Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir skrifar 20. október 2024 23:30 Nú fer að líða á alþingiskosningum og því er ærin ástæða til að hvetja ungmenni til að beita gagnrýnni hugsun við ákvarðanatöku um nýtingu á mikilvægu atkvæði hvers og eins. Þetta á reyndar við um ákvarðanatöku í margbreytilegum þáttum lífsins, sérstaklega þegar kemur að flóknum samfélagsmálefnum. Það er alls ekki nóg að velja sér einfalda, tilfinningahlaðna afstöðu í mikilvægum málum sem eru marglaga og krefjandi. Fremur er vert að skoða allar hliðar mála og ræða þau af yfirvegun og skynsemi. Ég hef upplifað það margsinnis að hópar skipast í tvennt þegar kemur að umdeildum málefnum, þar sem óhóflega mikil togstreita skapast, fylgt eftir af gildishlöðnum hugtökum og tilfinningaríkum rökum. Þessi spenna getur myndast á kaffistofum, við matarborðið, og ekki síst í margskonar samfélagsmiðlaumræðum. Þessi skautuðu viðhorf birtast yfirleitt á eftirfarandi máta: Annar hópurinn byggir gjarnan á hugmyndafræði sem leggur áherslu á umburðarlyndi, samhyggð og mannréttindi, en lítur þó mögulega framhjá öðrum mikilvægum og flóknum þáttum mála. Hinn hópurinn leggur meiri áherslu á margþættari raunveruleika, röksemdafærslu og gagnrýnar staðreyndir, og færir mögulega rök fyrir að ástandið sé flóknara en það virðist í fyrstu. Ólíkir hópar ættu fremur að leitast við að skapa uppbyggilegt samtal frekar en átök, þar sem báðar hliðar fá pláss. Það er mikilvægt að hlusta með virðingu og spyrja: „Er möguleiki á að hin hliðin viti eitthvað sem ég veit ekki?“ Þar að auki, er mikilvægt að nemendur læri að beita gagnrýnni hugsun innan veggja skólakerfisins. Nemendur þurfa forðast að taka persónulegum pólítískum skoðunum kennara sem algildum sannleika þegar fjallað er um samfélagsleg málefni. Nemendur eru ekki eins og flokkaður varningur á færibandi. Mikilvægt er að ungmennum sé kennt að skoða málefni sjálf með gagnrýnum hætti og leita sér upplýsinga úr fjölbreyttum og áreiðanlegum miðlum. Einnig er varhugavert að láta gegnsýra sig af bergmálshellum samfélagsmiðla, þar sem einhæf sjónarmið og staðfestingavillur gera vart við sig. Slíkir miðlar kynda gjarnan undir hjarðhegðun, þar sem einstaklingar grípa slagorðakenndar setningar umsvifalaust til að styðja málstaði, eða jafnvel til að upphefja sjálfa sig og sýna yfirborðskennda góðmennsku. Þar að auki er vert að nefna að ein af þeim hættum sem við stöndum nú frammi fyrir er svokölluð „cancel culture.“ Þegar fólk er smánað eða útskúfað fyrir að tjá skoðanir sem ekki falla að ríkjandi viðhorfum, veldur það ótta og þöggun í umræðunni. Margir einstaklingar óttast að vera ósammála í opinberri umræðu, því það leiðir oft til persónulegra árása á eiginleika þeirra, sem er form af kúgun. Þessi skaðlega menning dregur úr möguleikum á skynsamlegu samtali á milli ólíkra sjónarmiða og gerir erfiðara að leysa samfélagsleg vandamál með opnum umræðum. Í öllum samræðum, sem eiga sér stað á ýmsum vettvangi í samfélaginu, eigum við að leggja áherslu á málefnalega umræðu, skynsemi og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum. Þeir sem taka þátt í umræðum ættu að fá að gera það án ótta við niðurlægingu eða persónulegar árásir. Það er nauðsynlegt að við leitum lausna í sameiningu, frekar en að festast í átökum sökum ofureinfaldra og skaðlegra hugmyndafræða. Við ungt fólk þurfum að taka okkar pláss í umræðunni, vera gagnrýnin á okkur sjálf, og leitast við að vera uppbyggileg og málefnaleg. Forðumst eftir fremsta megni að stökkva um borð öfgafullra skoðanavagna án þess að kynna okkur málin. Að lokum vil ég undirstrika að skynsemi er lykillinn að farsælum samskiptum og upplýstri ákvarðanatöku! Höfundur er sálfræðinemi við Háskólann í Reykjavík og hefur lokið námi ífélagsfræði með fjölmiðlafræði sem aukagrein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Nú fer að líða á alþingiskosningum og því er ærin ástæða til að hvetja ungmenni til að beita gagnrýnni hugsun við ákvarðanatöku um nýtingu á mikilvægu atkvæði hvers og eins. Þetta á reyndar við um ákvarðanatöku í margbreytilegum þáttum lífsins, sérstaklega þegar kemur að flóknum samfélagsmálefnum. Það er alls ekki nóg að velja sér einfalda, tilfinningahlaðna afstöðu í mikilvægum málum sem eru marglaga og krefjandi. Fremur er vert að skoða allar hliðar mála og ræða þau af yfirvegun og skynsemi. Ég hef upplifað það margsinnis að hópar skipast í tvennt þegar kemur að umdeildum málefnum, þar sem óhóflega mikil togstreita skapast, fylgt eftir af gildishlöðnum hugtökum og tilfinningaríkum rökum. Þessi spenna getur myndast á kaffistofum, við matarborðið, og ekki síst í margskonar samfélagsmiðlaumræðum. Þessi skautuðu viðhorf birtast yfirleitt á eftirfarandi máta: Annar hópurinn byggir gjarnan á hugmyndafræði sem leggur áherslu á umburðarlyndi, samhyggð og mannréttindi, en lítur þó mögulega framhjá öðrum mikilvægum og flóknum þáttum mála. Hinn hópurinn leggur meiri áherslu á margþættari raunveruleika, röksemdafærslu og gagnrýnar staðreyndir, og færir mögulega rök fyrir að ástandið sé flóknara en það virðist í fyrstu. Ólíkir hópar ættu fremur að leitast við að skapa uppbyggilegt samtal frekar en átök, þar sem báðar hliðar fá pláss. Það er mikilvægt að hlusta með virðingu og spyrja: „Er möguleiki á að hin hliðin viti eitthvað sem ég veit ekki?“ Þar að auki, er mikilvægt að nemendur læri að beita gagnrýnni hugsun innan veggja skólakerfisins. Nemendur þurfa forðast að taka persónulegum pólítískum skoðunum kennara sem algildum sannleika þegar fjallað er um samfélagsleg málefni. Nemendur eru ekki eins og flokkaður varningur á færibandi. Mikilvægt er að ungmennum sé kennt að skoða málefni sjálf með gagnrýnum hætti og leita sér upplýsinga úr fjölbreyttum og áreiðanlegum miðlum. Einnig er varhugavert að láta gegnsýra sig af bergmálshellum samfélagsmiðla, þar sem einhæf sjónarmið og staðfestingavillur gera vart við sig. Slíkir miðlar kynda gjarnan undir hjarðhegðun, þar sem einstaklingar grípa slagorðakenndar setningar umsvifalaust til að styðja málstaði, eða jafnvel til að upphefja sjálfa sig og sýna yfirborðskennda góðmennsku. Þar að auki er vert að nefna að ein af þeim hættum sem við stöndum nú frammi fyrir er svokölluð „cancel culture.“ Þegar fólk er smánað eða útskúfað fyrir að tjá skoðanir sem ekki falla að ríkjandi viðhorfum, veldur það ótta og þöggun í umræðunni. Margir einstaklingar óttast að vera ósammála í opinberri umræðu, því það leiðir oft til persónulegra árása á eiginleika þeirra, sem er form af kúgun. Þessi skaðlega menning dregur úr möguleikum á skynsamlegu samtali á milli ólíkra sjónarmiða og gerir erfiðara að leysa samfélagsleg vandamál með opnum umræðum. Í öllum samræðum, sem eiga sér stað á ýmsum vettvangi í samfélaginu, eigum við að leggja áherslu á málefnalega umræðu, skynsemi og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum. Þeir sem taka þátt í umræðum ættu að fá að gera það án ótta við niðurlægingu eða persónulegar árásir. Það er nauðsynlegt að við leitum lausna í sameiningu, frekar en að festast í átökum sökum ofureinfaldra og skaðlegra hugmyndafræða. Við ungt fólk þurfum að taka okkar pláss í umræðunni, vera gagnrýnin á okkur sjálf, og leitast við að vera uppbyggileg og málefnaleg. Forðumst eftir fremsta megni að stökkva um borð öfgafullra skoðanavagna án þess að kynna okkur málin. Að lokum vil ég undirstrika að skynsemi er lykillinn að farsælum samskiptum og upplýstri ákvarðanatöku! Höfundur er sálfræðinemi við Háskólann í Reykjavík og hefur lokið námi ífélagsfræði með fjölmiðlafræði sem aukagrein.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun