Sjálfsmark Framsóknarflokksins í Grafarvogi Vignir Sverrisson skrifar 13. október 2024 07:03 Kosningar eru áhugavert fyrirbæri. Ljúf loforð fljúga úr munni pólitíkusa sem vilja allt gera, bæta og breyta. Í síðustu borgarstjórnarkosningum var Framsókn boðberi breytinga með það markmið að brjóta upp meirihlutann í borginni. Það kom eflaust mörgum á óvart þegar Einar Þorsteinsson féllst í faðm Samfylkingarinnar með fögur fyrirheit um borgarstjórastólinn. Margir voru að vonast eftir nýjum degi í borginni en í staðinn fengum við bara nýjan Dag B. Nú eru uppi áform um mikla uppbyggingu í Grafarvogi og íbúar þar allt annað en sáttir. Búið að finna þau grænu svæði sem okkur í Grafarvogi þykir vænt um og ætlunin að byggja á þeim. Það eru vissulega svæði sem hægt er að byggja upp skynsamlega í Grafarvogi en nýr borgarstjóri hefur ákveðið að halda áfram með módelið sem forveri hans var með. Þéttum og hækkum, allt sem var grænt og vænt verður núna byggt, nema nú með inngörðum, býflugnabúi, hænsnum og smíðaaðstöðu. Þegar ég spurði fulltrúa borgarinnar um leiksvæði barnanna sem liggja nú undir væntanlegum nýbyggingum þá var mér bent á Gufunesið og Kirkjugarðinn. Kirkjugarðurinn er vissulega einstaklega fallegur og notalegur en Gufunessvæðið er tæplega fært fótgangandi í ljósi þess „óvænta“ umferðarþunga sem ný bíllaus byggð við Gufunes hafði í för með sér. Ef litið er á tillögur sem nú liggja fyrir t.d. í Sóleyjarima þá virðast þær hafa verið settar fram af fólki sem hafi aldrei komið inn í hverfið. Skyggja á núverandi byggð og byggja mörg há hús í mjög lágreistu umhverfi þar sem aðstaða fyrir bíla verður í stærðarinnar bílastæðahúsi. Bílastæðahúsi sem á bara eftir að verða til vandræða fyrir þá sem þar búa og nágranna. Hvergi í Grafarvogi er að finna slíkt bílastæðahús, hvergi í úthverfum borgarinnar heldur. Borgarstjóri Framsóknarflokksins talaði sjálfur um að þau ætluðu ekki að eyðileggja hverfisbraginn sem virðast í dag orðin tóm. Borgin horfir eflaust á Sóleyjarima sem tilraunarverkefni fyrir Keldnalandið og þeirra hugmynda sem þar liggja fyrir. Hvað er að því að fórna frábæru hverfi í tilraunaskyni fyrir útópískar hugmyndir meirihlutans í Keldnalandinu? Það virðist koma mörgum borgarfulltrúum á óvart af hverju íbúar Grafarvogs velja að búa þar. Við nennum ekki þessu kraðaki sem er víða á þessum þéttingarreitum í borginni. Við viljum græn svæði, sem Einari borgarstjóra Framsóknar þykir svo vænt um, lágreista byggð og umhverfi sem er ekki yfirþyrmandi. Ég fæ á tilfinninguna að vegferð þéttingar í Grafarvogi sé drifin áfram af þörf borgarinnar til að selja lóðir til bygginga sem allra fyrst og fá pening í kassann. Reyna þar með að hylma yfir húsnæðisskortinn sem borgarmeirihlutinn hefur átt stóran þátt í. Nú styttist óðum í kosningar, sem gætu orðið á landsvísu fyrr en seinna. Í Grafarvogi búa hátt í 20 þúsund manns á yfir 6.200 heimilum. Nýr Borgarstjóri Framsóknarflokksins hefur aldeilis látið reyna á samtakamátt stærsta hverfishluta Reykjavíkur. Mun alvöru samtal við íbúa fara fram og hlustað á gagnrýni íbúa, þarfir þeirra og vilja? Í raun viljum við fá kjörna fulltrúa til að standa við gefin kosningaloforð um meiri sátt og samtal. Mögulega er Framsóknarflokkurinn að skora sjálfsmark í Grafarvogi í aðdraganda kosninga á landsvísu. Því skoðun margra hér í Grafarvogi er..... ..... kannski í þetta skipti, er best að sleppa því að kjósa Framsókn. Höfundur hefur verið íbúi í Rimahverfi í Grafarvogi frá 2001 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Reykjavík Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Kosningar eru áhugavert fyrirbæri. Ljúf loforð fljúga úr munni pólitíkusa sem vilja allt gera, bæta og breyta. Í síðustu borgarstjórnarkosningum var Framsókn boðberi breytinga með það markmið að brjóta upp meirihlutann í borginni. Það kom eflaust mörgum á óvart þegar Einar Þorsteinsson féllst í faðm Samfylkingarinnar með fögur fyrirheit um borgarstjórastólinn. Margir voru að vonast eftir nýjum degi í borginni en í staðinn fengum við bara nýjan Dag B. Nú eru uppi áform um mikla uppbyggingu í Grafarvogi og íbúar þar allt annað en sáttir. Búið að finna þau grænu svæði sem okkur í Grafarvogi þykir vænt um og ætlunin að byggja á þeim. Það eru vissulega svæði sem hægt er að byggja upp skynsamlega í Grafarvogi en nýr borgarstjóri hefur ákveðið að halda áfram með módelið sem forveri hans var með. Þéttum og hækkum, allt sem var grænt og vænt verður núna byggt, nema nú með inngörðum, býflugnabúi, hænsnum og smíðaaðstöðu. Þegar ég spurði fulltrúa borgarinnar um leiksvæði barnanna sem liggja nú undir væntanlegum nýbyggingum þá var mér bent á Gufunesið og Kirkjugarðinn. Kirkjugarðurinn er vissulega einstaklega fallegur og notalegur en Gufunessvæðið er tæplega fært fótgangandi í ljósi þess „óvænta“ umferðarþunga sem ný bíllaus byggð við Gufunes hafði í för með sér. Ef litið er á tillögur sem nú liggja fyrir t.d. í Sóleyjarima þá virðast þær hafa verið settar fram af fólki sem hafi aldrei komið inn í hverfið. Skyggja á núverandi byggð og byggja mörg há hús í mjög lágreistu umhverfi þar sem aðstaða fyrir bíla verður í stærðarinnar bílastæðahúsi. Bílastæðahúsi sem á bara eftir að verða til vandræða fyrir þá sem þar búa og nágranna. Hvergi í Grafarvogi er að finna slíkt bílastæðahús, hvergi í úthverfum borgarinnar heldur. Borgarstjóri Framsóknarflokksins talaði sjálfur um að þau ætluðu ekki að eyðileggja hverfisbraginn sem virðast í dag orðin tóm. Borgin horfir eflaust á Sóleyjarima sem tilraunarverkefni fyrir Keldnalandið og þeirra hugmynda sem þar liggja fyrir. Hvað er að því að fórna frábæru hverfi í tilraunaskyni fyrir útópískar hugmyndir meirihlutans í Keldnalandinu? Það virðist koma mörgum borgarfulltrúum á óvart af hverju íbúar Grafarvogs velja að búa þar. Við nennum ekki þessu kraðaki sem er víða á þessum þéttingarreitum í borginni. Við viljum græn svæði, sem Einari borgarstjóra Framsóknar þykir svo vænt um, lágreista byggð og umhverfi sem er ekki yfirþyrmandi. Ég fæ á tilfinninguna að vegferð þéttingar í Grafarvogi sé drifin áfram af þörf borgarinnar til að selja lóðir til bygginga sem allra fyrst og fá pening í kassann. Reyna þar með að hylma yfir húsnæðisskortinn sem borgarmeirihlutinn hefur átt stóran þátt í. Nú styttist óðum í kosningar, sem gætu orðið á landsvísu fyrr en seinna. Í Grafarvogi búa hátt í 20 þúsund manns á yfir 6.200 heimilum. Nýr Borgarstjóri Framsóknarflokksins hefur aldeilis látið reyna á samtakamátt stærsta hverfishluta Reykjavíkur. Mun alvöru samtal við íbúa fara fram og hlustað á gagnrýni íbúa, þarfir þeirra og vilja? Í raun viljum við fá kjörna fulltrúa til að standa við gefin kosningaloforð um meiri sátt og samtal. Mögulega er Framsóknarflokkurinn að skora sjálfsmark í Grafarvogi í aðdraganda kosninga á landsvísu. Því skoðun margra hér í Grafarvogi er..... ..... kannski í þetta skipti, er best að sleppa því að kjósa Framsókn. Höfundur hefur verið íbúi í Rimahverfi í Grafarvogi frá 2001
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun