Uppgjörið: Tindastóll - Haukar 106-78 | Haukar áfram fallbyssufóður Arnar Skúli Atlason skrifar 17. október 2024 18:31 Tindastóll hefur nú unnið tvo leiki í röð. vísir/anton Það var Tindastóll sem sigraði Hauka í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld en úrslit leiksins voru 106-78. Haukar hafa þar með ekki reynst nein fyrirstaða í fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu, eftir töp gegn Hetti og Grindavík einnig. Tindastóll byrjaði betur í kvöld í Síkinu á Sauðárkróki og komst yfir strax í upphafi. Dedrick Basile, Sadio Doucoure og Giannis Agravanisa virtust geta skorað af vild en Haukarnir voru samt sem áður ekki langt undan og má það þakka stórleik Everage Richardson sem Tindastóll réði ekkert við og hann átti auðvelt með að koma boltanum ofaní körfuna. Tindastóll sterkari og leiddu eftir fyrsta leikhluta með 10 stigum 32-22. Svipað var uppá teningum í 2. leikhluta, Tindastóll skrefi á undan og komst mest upp í 19 stiga forystu, en Everage var ekki á þeim buxunum að láta Tindastól stinga af og með hjálp Tyson Jolly og Steeve Ho you Fat minnku þeir muninn niður í 14 stig og þannig stóðu leikar í hálfleik, Maté Dalmay þjálfari Hauka var hundsvekktur að fá á sig 60 stig í fyrri hálfleik, en staðan í hálfleik var 60-46. Tindastóll byrjaði betur í seinni hálfleikinn betur en Haukarnir bitu frá sér og minnku muninn í 11 stig með þrist frá Everage og staðan 62-51 en þá fór allt í baklás hjá Haukum og Tinadstóll skoraði næstu 8 stig og það var forysta sem hélst út leikinn. Tindastóll leiddi með 20 stigum fyrir seinasta fjórðunginn 83-63. Í seinsta fjórðungnum var aldrei spurning um úrslit leiksins en var aðeins spurning hversu stór sigur Tindastóls manna yrði. þegar 5 mín lifðu leiks voru helstu hestar beggja liða sestir á bekkinn og fengu ungir og efnilegir spilarar að njóta sín á gólfinu. Atvik leiksins Í upphafi 4 leikhluta teiknaði Pétur Rúnar Birgisson leikstjórnandi Tindastóls upp leikkerfi sem þeir framkvæmdu frábærlega og Sadio Doucoure fékk allyoop sendingu og tróð með tilþrifum. Stjörnur Hjá Tindastól skinu skærast þeir Sadio Doucoure og Dedrick Basile, en allt Tindastóls liðið á hrós skilið í dag fyrir heilsteyptan leik þann fyrsta í vetur þar sem þeir spila frá byrjun til enda Hjá Haukum var Everage Lee frábær í dag og hann raðaði stigunum á töfluna og gerði Tindastól lífið leitt framan af í leiknum. Skúrkar Allt Haukaliðið var var mjög lélegt í dag fyrir utan Everage Lee Richardson. Hann var eini sem reyndi. Aðrir voru mjög daprir og vilja helst gleyma þessum leik, rútuferðin heim verður mjög löng. Stemning og umgjörð Það var illa mætt í Síkið í kvöld sem hefur ekki sést lengi. Grettismenn voru í stuði. Dómarar [6] Þetta gekk vel í dag, enginn sjáanleg mistök og ekki erfiður leikur að dæma. Bónus-deild karla Tindastóll Haukar
Það var Tindastóll sem sigraði Hauka í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld en úrslit leiksins voru 106-78. Haukar hafa þar með ekki reynst nein fyrirstaða í fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu, eftir töp gegn Hetti og Grindavík einnig. Tindastóll byrjaði betur í kvöld í Síkinu á Sauðárkróki og komst yfir strax í upphafi. Dedrick Basile, Sadio Doucoure og Giannis Agravanisa virtust geta skorað af vild en Haukarnir voru samt sem áður ekki langt undan og má það þakka stórleik Everage Richardson sem Tindastóll réði ekkert við og hann átti auðvelt með að koma boltanum ofaní körfuna. Tindastóll sterkari og leiddu eftir fyrsta leikhluta með 10 stigum 32-22. Svipað var uppá teningum í 2. leikhluta, Tindastóll skrefi á undan og komst mest upp í 19 stiga forystu, en Everage var ekki á þeim buxunum að láta Tindastól stinga af og með hjálp Tyson Jolly og Steeve Ho you Fat minnku þeir muninn niður í 14 stig og þannig stóðu leikar í hálfleik, Maté Dalmay þjálfari Hauka var hundsvekktur að fá á sig 60 stig í fyrri hálfleik, en staðan í hálfleik var 60-46. Tindastóll byrjaði betur í seinni hálfleikinn betur en Haukarnir bitu frá sér og minnku muninn í 11 stig með þrist frá Everage og staðan 62-51 en þá fór allt í baklás hjá Haukum og Tinadstóll skoraði næstu 8 stig og það var forysta sem hélst út leikinn. Tindastóll leiddi með 20 stigum fyrir seinasta fjórðunginn 83-63. Í seinsta fjórðungnum var aldrei spurning um úrslit leiksins en var aðeins spurning hversu stór sigur Tindastóls manna yrði. þegar 5 mín lifðu leiks voru helstu hestar beggja liða sestir á bekkinn og fengu ungir og efnilegir spilarar að njóta sín á gólfinu. Atvik leiksins Í upphafi 4 leikhluta teiknaði Pétur Rúnar Birgisson leikstjórnandi Tindastóls upp leikkerfi sem þeir framkvæmdu frábærlega og Sadio Doucoure fékk allyoop sendingu og tróð með tilþrifum. Stjörnur Hjá Tindastól skinu skærast þeir Sadio Doucoure og Dedrick Basile, en allt Tindastóls liðið á hrós skilið í dag fyrir heilsteyptan leik þann fyrsta í vetur þar sem þeir spila frá byrjun til enda Hjá Haukum var Everage Lee frábær í dag og hann raðaði stigunum á töfluna og gerði Tindastól lífið leitt framan af í leiknum. Skúrkar Allt Haukaliðið var var mjög lélegt í dag fyrir utan Everage Lee Richardson. Hann var eini sem reyndi. Aðrir voru mjög daprir og vilja helst gleyma þessum leik, rútuferðin heim verður mjög löng. Stemning og umgjörð Það var illa mætt í Síkið í kvöld sem hefur ekki sést lengi. Grettismenn voru í stuði. Dómarar [6] Þetta gekk vel í dag, enginn sjáanleg mistök og ekki erfiður leikur að dæma.