Sýndu Kolbeini hve góður hann hefur verið: „Er með marga vini í kringum sig“ Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2024 22:17 Hareide segir að Kolbeinn Finnsson hafi verið minntur á hve vel hann stóð sig gegn Tyrkjum og Englendingum. Getty/Ahmad Mora Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide segir að bakvörðurinn Kolbeinn Finnsson hafi fengið góðan stuðning frá reyndum liðsfélögum eftir að hafa átt slæman dag í leiknum við Wales í Þjóðadeildinni á föstudaginn. Ísland mætir Tyrklandi í seinni leik landsleikjagluggans, vonandi á morgun en það veltur á stöðunni á Laugardalsvelli á leikdegi og er mögulegt að leiknum verði frestað. Ísland gerði 2-2 jafntefli við Wales á föstudaginn en lenti 2-0 undir í fyrri hálfleik og átti Kolbeinn sérstaklega erfitt uppdráttar. Í umfjöllun á Stöð 2 Sport eftir leikinn sagði Kári Árnason að Kolbeinn hefði sýnt af sér mikinn „sofandahátt“ í báðum mörkum Wales. Hareide kippti Kolbeini af velli eftir fyrri hálfleikinn, sem og Willum Willumssyni, og setti Loga Tómasson og Mikael Egil Ellertsson inn á. Logi stal senunni og bjó til bæði mörk Íslands, og ljóst að hann byrjar gegn Tyrkjum í kvöld. Hareide sagði á blaðamannafundi í dag að Kolbeinn myndi þó ekki láta leikinn gegn Wales sitja í sér heldur læra af honum. „Ég talaði við Kolbein einan um þetta og ég talaði líka við allt liðið. Við sýndum Kolbeini góða hluti sem hann gerði í Tyrklandi og gegn Englandi á Wembley. Svona lagað gerist stundum hjá leikmönnum. Fótbolti er leikur mistaka. Hver einasta manneskja gerir mistök. Kolbeinn er góður leikmaður, lærir af þessu og kemur til baka sterkari,“ sagði Hareide og bætti við: „Þetta er ekkert vandamál. Hinir leikmennirnir sýndu honum stuðning eftir leikinn. Við erum með marga reynda leikmenn sem töluðu við hann. Hann veit alveg að hann er ekki einn heldur með marga vini í kringum sig.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Sjá meira
Ísland mætir Tyrklandi í seinni leik landsleikjagluggans, vonandi á morgun en það veltur á stöðunni á Laugardalsvelli á leikdegi og er mögulegt að leiknum verði frestað. Ísland gerði 2-2 jafntefli við Wales á föstudaginn en lenti 2-0 undir í fyrri hálfleik og átti Kolbeinn sérstaklega erfitt uppdráttar. Í umfjöllun á Stöð 2 Sport eftir leikinn sagði Kári Árnason að Kolbeinn hefði sýnt af sér mikinn „sofandahátt“ í báðum mörkum Wales. Hareide kippti Kolbeini af velli eftir fyrri hálfleikinn, sem og Willum Willumssyni, og setti Loga Tómasson og Mikael Egil Ellertsson inn á. Logi stal senunni og bjó til bæði mörk Íslands, og ljóst að hann byrjar gegn Tyrkjum í kvöld. Hareide sagði á blaðamannafundi í dag að Kolbeinn myndi þó ekki láta leikinn gegn Wales sitja í sér heldur læra af honum. „Ég talaði við Kolbein einan um þetta og ég talaði líka við allt liðið. Við sýndum Kolbeini góða hluti sem hann gerði í Tyrklandi og gegn Englandi á Wembley. Svona lagað gerist stundum hjá leikmönnum. Fótbolti er leikur mistaka. Hver einasta manneskja gerir mistök. Kolbeinn er góður leikmaður, lærir af þessu og kemur til baka sterkari,“ sagði Hareide og bætti við: „Þetta er ekkert vandamál. Hinir leikmennirnir sýndu honum stuðning eftir leikinn. Við erum með marga reynda leikmenn sem töluðu við hann. Hann veit alveg að hann er ekki einn heldur með marga vini í kringum sig.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Sjá meira