Jens Garðar vill oddvitasætið Árni Sæberg skrifar 16. október 2024 11:23 Jens Garðar Helgason, aðstoðarforstjóri Kaldvíkur. Sigurjón Ólason Jens Garðar Helgason hefur tilkynnt framboð sitt til oddvita Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi þingkosningum. Hann er aðstoðarforstjóri laxeldisfyrirtæksisins Kaldvíkur. Njáll Trausti Friðbertsson leiddi lista Sjálfstæðismanna í kjördæminu í síðustu kosningum. Í tilkynningu þess efnis segir að Jens Garðar hafi langa reynslu af störfum í atvinnulífi og sveitarstjórn. Framboðið sé byggt á þörf fyrir sterka forystu sem gæti betur hagsmuna Norðausturkjördæmis. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á málefnum samfélagsins og trúi því að með sameiginlegu átaki getum við tryggt áframhaldandi framfarir og velferð í kjördæmi sem og landinu í heild. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið sterkt hreyfiafl íslenskra stjórnmála og þjóðlífs. Ég vill leggja mitt af mörkum í baráttu fyrir framgangi sjálfstæðisstefnunnar,“ er haft eftir honum. Mikil reynsla af sjávarútvegi Þá segir að Jens Garðar sé 47 ára gamall, fæddur og uppalinn á Eskifirði. Hann hafi útskrifast sem stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1996, stundað nám við viðskiptafræði í Háskóla Íslands frá 1997 til 2000 og hafi MBA gráðu frá Norwegian School of Economics. Jens Garðar sé búsettur á Eskifirði og eigi þrjú börn. Eiginkona hans sé Kristín Lilja Eyglóardóttir heilaskurðlæknir. Jens Garðar hafi lengi starfað í forystu sjávarútvegsins og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum á sveitarstjórnarstigi. Hann hafi verið formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á árunum 2014 til 2020, varaformaður Samtaka atvinnulífsins 2017 til 2020 og formaður bæjarráðs í Fjarðabyggð tvo kjörtímabil. „Í störfum mínum í atvinnulífi og stjórnmálum hef ég unnið náið með fólki og veit hversu mikilvægt það er að hlusta á raddir allra og byggja brýr milli ólíkra sjónarmiða,“ er haft eftir honum. Í tilkynningunni er ekki tekið fram við hvað hann starfar nú, en hann er aðstoðarforstjóri Kaldvíkur, laxeldisfyrirtækis sem áður hét Ice fish farm. Rödd athafnafrelsis þurfi að heyrast betur Haft er eftir honum að hugmyndaauðgi, kjarkur og þor einstaklingsins sé, og hafi verið, drifkraftur hagsældar Íslendinga. Það sé hlutverk ríkisvaldsins að skapa umhverfi sem hvetur, en ekki letur, áframhaldandi fjárfestingar og framþróun. „Í þessu starfi vil ég leiða Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi. Rödd athafnafrelsis þarf að heyrast betur. Forsenda uppbyggingar öflugs velferðarkerfis er meiri verðmætasköpun. Frjálst fólk framleiðir meira.“ Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Sjávarútvegur Fiskeldi Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis segir að Jens Garðar hafi langa reynslu af störfum í atvinnulífi og sveitarstjórn. Framboðið sé byggt á þörf fyrir sterka forystu sem gæti betur hagsmuna Norðausturkjördæmis. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á málefnum samfélagsins og trúi því að með sameiginlegu átaki getum við tryggt áframhaldandi framfarir og velferð í kjördæmi sem og landinu í heild. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið sterkt hreyfiafl íslenskra stjórnmála og þjóðlífs. Ég vill leggja mitt af mörkum í baráttu fyrir framgangi sjálfstæðisstefnunnar,“ er haft eftir honum. Mikil reynsla af sjávarútvegi Þá segir að Jens Garðar sé 47 ára gamall, fæddur og uppalinn á Eskifirði. Hann hafi útskrifast sem stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1996, stundað nám við viðskiptafræði í Háskóla Íslands frá 1997 til 2000 og hafi MBA gráðu frá Norwegian School of Economics. Jens Garðar sé búsettur á Eskifirði og eigi þrjú börn. Eiginkona hans sé Kristín Lilja Eyglóardóttir heilaskurðlæknir. Jens Garðar hafi lengi starfað í forystu sjávarútvegsins og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum á sveitarstjórnarstigi. Hann hafi verið formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á árunum 2014 til 2020, varaformaður Samtaka atvinnulífsins 2017 til 2020 og formaður bæjarráðs í Fjarðabyggð tvo kjörtímabil. „Í störfum mínum í atvinnulífi og stjórnmálum hef ég unnið náið með fólki og veit hversu mikilvægt það er að hlusta á raddir allra og byggja brýr milli ólíkra sjónarmiða,“ er haft eftir honum. Í tilkynningunni er ekki tekið fram við hvað hann starfar nú, en hann er aðstoðarforstjóri Kaldvíkur, laxeldisfyrirtækis sem áður hét Ice fish farm. Rödd athafnafrelsis þurfi að heyrast betur Haft er eftir honum að hugmyndaauðgi, kjarkur og þor einstaklingsins sé, og hafi verið, drifkraftur hagsældar Íslendinga. Það sé hlutverk ríkisvaldsins að skapa umhverfi sem hvetur, en ekki letur, áframhaldandi fjárfestingar og framþróun. „Í þessu starfi vil ég leiða Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi. Rödd athafnafrelsis þarf að heyrast betur. Forsenda uppbyggingar öflugs velferðarkerfis er meiri verðmætasköpun. Frjálst fólk framleiðir meira.“
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Sjávarútvegur Fiskeldi Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira