Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar 15. október 2024 09:03 Árangur er metinn út frá gildismati hvers og eins. Það hvað telst til árangurs og hvort honum hafi verið náð er því opinberandi fyrir þann sem það metur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á undanförnum vikum haldið því fram að undir forystu flokksins hafi gríðarlegum árangri verið náð í málefnum hælisleitenda. Fram hefur komið að eitt af markmiðum ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar hafi verið að „tryggja landamæri Íslands“, koma böndum á kostnað vegna hælisleitenda og endurskoða útlendingalöggjöfina með það fyrir augum að fella úr gildi íslenskar sérreglur. Mikið er gert úr tölfræði ýmiss konar þar sem fram kemur að umsóknum um vernd hafi fækkað úr 2.547 í 535 á milli áranna 2023 og 2024, og að það sem af er ári hafi tæplega 1.200 einstaklingar farið frá landinu, ýmist í sjálfviljugri heimför eða þvingaðri. Þetta sé um 70 prósenta aukning miðað við allt árið 2023. Þá hefur komið fram hjá Sjálfstæðisflokknum að það sem af er ári hafi 622 einstaklingum verið vísað frá landinu á landamærunum, 443 hafi verið vísað frá 2023 og 121 vísað frá árið 2022. Þetta sé aukning um 524 prósent. „Árangur“ sem þessi segir þó varla hálfa sögu og lýsir öðru fremur gildismati Sjálfstæðisflokksins varðandi fólk á flótta sem hingað leitar í skjól. Ef stefna stjórnvalda í þessum málum væri mannúðleg myndi Sjálfstæðisflokkurinn ekki hampa þessum tölum heldur líta á aðra þætti sem nauðsynlegir væru til að ná raunverulegum árangri í málaflokknum. Það er sameiginlegt markmið okkar að lágmarka kostnað ríkissjóðs við framfærslu fólks sem beiðist í raun einskis annars en að fá tækifæri til að sjá um sig sjálft. En í stað þess að auka skilvirkni kerfa og virkni fólks til þess að ná því markmiði telur Sjálfstæðisflokkurinn réttara að reyna að fækka fólkinu með því að gera einmitt hið gagnstæða. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að börn sem glíma við veikindi væru ekki vakin á spítala af lögreglu og rekin úr landi. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að fólk sem hingað leitar byggi ekki á götunni og þyrfti ekki að leita á náðir hjálparsamtaka eða borgara landsins. Þau fengju hjálp og viðeigandi úrræði til að takast á við erfiðar aðstæður sínar. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að fólk gæti unnið til að sjá sér og sínum farborða og fengi tækifæri til að nýta menntun sína og reynslu. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að hér væru innviðir – mennta-, húsnæðis og heilbrigðiskerfi – sem væru nægilega sterkir og stöndugir til að taka á móti þeim sem hingað leita, okkur öllum til heilla. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að viðhorf gagnvart flóttafólki hér á landi væri jákvætt og án fordóma og kynþáttahyggju. Að enginn þyrfti að upplifa sig á jaðrinum eða sem dreggjar samfélagsins. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að tekið væri vel á móti fólki svo það gæti orðið hluti af íslensku samfélagi með því að læra tungumálið, umgangast annað fólk og mynda sambönd, njóta tækifæra til jafns við annað fólk – og búa börnum sínum gott heimili og framtíð. Með því að bjóða fólk velkomið tryggjum við þörf þess fyrir að tilheyra. Þannig stöndum við vörð um gildin okkar og innviðina um leið, því samfélag sem við finnum að við tilheyrum viljum við taka þátt í að byggja upp og bæta. Þannig náum við raunverulegum árangri. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Flóttamenn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Mest lesið Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Árangur er metinn út frá gildismati hvers og eins. Það hvað telst til árangurs og hvort honum hafi verið náð er því opinberandi fyrir þann sem það metur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á undanförnum vikum haldið því fram að undir forystu flokksins hafi gríðarlegum árangri verið náð í málefnum hælisleitenda. Fram hefur komið að eitt af markmiðum ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar hafi verið að „tryggja landamæri Íslands“, koma böndum á kostnað vegna hælisleitenda og endurskoða útlendingalöggjöfina með það fyrir augum að fella úr gildi íslenskar sérreglur. Mikið er gert úr tölfræði ýmiss konar þar sem fram kemur að umsóknum um vernd hafi fækkað úr 2.547 í 535 á milli áranna 2023 og 2024, og að það sem af er ári hafi tæplega 1.200 einstaklingar farið frá landinu, ýmist í sjálfviljugri heimför eða þvingaðri. Þetta sé um 70 prósenta aukning miðað við allt árið 2023. Þá hefur komið fram hjá Sjálfstæðisflokknum að það sem af er ári hafi 622 einstaklingum verið vísað frá landinu á landamærunum, 443 hafi verið vísað frá 2023 og 121 vísað frá árið 2022. Þetta sé aukning um 524 prósent. „Árangur“ sem þessi segir þó varla hálfa sögu og lýsir öðru fremur gildismati Sjálfstæðisflokksins varðandi fólk á flótta sem hingað leitar í skjól. Ef stefna stjórnvalda í þessum málum væri mannúðleg myndi Sjálfstæðisflokkurinn ekki hampa þessum tölum heldur líta á aðra þætti sem nauðsynlegir væru til að ná raunverulegum árangri í málaflokknum. Það er sameiginlegt markmið okkar að lágmarka kostnað ríkissjóðs við framfærslu fólks sem beiðist í raun einskis annars en að fá tækifæri til að sjá um sig sjálft. En í stað þess að auka skilvirkni kerfa og virkni fólks til þess að ná því markmiði telur Sjálfstæðisflokkurinn réttara að reyna að fækka fólkinu með því að gera einmitt hið gagnstæða. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að börn sem glíma við veikindi væru ekki vakin á spítala af lögreglu og rekin úr landi. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að fólk sem hingað leitar byggi ekki á götunni og þyrfti ekki að leita á náðir hjálparsamtaka eða borgara landsins. Þau fengju hjálp og viðeigandi úrræði til að takast á við erfiðar aðstæður sínar. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að fólk gæti unnið til að sjá sér og sínum farborða og fengi tækifæri til að nýta menntun sína og reynslu. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að hér væru innviðir – mennta-, húsnæðis og heilbrigðiskerfi – sem væru nægilega sterkir og stöndugir til að taka á móti þeim sem hingað leita, okkur öllum til heilla. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að viðhorf gagnvart flóttafólki hér á landi væri jákvætt og án fordóma og kynþáttahyggju. Að enginn þyrfti að upplifa sig á jaðrinum eða sem dreggjar samfélagsins. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að tekið væri vel á móti fólki svo það gæti orðið hluti af íslensku samfélagi með því að læra tungumálið, umgangast annað fólk og mynda sambönd, njóta tækifæra til jafns við annað fólk – og búa börnum sínum gott heimili og framtíð. Með því að bjóða fólk velkomið tryggjum við þörf þess fyrir að tilheyra. Þannig stöndum við vörð um gildin okkar og innviðina um leið, því samfélag sem við finnum að við tilheyrum viljum við taka þátt í að byggja upp og bæta. Þannig náum við raunverulegum árangri. Höfundur er þingmaður Pírata.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun