan leik í kvöld. Um leið og ég hef tekið ákvörðun þá mun ég koma fram og útskýra hana.“ View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc)
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira