Rangfærslur um Ísrael og Arabaríkin Hannes H. Gissurarson skrifar 22. október 2024 07:31 Mánudaginn 14. október 2024 hafði ungur bresk-ísraelskur hagfræðingur, Ely Lassman, framsögu á fundi, sem ég efndi til í Þjóðminjasafninu. Var Lassman staddur hér af öðrum ástæðum, og bað ég hann að eiga við okkur orð um „Ísrael, Arabaríkin og Vesturveldin“. Lassman fæddist í Bretlandi, en fluttist ungur með foreldrum sínum til Ísraels og gegndi þar herþjónustu. Því miður og gegn vilja mínum urðum við að hafa fundinn lokaðan, því að fullvíst var, hefðum við auglýst hann, að hinir háværu og herskáu stuðningsmenn hryðjuverkasamtakanna Hamas og Hesbollah á Íslandi hefðu þá reynt að ryðjast inn og hleypa fundinum upp. Morgunblaðið birti síðan viðtal við Lassman 17. október. Þetta varð tilefni til þess, að Hjálmtýr Heiðdal kvikmyndagerðarmaður, formaður félagsins Ísland-Palestína, skrifaði hér andmæli 19. október, sem mér er ljúft og skylt að svara. Hver er Hjálmtýr Heiðdal? Hjálmtýr Heiðdal hefur ekki alltaf borið sérstaka umhyggju fyrir undirokuðum þjóðum eða þjóðarbrotum. Eitt dæmi er Tíbet. Það var sjálfstætt ríki öldum saman, en Kínverjar hernámu það árið 1950. Útlagastjórn Dalai Lama hefur nefnt ótrúlegar tölur um morðölduna, sem þá skall á (1,2 milljónir manna), en franski fræðimaðurinn Jean-Louis Margolin giskar á, að um 800 þúsund manns hafi týnt lífi af völdum kommúnista. Tíbetar risu upp gegn hernáminu árið 1959 og tóku um skeið höfuðborgina Lhasa, en uppreisnin var barin niður af hörku. Um það tímabil, sem í hönd fór, sagði Hjálmtýr Heiðdal í Stéttabaráttunni, 1. tbl. 1976: „Það, sem síðan hefur gerst í Tíbet, er það, að fyrrverandi þrælar og ánauðugir bændur hafa tekið við stjórn landsins. Uppbyggingin er geysileg, og ástandið hefur gjörbreyst frá því, sem áður var. Menning tíbeta hefur blómgast við hagstæð skilyrði.“ Því fer fjarri, eins og menn geta lesið sér til um í alfræðiritum og sögubókum. Þótt líklega hafi Kínverjar ekki framið þjóðarmorð í venjulegum skilningi orðsins í Tíbet (reynt að útrýma Tíbetum), hafa þeir leitast við að uppræta hefðbundna menningu landsmanna. Gefa þarf öllum börnum kínversk nöfn, öll kennsla í skólum fór fram á kínversku fram til 1979, aðeins standa örfá búddaklaustur eftir (þrettán af rösklega sex þúsund), og fjöldi Kínverja hafa flust til landsins. Tíbetar eru að hverfa sem þjóð. Ástandið í Kambódíu undir stjórn kommúnista, rauðu kmeranna, var enn verra. Þeir tóku völd árið 1975, og fyrsta verk þeirra var að reka alla íbúa út úr borgum landsins og upp í sveitir, þar sem þeir áttu að þræla á ökrum, en voru umsvifalaust teknir af lífi, ef þeir óhlýðnuðust. Rauðu kmerarnir ætluðu að þurrka út fortíðina, eyða öllum ummerkjum fyrri tíma, skapa nýjan mann, hlýðinn og óspilltan af fornri menningu. Þeir gengu enn lengra í grimmdarverkum en Hitler, Stalín og Maó. Kambódía varð „land hinna ólýsanlegu glæpa“. Fræðimenn hafa reynt að meta, hversu margir týndu lífi af völdum rauðu kmeranna, og voru þeir samkvæmt einni rækilegustu rannsókninni um tvær milljónir, fjórðungur íbúa. Þetta er hlutfallslega miklu meira en aðrir fjöldamorðingjar alræðisstefnunnar komust yfir. Þess má geta, að hin áhrifamikla kvikmynd Blóðakrar (The Killing Fields) gerist við valdatöku rauðu kmeranna. Þegar Víetnamar réðust inn í Kambódíu árið 1979, var þeim víða tekið eins og frelsurum. En Hjálmtýr Heiðdal lét engan bilbug á sér finna, heldur varði rauðu kmerana á málfundi á Hótel Esju (nú Nordica) fimmtudaginn 18. janúar 1979 og fylgdi ræðu sinni eftir í greinum í DV 3. febrúar og Þjóðviljanum 6. febrúar. Í Þjóðviljanum hafði hann það eftir gestum í Kambódíu í valdatíð rauðu kmeranna, að þeir hefðu „dáðst að eldmóði, staðfestu og athafnagleði alþýðunnar í Kampútseu [heiti rauðu kmeranna á Kambódíu] við að endurreisa land, sem orðið hefur fyrir slíkum búsifjum af völdum stríða“. Stofnun Ísraelsríkis Það var því ekki von á góðu, þegar Hjálmtýr Heiðdal sneri sér frá Tíbet og Kambódíu og að Gaza-svæðinu. Hann rifjar eins og Lassman upp, að Sameinuðu þjóðirnar gerðu tillögu um það árið 1947, að umboðssvæði Breta, sem þeir kölluðu Palestínu, yrði skipt í tvö ríki, gyðinga og araba. Telur Hjálmtýr, að gyðingar hafi átt að fá í sinn hlut meira land, þótt þeir væru færri en arabar. Geri ég enga athugasemd við þá staðhæfingu hans. En síðan segir hann: „Síonistar sáu að þetta gat ekki gengið svo þeir hröktu 750,000 Palestínumenn af heimilum sínum.“ Hér er horft fram hjá aðalatriðum málsins. Gyðingar samþykktu tillögu SÞ, en arabar höfnuðu henni, og Arabaríkin gerðu árás á hið nýstofnaða Ísraelsríki í maí 1948. Samkvæmt opinberum tölum flýðu síðan 856.000 gyðingar frá Arabaríkjum til Ísraels og 726.000 arabar frá Ísrael til Arabaríkjanna. Sumir þeirra voru eflaust hraktir með valdi frá landinu, og sagði Lassman einmitt aðspurður á fundinum með okkur, að hann teldi þá hafa verið beitta ranglæti. En margir flýðu af sjálfsdáðum, ekki síst vegna þess að þeir héldu, að Arabaríkin myndu leggja Ísrael að velli, svo að útlegð þeirra yrði aðeins tímabundin. Ísrael sigraðist hins vegar á ofureflinu, og eftir vopnahlé hernam Jórdanía vesturbakka Jórdan-ár og Egyptaland Gaza-svæðið, og héldu þessi ríki þeim til 1967. Þetta er ekki í fyrsta sinn á tuttugustu öld, að fjölmennir hópar hafa flúið undan nýjum valdhöfum í heimahögum sínum. Árið 1923 var 1,2 milljón grískumælandi manna rekin frá Tyrklandi til Grikklands og 400 þúsund múslimar frá Grikklandi til Tyrklands. Árið 1940 flýðu 400 þúsund Finnar frá finnsku Karelíu til Finnlands, eftir að Stalín hafði lagt undir sig land þeirra. Árið 1945 voru nær tíu milljónir þýskumælandi manna reknar frá Póllandi og Tékkóslóvakíu til Þýskalands. Árið 1962 flýðu um 800 þúsund frönskumælandi manna frá Alsír til Frakklands, enda hafði þeim verið sagt, að þeir gætu valið um að yfirgefa landið í líkkistu eða með ferðatösku. Allt var þetta hörmulegt, eins og flótti arabanna frá Ísrael og gyðinganna frá Arabaríkjunum. En sá mikli munur var á, að Arabaríkin tóku ekki við flóttamönnunum frá Ísrael (þrátt fyrir allt sitt tal um bræðralag araba), heldur geymdu þá í sérstökum búðum, kynslóð fram af kynslóð. Sárin fengu ekki að gróa, heldur var þeim haldið opnum og í þau stráð salti. Fólkið í flóttamannabúðunum hafði fátt annað fyrir stafni en hata Ísrael. Forn heimkynni gyðinga Hjálmtýr Heiðdal segir einnig, að gyðingar hafi tekið land af aröbum (þótt hann hefði ekki sömu áhyggjur af Kínverjum í Tíbet á sínum tíma). Það er bæði rétt og rangt. Fyrir stofnun Ísraelsríkis urðu gyðingar að kaupa sér jarðnæði, fyrst í Tyrkjaveldi, síðan á umboðssvæði Breta, þótt raunar hefðu alltaf einhverjir gyðingar búið í landinu, sem var auðvitað hið forna heimkynni gyðingaþjóðarinnar. Gyðingar hafa búið í Ísrael í 3.500 ár, en arabar komu ekki þangað fyrr en 637 e. Kr. (þótt ég telji þá staðreynd ekki mikilvæga hér og nú). Því má ekki heldur gleyma, að fyrir seinni heimsstyrjöld skiptust ríki heims í þau, sem vildu losna við gyðinga sína, og hin, sem vildu ekki taka við þeim. Því síður má gleyma Helförinni, þegar nasistar reyndu að útrýma gyðingum með dyggilegri aðstoð arabaleiðtoga eins og stórmúftans af Jerúsalem (eða Jórsölum, eins og fornmenn kölluðu borgina). En eins og Lassman viðurkenndi á fundinum með okkur, hafa eflaust margir arabar verið flæmdir af landi sínu í stríðinu árið 1948, sem Arabaríkin hófu. Hjálmtýr fer þó rangt með, þegar hann vitnar í ísraelsk lög frá árinu 2018 eins og þau séu stjórnarskrá ríkisins. Þau eru það ekki, heldur viðbót við hana, og voru þau samþykkt á Ísraelsþingi með 62 atkvæðum gegn 55, en tveir skiluðu auðu. Þessi lög kveða á um það, að Ísrael sé heimkynni gyðinga. Hæstiréttur Ísraels komst að þeirri niðurstöðu árið 2021, að lögin stönguðust ekki á við stjórnarskrána, enda má segja, að þau feli í sér hið augljósa, að Ísrael sé heimkynni gyðingaþjóðarinnar. Réttindi annarra ríkisborgara eru þó vel tryggð í Ísrael, og njóta arabar og aðrir minnihlutahópar þar fullra stjórnmálaréttinda. Stafar gyðingum ekki ógn af þeim, og margir þeirra eru í her landsins. Hatursmenn Ísraelsríkis eru aðallega afkomendur flóttamanna í Arabaríkjum, sem hafa aldrei fengið að njóta sín þar, heldur þurft að hírast í búðum. Það er sorglegt. En það breytir engu um, að Ísrael er eina lýðræðisríkið í Miðausturlöndum. Enn fremur fer Hjálmtýr rangt með um viðskilnað Ísraelsmanna á Gaza-svæðinu árið 2005. Það er rétt, að þeir jöfnuðu við jörðu öll heimkynni gyðinganna, sem neyddir voru til að flytja frá Gaza. En Hjálmtýr getur þess ekki, að þeir létu alla innviði, svo sem vegi og brýr, hafnir, flugvöll, sólarvirkjanir og gróðurhús, standa óbreytta. Þegar Hamas-liðar náðu völdum, vildu þeir ekki nota þessa innviði, af því að þeir hefðu verið gerðir af gyðingum, og eyðilögðu þá ýmist eða létu grotna niður. Hamas-liðar notuðu síðan hina miklu fjárhagslegu aðstoð, sem þeir hafa fengið áratugum saman, til að kaupa vopn og grafa göng til undirbúnings því stefnuskráratriði sínu að tortíma Ísraelsríki. Um hvað þegir Hjálmtýr? Ef til vill er athyglisverðast í máli Hjálmtýs Heiðdals, um hvað hann ræðir ekki. Hann þegir um gyðingana frá Arabaríkjunum, sem urðu að flýja til Ísraels árið 1948. Hann getur ekki um Arabaríkin, sem neituðu að taka á móti aröbum frá Ísrael árið 1948 og geymdu þá þess í stað í flóttamannabúðum. Hann minnist ekki á hina villimannslegu árás Hamas-liða á Ísrael 7. október 2023, sem var upphaf núverandi átaka, en þá voru 1.200 gyðingar drepnir, konum nauðgað, börn myrt, gíslar teknir. Hann lætur ósagt, að Hamas jafnt og Hesbollah hafa það beinlínis á stefnuskrá sinni að tortíma Ísraelsríki og útrýma öllum gyðingum. Þessu má öllu fletta upp á Netinu. Barátta Ísraelsmanna við þessi hryðjuverkasamtök er barátta milli menningar og villimennsku. Af þeim 965 einstaklingum, sem hafa fengið Nóbelsverðlaun, hafa 216 verið gyðingar, en ég veit aðeins um einn araba, sem fengið hefur verðlaun í raunvísindum, og einn friðarverðlaun (Jasser Arafat) og þá fyrir að lofa að hætta að drepa gyðinga (aðrir múslimar, sem hafa fengið verðlaunin, hafa verið Egyptar, Tyrkir eða Íranir, ekki arabar). Það veitir gyðingum auðvitað ekki nein réttindi umfram araba (eða Íslendinga), en ætti að kenna okkur að meta menningu þeirra. Þessar staðreyndir kunna hins vegar að skýra gyðingahatrið, sem blossað hefur upp á Vesturlöndum, eins og Lassman benti á. Öfgavinstrimenn eins og Hjálmtýr Heiðdal hata vestræna menningu með einstaklingseðli sínu, fjölbreytni, umburðarlyndi, réttarríki, viðskiptafrelsi, einkaeignarrétti, lífsgleði og lífsnautnum. Þeir sóttu á sínum tíma hvatningu til kínverskra kommúnista og rauðra kmera, og nú sækja þeir hana til hryðjuverkasamtakanna Hamas og Hesbollah og til klerkastjórnarinnar í Íran, en allir vilja þessir aðilar vestræna menningu feiga. Því hljóta þeir að hata eina vestræna ríkið í Miðausturlöndum. Jafnframt hata þeir alla þá, sem skara fram úr, eins og gyðingar gera óneitanlega. Öfgavinstrimenn vilja jafna allt niður á við, gera alla að sömu minnipokamönnum og þeir eru sjálfir. Þeir láta sig engu skipta, að Hamas-liðar kúga konur og samkynhneigða og nota óbreytta borgara sem lifandi skildi, svo að þeir bera miklu fremur ábyrgð á mannfallinu í Gaza en Ísraelsher. Sótt að málfrelsi og fundafrelsi Að lokum hlýt ég að víkja aftur að því, sem Hjálmtýr Heiðdal bendir réttilega á, að fundur okkar var lokaður. Sannleikurinn er sá, að vinstriöfgamenn, sem styðja hryðjuverkasamtökin Hamas og Hesbollah, eru á Íslandi sem annars staðar orðnir hættulegir stjórnarskrárbundnum réttindum okkar, málfrelsi og fundafrelsi. Þeir veitast að utanríkisráðherra á fundi í Háskóla Íslands, reyna að stökkva fram af svölum áhorfendapalls í Alþingishúsinu, tjalda vikum og mánuðum saman í leyfisleysi á Austurvelli, jafnframt því sem þeir hóta öllu illu þeim fyrirtækjum, sem eiga viðskipti við Ísrael. Fyrir skömmu varð að hætta við fund með Ísraelsmanni í verkfræðideild Háskóla Íslands, vegna þess að vinstriöfgamenn ætluðu að hleypa honum upp. Menningarfélag gyðinga á Íslandi hélt samkomu 7. október síðast liðinn til að minnast fórnarlamba árásarinnar á Ísrael ári áður, og varð hann að vera lokaður, svo að óspektarmenn kæmust ekki að. Hið sama var að segja um þennan fund með Ely Lassman. Við þetta verður ekki unað til lengdar. Við hljótum að reyna að endurheimta málfrelsi okkar og fundafrelsi. Höfundur er prófessor emeritus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Mánudaginn 14. október 2024 hafði ungur bresk-ísraelskur hagfræðingur, Ely Lassman, framsögu á fundi, sem ég efndi til í Þjóðminjasafninu. Var Lassman staddur hér af öðrum ástæðum, og bað ég hann að eiga við okkur orð um „Ísrael, Arabaríkin og Vesturveldin“. Lassman fæddist í Bretlandi, en fluttist ungur með foreldrum sínum til Ísraels og gegndi þar herþjónustu. Því miður og gegn vilja mínum urðum við að hafa fundinn lokaðan, því að fullvíst var, hefðum við auglýst hann, að hinir háværu og herskáu stuðningsmenn hryðjuverkasamtakanna Hamas og Hesbollah á Íslandi hefðu þá reynt að ryðjast inn og hleypa fundinum upp. Morgunblaðið birti síðan viðtal við Lassman 17. október. Þetta varð tilefni til þess, að Hjálmtýr Heiðdal kvikmyndagerðarmaður, formaður félagsins Ísland-Palestína, skrifaði hér andmæli 19. október, sem mér er ljúft og skylt að svara. Hver er Hjálmtýr Heiðdal? Hjálmtýr Heiðdal hefur ekki alltaf borið sérstaka umhyggju fyrir undirokuðum þjóðum eða þjóðarbrotum. Eitt dæmi er Tíbet. Það var sjálfstætt ríki öldum saman, en Kínverjar hernámu það árið 1950. Útlagastjórn Dalai Lama hefur nefnt ótrúlegar tölur um morðölduna, sem þá skall á (1,2 milljónir manna), en franski fræðimaðurinn Jean-Louis Margolin giskar á, að um 800 þúsund manns hafi týnt lífi af völdum kommúnista. Tíbetar risu upp gegn hernáminu árið 1959 og tóku um skeið höfuðborgina Lhasa, en uppreisnin var barin niður af hörku. Um það tímabil, sem í hönd fór, sagði Hjálmtýr Heiðdal í Stéttabaráttunni, 1. tbl. 1976: „Það, sem síðan hefur gerst í Tíbet, er það, að fyrrverandi þrælar og ánauðugir bændur hafa tekið við stjórn landsins. Uppbyggingin er geysileg, og ástandið hefur gjörbreyst frá því, sem áður var. Menning tíbeta hefur blómgast við hagstæð skilyrði.“ Því fer fjarri, eins og menn geta lesið sér til um í alfræðiritum og sögubókum. Þótt líklega hafi Kínverjar ekki framið þjóðarmorð í venjulegum skilningi orðsins í Tíbet (reynt að útrýma Tíbetum), hafa þeir leitast við að uppræta hefðbundna menningu landsmanna. Gefa þarf öllum börnum kínversk nöfn, öll kennsla í skólum fór fram á kínversku fram til 1979, aðeins standa örfá búddaklaustur eftir (þrettán af rösklega sex þúsund), og fjöldi Kínverja hafa flust til landsins. Tíbetar eru að hverfa sem þjóð. Ástandið í Kambódíu undir stjórn kommúnista, rauðu kmeranna, var enn verra. Þeir tóku völd árið 1975, og fyrsta verk þeirra var að reka alla íbúa út úr borgum landsins og upp í sveitir, þar sem þeir áttu að þræla á ökrum, en voru umsvifalaust teknir af lífi, ef þeir óhlýðnuðust. Rauðu kmerarnir ætluðu að þurrka út fortíðina, eyða öllum ummerkjum fyrri tíma, skapa nýjan mann, hlýðinn og óspilltan af fornri menningu. Þeir gengu enn lengra í grimmdarverkum en Hitler, Stalín og Maó. Kambódía varð „land hinna ólýsanlegu glæpa“. Fræðimenn hafa reynt að meta, hversu margir týndu lífi af völdum rauðu kmeranna, og voru þeir samkvæmt einni rækilegustu rannsókninni um tvær milljónir, fjórðungur íbúa. Þetta er hlutfallslega miklu meira en aðrir fjöldamorðingjar alræðisstefnunnar