Lygar sem kosta mannslíf Jón Frímann Jónsson skrifar 11. október 2024 14:32 Stjórnmálamenn án stjórnmála snúa sér að útlendingahatri. Það hefur gerst á Íslandi og kostnaðurinn er mannslíf saklaus fólks sem hefur komið til Íslands og er vísað frá Íslandi án þess að rök séu fyrir slíku. Í upphafi árs 2023 var farið í herferð gegn flóttafólki frá Venúsela. Öfgafullum hægri mönnum á Íslandi fannst vera orðið of mikið af þeim og því var farið í lyga herfð geng þessu fólk sem hafði ekki unnið sér neitt til saka unnið. Á þessum tíma var hægri öfgamaður í Dómsmálaráðherra. Eingöngu til þess að vera skipt út fyrir annað öfga hægri mann. Niðurstaðan hefur verið hræðileg fyrir þá flóttamenn sem hafa komið frá Venúsela til Íslands. Þeir eru neyddir til þess að fara aftur til Venúsela í hendurnar á morðóðum stjórnvöldum sem handtaka og fangelsa fólkið við komuna til Venúsela. Einnig sem að vegabréfið er tekið af þeim, ásamt öllum fjármunum og öðum verðmætum. Stjórnvöld í Venúsela eru í raun að ræna fólkið við komuna til landsins og hendir þeim síðan í fangelsi án ástæðu. Eftir síðustu kosningar í Venúslea, sem voru hvorki sanngjarnar eða lýðræðislegar þá voru mótmæli barin niður með miklu ofbeldi og morðum. Þetta finnst íslenskum stjórnvöldum allt í lagi, ef einhver var að velta því fyrir sér hvar siðferðismörk núverandi stjórnvalda liggja. Upphafsmenn þessar herferðar gegn flóttafólki frá Venúslea eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason og verði þetta mál þeim til eilífrar skammar og niðurlægingar hvar sem þeir fara. Það var einnig Jón Gunnarsson, þáverandi dómsmálaráðherra sem fór í það að svipta fólk frá Venúsela lífsnauðsynlegri vernd á Íslandi. Eins og sannaðist að er ennþá raunin eftir síðustu kosningar í Venúsela fyrr á þessu ári. Útlendingastofnun lýgur til um það að þeir séu að fylgjast með málinu, ef þeir gerðu það í raun. Þá væri ekki verið að senda fólk í hendurnar á stjórnvöldum sem fangelsa það og jafnvel myrða án miskunnar. Vegna þess að ef það væri raunverulega gert, þá hefði þessi tilkynning frá Sameinuðu Þjóðunum þann 3. September 2024 orðið til þess að hætta öllum flutningum á fólk til Venúsela varanlega. Þá hefði einnig þessi hérna frétt frá Sameinuðu Þjóðunum frá 17. September 2024 ekki farið fram hjá þeim. Þar sem fjallað er um kúgun hjá stjórnvöldum í Venúsela af óþekktri og nýrri stærðargráðu núna, ásamt pyntingum á börnum, konum og karlmönnum. Auk þess sem ofbeldi er beitt með kerfisbundnum hætti, auk kerfisbundinna morða sem eru framin af stjórnvöldum í Venúsela. Helstu vandamálin á Íslandi eru þau vandamál sem menn eins og Sigmundur Davíð og hans líkir búa til á Íslandi. Hvort sem þau eru raunveruleg eða ekki og flest af þessum vandamálum eru skálduð upp og eiga ekki neinn grundvöll í raunveruleikanum. Öfgamenn búa til vandamál, þannig geta þeir skapað sundrungu og aflað sér atkvæða fyrir kosninga til þess að ná völdum og valda skaða. Síðan verða öfgamenn alltaf stöðugt öfgafullri. Það er enginn endi á öfgunum. Í dag eru það flóttamenn, á morgun verða það konur á Íslandi og réttindi þeirra. Daginn eftir það eru það mannréttindi allra íslendinga. Það er enginn endir á þessu hjá öfgamönnum og það á að hafna öllum þeirra málflutningi í heild sinni án undantekninga. Þetta sést á nýlegum viðtölum við Sigmund Davíð, þar sem hann kallar eftir fjandsamlegri stefnu í málefnum flóttamanna. Stefnu sem er byggð á blekkingum. Sigmundur Davíð nefnir oft Danmörku í þessum viðtölum og fullyrðir ranglega að Danir taki við neinu flóttafólki. Ég er ekki viss hver stefnan er núna, þar sem ríkisstjórn Danmerkur og Socialdemokratiet í Danmörku eru í vandræðum með þennan málaflokk. Þar sem flóttafólkið hættir ekki að koma þó svo að öllum sé vísað í burtu. Socialdemokratiet eru farnir að tapa fylgi í könnunum, þar sem öfgar virka bara í ákveðin tíma og þar sem öfgafullar stefnur virka ekki í raunveruleikanum, þá hrynur fylgið um leið og fólk áttar sig á þeirri staðreynd og það er að gerast í Danmörku núna varðandi þessa hörðu, fjandsamlegu stefnu í garð flóttafólks hjá Danmörku. Þetta mun einnig gerast hjá öðrum ríkjum með tímanum. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Venesúela Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Miðflokkurinn Mest lesið Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálamenn án stjórnmála snúa sér að útlendingahatri. Það hefur gerst á Íslandi og kostnaðurinn er mannslíf saklaus fólks sem hefur komið til Íslands og er vísað frá Íslandi án þess að rök séu fyrir slíku. Í upphafi árs 2023 var farið í herferð gegn flóttafólki frá Venúsela. Öfgafullum hægri mönnum á Íslandi fannst vera orðið of mikið af þeim og því var farið í lyga herfð geng þessu fólk sem hafði ekki unnið sér neitt til saka unnið. Á þessum tíma var hægri öfgamaður í Dómsmálaráðherra. Eingöngu til þess að vera skipt út fyrir annað öfga hægri mann. Niðurstaðan hefur verið hræðileg fyrir þá flóttamenn sem hafa komið frá Venúsela til Íslands. Þeir eru neyddir til þess að fara aftur til Venúsela í hendurnar á morðóðum stjórnvöldum sem handtaka og fangelsa fólkið við komuna til Venúsela. Einnig sem að vegabréfið er tekið af þeim, ásamt öllum fjármunum og öðum verðmætum. Stjórnvöld í Venúsela eru í raun að ræna fólkið við komuna til landsins og hendir þeim síðan í fangelsi án ástæðu. Eftir síðustu kosningar í Venúslea, sem voru hvorki sanngjarnar eða lýðræðislegar þá voru mótmæli barin niður með miklu ofbeldi og morðum. Þetta finnst íslenskum stjórnvöldum allt í lagi, ef einhver var að velta því fyrir sér hvar siðferðismörk núverandi stjórnvalda liggja. Upphafsmenn þessar herferðar gegn flóttafólki frá Venúslea eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason og verði þetta mál þeim til eilífrar skammar og niðurlægingar hvar sem þeir fara. Það var einnig Jón Gunnarsson, þáverandi dómsmálaráðherra sem fór í það að svipta fólk frá Venúsela lífsnauðsynlegri vernd á Íslandi. Eins og sannaðist að er ennþá raunin eftir síðustu kosningar í Venúsela fyrr á þessu ári. Útlendingastofnun lýgur til um það að þeir séu að fylgjast með málinu, ef þeir gerðu það í raun. Þá væri ekki verið að senda fólk í hendurnar á stjórnvöldum sem fangelsa það og jafnvel myrða án miskunnar. Vegna þess að ef það væri raunverulega gert, þá hefði þessi tilkynning frá Sameinuðu Þjóðunum þann 3. September 2024 orðið til þess að hætta öllum flutningum á fólk til Venúsela varanlega. Þá hefði einnig þessi hérna frétt frá Sameinuðu Þjóðunum frá 17. September 2024 ekki farið fram hjá þeim. Þar sem fjallað er um kúgun hjá stjórnvöldum í Venúsela af óþekktri og nýrri stærðargráðu núna, ásamt pyntingum á börnum, konum og karlmönnum. Auk þess sem ofbeldi er beitt með kerfisbundnum hætti, auk kerfisbundinna morða sem eru framin af stjórnvöldum í Venúsela. Helstu vandamálin á Íslandi eru þau vandamál sem menn eins og Sigmundur Davíð og hans líkir búa til á Íslandi. Hvort sem þau eru raunveruleg eða ekki og flest af þessum vandamálum eru skálduð upp og eiga ekki neinn grundvöll í raunveruleikanum. Öfgamenn búa til vandamál, þannig geta þeir skapað sundrungu og aflað sér atkvæða fyrir kosninga til þess að ná völdum og valda skaða. Síðan verða öfgamenn alltaf stöðugt öfgafullri. Það er enginn endi á öfgunum. Í dag eru það flóttamenn, á morgun verða það konur á Íslandi og réttindi þeirra. Daginn eftir það eru það mannréttindi allra íslendinga. Það er enginn endir á þessu hjá öfgamönnum og það á að hafna öllum þeirra málflutningi í heild sinni án undantekninga. Þetta sést á nýlegum viðtölum við Sigmund Davíð, þar sem hann kallar eftir fjandsamlegri stefnu í málefnum flóttamanna. Stefnu sem er byggð á blekkingum. Sigmundur Davíð nefnir oft Danmörku í þessum viðtölum og fullyrðir ranglega að Danir taki við neinu flóttafólki. Ég er ekki viss hver stefnan er núna, þar sem ríkisstjórn Danmerkur og Socialdemokratiet í Danmörku eru í vandræðum með þennan málaflokk. Þar sem flóttafólkið hættir ekki að koma þó svo að öllum sé vísað í burtu. Socialdemokratiet eru farnir að tapa fylgi í könnunum, þar sem öfgar virka bara í ákveðin tíma og þar sem öfgafullar stefnur virka ekki í raunveruleikanum, þá hrynur fylgið um leið og fólk áttar sig á þeirri staðreynd og það er að gerast í Danmörku núna varðandi þessa hörðu, fjandsamlegu stefnu í garð flóttafólks hjá Danmörku. Þetta mun einnig gerast hjá öðrum ríkjum með tímanum. Höfundur er rithöfundur.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun