Valur eyddi færslu um stærstu söluna Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2024 10:24 Fanney Inga Birkisdóttir varð bikarmeistari annað árið í röð með Val í sumar, og Íslandsmeistari í fyrra. vísir/Anton Valsmenn hafa tekið úr birtingu færslu sem ekki stóð til að færi strax í loftið, um sölu á landsliðsmarkverðinum Fanneyju Ingu Birkisdóttur til Häcken í Svíþjóð. Greint var frá „sölunni“ á föstudaginn síðasta um leið og tilkynnt var að Valur hefði fengið markvörðinn Tinnu Brá Magnúsdóttur frá Fylki. Haft var eftir Birni Steinari Jónssyni, þáverandi varaformanni og nú nýjum formanni knattspyrnudeildar Vals, að upphæðin sem félagið fengi frá Häcken væri hærri en áður hefði sést í íslenska kvennaboltanum. Fanney Inga greindi hins vegar frá því í viðtali við Fótbolta.net að málið væri ekki frágengið. „Það er ekki alveg búið að ganga frá þessu,“ sagði hún. Björn Steinar segir í samtali við Vísi í dag að samkomulag sé í höfn á milli félaganna. Drög að tilkynningu um söluna hefðu verið gerð en hefðu ekki átt að fara í birtingu strax, enda eigi Fanney Inga eftir læknisskoðun hjá Häcken og að semja um sín persónulegu kaup og kjör. Landsleikir við Ólympíumeistara fram undan Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára hefur Fanney Inga verið aðalmarkvörður Vals síðustu tvö ár og unnið einn Íslandsmeistaratitil og tvo bikarmeistaratitla. Þá hefur hún verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins og stóð til að mynda á milli stanganna þegar liðið vann Þýskaland 3-0 og tryggði sig inn á EM í Sviss næsta sumar. Fanney Inga er einmitt núna stödd í Bandaríkjunum með íslenska landsliðinu sem á fyrir höndum tvo leiki við Ólympíumeistara Bandaríkjanna. Búast má við því að hún gangi frá sínum málum við Häcken að leikjunum loknum. Nú þegar tvær umferðir eru eftir af sænsku úrvalsdeildinni er Häcken í 2. sæti með 58 stig, ellefu stigum á eftir meisturum Rosengård með Guðrúnu Arnardóttur innanborðs. Häcken er því á leið í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð og lék einnig í henni í sumar en féll þá úr keppni eftir tap gegn Arsenal. Á síðustu leiktíð, sem lauk í vor, komst Häcken í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Besta deild kvenna Valur Sænski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sjá meira
Greint var frá „sölunni“ á föstudaginn síðasta um leið og tilkynnt var að Valur hefði fengið markvörðinn Tinnu Brá Magnúsdóttur frá Fylki. Haft var eftir Birni Steinari Jónssyni, þáverandi varaformanni og nú nýjum formanni knattspyrnudeildar Vals, að upphæðin sem félagið fengi frá Häcken væri hærri en áður hefði sést í íslenska kvennaboltanum. Fanney Inga greindi hins vegar frá því í viðtali við Fótbolta.net að málið væri ekki frágengið. „Það er ekki alveg búið að ganga frá þessu,“ sagði hún. Björn Steinar segir í samtali við Vísi í dag að samkomulag sé í höfn á milli félaganna. Drög að tilkynningu um söluna hefðu verið gerð en hefðu ekki átt að fara í birtingu strax, enda eigi Fanney Inga eftir læknisskoðun hjá Häcken og að semja um sín persónulegu kaup og kjör. Landsleikir við Ólympíumeistara fram undan Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára hefur Fanney Inga verið aðalmarkvörður Vals síðustu tvö ár og unnið einn Íslandsmeistaratitil og tvo bikarmeistaratitla. Þá hefur hún verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins og stóð til að mynda á milli stanganna þegar liðið vann Þýskaland 3-0 og tryggði sig inn á EM í Sviss næsta sumar. Fanney Inga er einmitt núna stödd í Bandaríkjunum með íslenska landsliðinu sem á fyrir höndum tvo leiki við Ólympíumeistara Bandaríkjanna. Búast má við því að hún gangi frá sínum málum við Häcken að leikjunum loknum. Nú þegar tvær umferðir eru eftir af sænsku úrvalsdeildinni er Häcken í 2. sæti með 58 stig, ellefu stigum á eftir meisturum Rosengård með Guðrúnu Arnardóttur innanborðs. Häcken er því á leið í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð og lék einnig í henni í sumar en féll þá úr keppni eftir tap gegn Arsenal. Á síðustu leiktíð, sem lauk í vor, komst Häcken í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Besta deild kvenna Valur Sænski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sjá meira