komust yfir. Þess má geta, að hin áhrifamikla kvikmynd Blóðakrar (The Killing Fields) gerist við valdatöku rauðu kmeranna. Þegar Víetnamar réðust inn í Kambódíu árið 1979, var þeim víða tekið eins og frelsurum. En Hjálmtýr Heiðdal lét engan bilbug á sér finna, heldur varði rauðu kmerana á málfundi á Hótel Esju (nú Nordica) fimmtudaginn 18. janúar 1979 og fylgdi ræðu sinni eftir í greinum í DV 3. febrúar og Þjóðviljanum 6. febrúar. Í Þjóðviljanum hafði hann það eftir gestum í Kambódíu í valdatíð rauðu kmeranna, að þeir hefðu „dáðst að eldmóði, staðfestu og athafnagleði alþýðunnar í Kampútseu [heiti rauðu kmeranna á Kambódíu] við að endurreisa land, sem orðið hefur fyrir slíkum búsifjum af völdum stríða“. Stofnun Ísraelsríkis Það var því ekki von á góðu, þegar Hjálmtýr Heiðdal sneri sér frá Tíbet og Kambódíu og að Gaza-svæðinu. Hann rifjar eins og Lassman upp, að Sameinuðu þjóðirnar gerðu tillögu um það árið 1947, að umboðssvæði Breta, sem þeir kölluðu Palestínu, yrði skipt í tvö ríki, gyðinga og araba. Telur Hjálmtýr, að gyðingar hafi átt að fá í sinn hlut meira land, þótt þeir væru færri en arabar. Geri ég enga athugasemd við þá staðhæfingu hans. En síðan segir hann: „Síonistar sáu að þetta gat ekki gengið svo þeir hröktu 750,000 Palestínumenn af heimilum sínum.“ Hér er horft fram hjá aðalatriðum málsins. Gyðingar samþykktu tillögu SÞ, en arabar höfnuðu henni, og Arabaríkin gerðu árás á hið nýstofnaða Ísraelsríki í maí 1948. Samkvæmt opinberum tölum flýðu síðan 856.000 gyðingar frá Arabaríkjum til Ísraels og 726.000 arabar frá Ísrael til Arabaríkjanna. Sumir þeirra voru eflaust hraktir með valdi frá landinu, og sagði Lassman einmitt aðspurður á fundinum með okkur, að hann teldi þá hafa verið beitta ranglæti. En margir flýðu af sjálfsdáðum, ekki síst vegna þess að þeir héldu, að Arabaríkin myndu leggja Ísrael að velli, svo að útlegð þeirra yrði aðeins tímabundin. Ísrael sigraðist hins vegar á ofureflinu, og eftir vopnahlé hernam Jórdanía vesturbakka Jórdan-ár og Egyptaland Gaza-svæðið, og héldu þessi ríki þeim til 1967. Þetta er ekki í fyrsta sinn á tuttugustu öld, að fjölmennir hópar hafa flúið undan nýjum valdhöfum í heimahögum sínum. Árið 1923 var 1,2 milljón grískumælandi manna rekin frá Tyrklandi til Grikklands og 400 þúsund múslimar frá Grikklandi til Tyrklands. Árið 1940 flýðu 400 þúsund Finnar frá finnsku Karelíu til Finnlands, eftir að Stalín hafði lagt undir sig land þeirra. Árið 1945 voru nær tíu milljónir þýskumælandi manna reknar frá Póllandi og Tékkóslóvakíu til Þýskalands. Árið 1962 flýðu um 800 þúsund frönskumælandi manna frá Alsír til Frakklands, enda hafði þeim verið sagt, að þeir gætu valið um að yfirgefa landið í líkkistu eða með ferðatösku. Allt var þetta hörmulegt, eins og flótti arabanna frá Ísrael og gyðinganna frá Arabaríkjunum. En sá mikli munur var á, að Arabaríkin tóku ekki við flóttamönnunum frá Ísrael (þrátt fyrir allt sitt tal um bræðralag araba), heldur geymdu þá í sérstökum búðum, kynslóð fram af kynslóð. Sárin fengu ekki að gróa, heldur var þeim haldið opnum og í þau stráð salti. Fólkið í flóttamannabúðunum hafði fátt annað fyrir stafni en hata Ísrael. Forn heimkynni gyðinga Hjálmtýr Heiðdal segir einnig, að gyðingar hafi tekið land af aröbum (þótt hann hefði ekki sömu áhyggjur af Kínverjum í Tíbet á sínum tíma). Það er bæði rétt og rangt. Fyrir stofnun Ísraelsríkis urðu gyðingar að kaupa sér jarðnæði, fyrst í Tyrkjaveldi, síðan á umboðssvæði Breta, þótt raunar hefðu alltaf einhverjir gyðingar búið í landinu, sem var auðvitað hið forna heimkynni gyðingaþjóðarinnar. Gyðingar hafa búið í Ísrael í 3.500 ár, en arabar komu ekki þangað fyrr en 637 e. Kr. (þótt ég telji þá staðreynd ekki mikilvæga hér og nú). Því má ekki heldur gleyma, að fyrir seinni heimsstyrjöld skiptust ríki heims í þau, sem vildu losna við gyðinga sína, og hin, sem vildu ekki taka við þeim. Því síður má gleyma Helförinni, þegar nasistar reyndu að útrýma gyðingum með dyggilegri aðstoð arabaleiðtoga eins og stórmúftans af Jerúsalem (eða Jórsölum, eins og fornmenn kölluðu borgina). En eins og Lassman viðurkenndi á fundinum með okkur, hafa eflaust margir arabar verið flæmdir af landi sínu í stríðinu árið 1948, sem Arabaríkin hófu. Hjálmtýr fer þó rangt með, þegar hann vitnar í ísraelsk lög frá árinu 2018 eins og þau séu stjórnarskrá ríkisins. Þau eru það ekki, heldur viðbót við hana, og voru þau samþykkt á Ísraelsþingi með 62 atkvæðum gegn 55, en tveir skiluðu auðu. Þessi lög kveða á um það, að Ísrael sé heimkynni gyðinga. Hæstiréttur Ísraels komst að þeirri niðurstöðu árið 2021, að lögin stönguðust ekki á við stjórnarskrána, enda má segja, að þau feli í sér hið augljósa, að Ísrael sé heimkynni gyðingaþjóðarinnar. Réttindi annarra ríkisborgara eru þó vel tryggð í Ísrael, og njóta arabar og aðrir minnihlutahópar þar fullra stjórnmálaréttinda. Stafar gyðingum ekki ógn af þeim, og margir þeirra eru í her landsins. Hatursmenn Ísraelsríkis eru aðallega afkomendur flóttamanna í Arabaríkjum, sem hafa aldrei fengið að njóta sín þar, heldur þurft að hírast í búðum. Það er sorglegt. En það breytir engu um, að Ísrael er eina lýðræðisríkið í Miðausturlöndum. Enn fremur fer Hjálmtýr rangt með um viðskilnað Ísraelsmanna á Gaza-svæðinu árið 2005. Það er rétt, að þeir jöfnuðu við jörðu öll heimkynni gyðinganna, sem neyddir voru til að flytja frá Gaza. En Hjálmtýr getur þess ekki, að þeir létu alla innviði, svo sem vegi og brýr, hafnir, flugvöll, sólarvirkjanir og gróðurhús, standa óbreytta. Þegar Hamas-liðar náðu völdum, vildu þeir ekki nota þessa innviði, af því að þeir hefðu verið gerðir af gyðingum, og eyðilögðu þá ýmist eða létu grotna niður. Hamas-liðar notuðu síðan hina miklu fjárhagslegu aðstoð, sem þeir hafa fengið áratugum saman, til að kaupa vopn og grafa göng til undirbúnings því stefnuskráratriði sínu að tortíma Ísraelsríki. Um hvað þegir Hjálmtýr? Ef til vill er athyglisverðast í máli Hjálmtýs Heiðdals, um hvað hann ræðir ekki. Hann þegir um gyðingana frá Arabaríkjunum, sem urðu að flýja til Ísraels árið 1948. Hann getur ekki um Arabaríkin, sem neituðu að taka á móti aröbum frá Ísrael árið 1948 og geymdu þá þess í stað í flóttamannabúðum. Hann minnist ekki á hina villimannslegu árás Hamas-liða á Ísrael 7. október 2023, sem var upphaf núverandi átaka, en þá voru 1.200 gyðingar drepnir, konum nauðgað, börn myrt, gíslar teknir. Hann lætur ósagt, að Hamas jafnt og Hesbollah hafa það beinlínis á stefnuskrá sinni að tortíma Ísraelsríki og útrýma öllum gyðingum. Þessu má öllu fletta upp á Netinu. Barátta Ísraelsmanna við þessi hryðjuverkasamtök er barátta milli menningar og villimennsku. Af þeim 965 einstaklingum, sem hafa fengið Nóbelsverðlaun, hafa 216 verið gyðingar, en ég veit aðeins um einn araba, sem fengið hefur verðlaun í raunvísindum, og einn friðarverðlaun (Jasser Arafat) og þá fyrir að lofa að hætta að drepa gyðinga (aðrir múslimar, sem hafa fengið verðlaunin, hafa verið Egyptar, Tyrkir eða Íranir, ekki arabar). Það veitir gyðingum auðvitað ekki nein réttindi umfram araba (eða Íslendinga), en ætti að kenna okkur að meta menningu þeirra. Þessar staðreyndir kunna hins vegar að skýra gyðingahatrið, sem blossað hefur upp á Vesturlöndum, eins og Lassman benti á. Öfgavinstrimenn eins og Hjálmtýr Heiðdal hata vestræna menningu með einstaklingseðli sínu, fjölbreytni, umburðarlyndi, réttarríki, viðskiptafrelsi, einkaeignarrétti, lífsgleði og lífsnautnum. Þeir sóttu á sínum tíma hvatningu til kínverskra kommúnista og rauðra kmera, og nú sækja þeir hana til hryðjuverkasamtakanna Hamas og Hesbollah og til klerkastjórnarinnar í Íran, en allir vilja þessir aðilar vestræna menningu feiga. Því hljóta þeir að hata eina vestræna ríkið í Miðausturlöndum. Jafnframt hata þeir alla þá, sem skara fram úr, eins og gyðingar gera óneitanlega. Öfgavinstrimenn vilja jafna allt niður á við, gera alla að sömu minnipokamönnum og þeir eru sjálfir. Þeir láta sig engu skipta, að Hamas-liðar kúga konur og samkynhneigða og nota óbreytta borgara sem lifandi skildi, svo að þeir bera miklu fremur ábyrgð á mannfallinu í Gaza en Ísraelsher. Sótt að málfrelsi og fundafrelsi Að lokum hlýt ég að víkja aftur að því, sem Hjálmtýr Heiðdal bendir réttilega á, að fundur okkar var lokaður. Sannleikurinn er sá, að vinstriöfgamenn, sem styðja hryðjuverkasamtökin Hamas og Hesbollah, eru á Íslandi sem annars staðar orðnir hættulegir stjórnarskrárbundnum réttindum okkar, málfrelsi og fundafrelsi. Þeir veitast að utanríkisráðherra á fundi í Háskóla Íslands, reyna að stökkva fram af svölum áhorfendapalls í Alþingishúsinu, tjalda vikum og mánuðum saman í leyfisleysi á Austurvelli, jafnframt því sem þeir hóta öllu illu þeim fyrirtækjum, sem eiga viðskipti við Ísrael. Fyrir skömmu varð að hætta við fund með Ísraelsmanni í verkfræðideild Háskóla Íslands, vegna þess að vinstriöfgamenn ætluðu að hleypa honum upp. Menningarfélag gyðinga á Íslandi hélt samkomu 7. október síðast liðinn til að minnast fórnarlamba árásarinnar á Ísrael ári áður, og varð hann að vera lokaður, svo að óspektarmenn kæmust ekki að. Hið sama var að segja um þennan fund með Ely Lassman. Við þetta verður ekki unað til lengdar. Við hljótum að reyna að endurheimta málfrelsi okkar og fundafrelsi. Höfundur er prófessor emeritus.
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar