Staðreyndir og mýtur um kynferðisofbeldi Eygló Harðardóttir skrifar 11. október 2024 13:32 Kynferðisofbeldi er alvarlegt vandamál í íslensku samfélagi. Þessi grein skoðar nýjustu tölfræði, algengar mýtur og aðgerðir til úrbóta. Tölfræði og málsmeðferð Fyrstu sex mánuði ársins 2024 voru tilkynnt 279 kynferðisbrot til lögreglu. Færri nauðganir voru tilkynntar á tímabilinu en fleiri tilkynningar um kynferðislega áreitni og stafræn brot[1]. Þolendakannanir lögreglu sýna að um 10-20% kynferðisbrota eru tilkynnt til lögreglu. Á árunum 2016 til 2021 var rannsókn hætt eða ákæra ekki gefin út í um 50-60% kynferðisbrotamála. Að meðaltali fóru um 16% allra kynferðisbrotamála fyrir dómstóla með höfðun sakamáls. Sama niðurstaða kom í ljós þegar málsmeðferð nauðgunarmála var skoðuð sérstaklega. [2] Er þetta lægra hlutfall en í öðrum ofbeldisbrotum.[3] Unnið er að því að fá heildarmynd af meðferð kynferðisbrota í gegnum allt réttarvörslukerfið, hjá lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum, en slíkar upplýsingar liggja ekki fyrir í dag.[4] Áhrif mýta á málsmeðferð Mýtur um birtingarmynd kynferðisbrota og hegðun brotaþola geta haft áhrif á viðhorf almennings og fagfólks í réttarvörslukerfinu, frá tilkynningum, rannsóknum, ákvörðun um ákæru og til dómsúrskurðar.[5] Ein slík mýta er almenn trú á að "alvöru" brotaþolar tilkynni brot strax. Í raun seinka margir tilkynningum eða tilkynna aldrei, oft vegna áhrifa áfallastreitu, ótta við gerandann eða ótta við að þeim verði ekki trúað. [6] Alþjóðlegar rannsóknir hafa sýnt að sjaldgæft er að tilkynning um kynferðisbrot er fölsk. Algengt er að ætla að þolendur veiti líkamlega andspyrnu og meiðist við brotið. Rannsóknir staðfesta að brotaþolar veita sjaldan andspyrnu, sérstaklega þegar gerandi er kunnugur. Viðbrögð við kynferðisofbeldi geta verið margvísleg. Það að frjósa eða hlýða geranda eru varnarviðbrögð til að koma í veg fyrir frekara ofbeldi. Tilfinningakuldi eða ró við tilkynningu er einnig eðlilegt viðbragð við áfalli. Að muna ekki nákvæmlega hvað gerðist eru einnig þekkt viðbrögð þolenda við áföllum. Þrátt fyrir að algengt sé að telja að kynferðisbrot séu framin af ókunnugum gerast flest brot af hálfu einhvers sem þolandinn þekkir, þykir vænt um og oft á heimili. Algengt er að halda að brotaþolar hætti samskiptum við gerandann eftir kynferðisofbeldi, en margir þolendur eiga áfram í samskiptum eða sambandi við gerandann. Ástæðurnar eru margvíslegar, þ.m.t. ótti, skömm eða félagslegar aðstæður. Þessar mýtur leiða til þess að brot innan náinna sambanda eða heimila eru síður líkleg til að vera tilkynnt og leiða síður til sakfellingar. [7] Aðgerðir til úrbóta Til að bæta meðferð kynferðisbrota er unnið samkvæmt aðgerðaáætlun dómsmálaráðherra um meðferð kynferðisbrota.[8] Hjá lögreglunni hefur nám lögreglumanna verið fært á háskólastig[9] og þjálfun rannsakenda kynferðisbrota endurskoðuð. Boðið er upp á eftirfylgnisamtöl að lokinni skýrslutöku fyrir brotaþola hjá áfallateymi geðsviðs Landspítalans og hjá Taktu skrefið fyrir sakborninga.[10] Aukin áhersla er á afbrotavarnir, samfélagslöggæslu og svæðisbundið samráð þegar kemur að kynferðisbrotum.[11] Verið er að huga að fræðslu um ofbeldi í ungum parasamböndum og meðal fullorðinna um samþykki og mörk. Félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur boðað frumvarp um þjónustu vegna ofbeldis í vetur til að skýra hlutverk og ábyrgð opinberra aðila þegar kemur að stuðningi og vernd fyrir þolendur ofbeldis og meðferðarúrræðum fyrir gerendur. Einnig er breytingunum ætlað að tryggja þverfaglegt samstarf allra aðila sem koma að þjónustu við þolendur og leggja grunn að miðlun upplýsinga með einstaklingsmiðaða þjónustu í huga.[12] Á ofbeldisgátt 112.is má finna upplýsingar um úrræði vegna ofbeldis og ætíð er hægt að tilkynna mál til lögreglu í síma eða á netspjalli 112. Höfundur er verkefnastjóri hjá embætti ríkislögreglustjóra. [1] Ríkislögreglustjóri (2024). Tilkynntum kynferðisbrotum fækkar. Sótt af https://www.logreglan.is/tilkynntum-kynferdisbrotum-faekkar/ [2] Ríkissaksóknari (2022). Skýrsla um málsmeðferðartíma kynferðisbrota. Sótt af https://island.is/s/rikissaksoknari/frett/skyrsla-um-malsmedferdartima-kynferdisbrota [3] Ríkissaksóknari (2023). Ársskýrsla. Sótt af https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/2qrXDRrQ6X80Mq29RB3gpz/2985ebce5070bd0918805421acf97000/Rikissaksoknari_Arsskyrsla2023_II.pdf [4] Stjórnarráð Íslands (2023.) Aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota. Sótt af https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Domsmalaraduneytid/ymsar-skrar/Adgerdaa%c3%a6tlun_um_medferd_kynferdisbrota_2023_2025.pdf [5] Hildur Fjóla Antonsdóttir & Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (2013). Tilkynntar nauðganir til lögreglu á árunum 2008 og 2009: Um afbrotið nauðgun, sakborning, brotaþola og málsmeðferð. Sótt af vefsíðu https://edda.hi.is/wp-content/uploads/2014/04/Einkenni-og-me%C3%B0fer%C3%B0-nau%C3%B0gunarm%C3%A1la-okt%C3%B3ber-2013.pdf [6] Eva Huld Ívarsdóttir (2020). Áhrif nauðgunarmýta á íslenska dómaframkvæmd í nauðgunarmálum. Sótt af https://ulfljotur.com/2020/10/02/ahrif-naudgunarmyta-a-islenska-domaframkvaemd-i-naudgunarmalum/ [7] Tidmarsh, Patrick & Hamilton, Gemma (2020). Misconceptions of sexual crimes against adult victims: Barriers to justice. Trends & issues in crime and criminal justice. Sótt af vefsíðunni https://www.aic.gov.au/sites/default/files/2020-11/ti611_misconceptions_of_sexual_crimes_against_adult_victims.pdf [8] Stjórnarráð Íslands (2023.) Aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota. Sótt af https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Domsmalaraduneytid/ymsar-skrar/Adgerdaa%c3%a6tlun_um_medferd_kynferdisbrota_2023_2025.pdf [9] Lögreglumenn (2020). Háskólanám gerir lögreglumenn að sérfræðingum. Sótt af https://logreglumenn.is/2020/11/08/haskolanam-gerir-logreglumenn-ad-serfraedingum/ [10] Ríkislögreglustjóri (2023). Eftirfylgnisamtöl að lokinni skýrslutöku vegna kynferðisbrota. Sótt af https://www.logreglan.is/eftirfylgnisamtol-ad-lokinni-skyrslutoku-vegna-kynferdisbrota/ [11] Lögreglan (e.d.) Forvarnir og fræðsla. Sótt af https://www.logreglan.is/fraedsla/ [12] Stjórnarráðið (2023). Þjónusta vegna ofbeldis: Starfshópur skilar tillögum. Sótt af https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/06/02/Thjonusta-vegna-ofbeldis-Starfshopur-skilar-tillogum/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Sjá meira
Kynferðisofbeldi er alvarlegt vandamál í íslensku samfélagi. Þessi grein skoðar nýjustu tölfræði, algengar mýtur og aðgerðir til úrbóta. Tölfræði og málsmeðferð Fyrstu sex mánuði ársins 2024 voru tilkynnt 279 kynferðisbrot til lögreglu. Færri nauðganir voru tilkynntar á tímabilinu en fleiri tilkynningar um kynferðislega áreitni og stafræn brot[1]. Þolendakannanir lögreglu sýna að um 10-20% kynferðisbrota eru tilkynnt til lögreglu. Á árunum 2016 til 2021 var rannsókn hætt eða ákæra ekki gefin út í um 50-60% kynferðisbrotamála. Að meðaltali fóru um 16% allra kynferðisbrotamála fyrir dómstóla með höfðun sakamáls. Sama niðurstaða kom í ljós þegar málsmeðferð nauðgunarmála var skoðuð sérstaklega. [2] Er þetta lægra hlutfall en í öðrum ofbeldisbrotum.[3] Unnið er að því að fá heildarmynd af meðferð kynferðisbrota í gegnum allt réttarvörslukerfið, hjá lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum, en slíkar upplýsingar liggja ekki fyrir í dag.[4] Áhrif mýta á málsmeðferð Mýtur um birtingarmynd kynferðisbrota og hegðun brotaþola geta haft áhrif á viðhorf almennings og fagfólks í réttarvörslukerfinu, frá tilkynningum, rannsóknum, ákvörðun um ákæru og til dómsúrskurðar.[5] Ein slík mýta er almenn trú á að "alvöru" brotaþolar tilkynni brot strax. Í raun seinka margir tilkynningum eða tilkynna aldrei, oft vegna áhrifa áfallastreitu, ótta við gerandann eða ótta við að þeim verði ekki trúað. [6] Alþjóðlegar rannsóknir hafa sýnt að sjaldgæft er að tilkynning um kynferðisbrot er fölsk. Algengt er að ætla að þolendur veiti líkamlega andspyrnu og meiðist við brotið. Rannsóknir staðfesta að brotaþolar veita sjaldan andspyrnu, sérstaklega þegar gerandi er kunnugur. Viðbrögð við kynferðisofbeldi geta verið margvísleg. Það að frjósa eða hlýða geranda eru varnarviðbrögð til að koma í veg fyrir frekara ofbeldi. Tilfinningakuldi eða ró við tilkynningu er einnig eðlilegt viðbragð við áfalli. Að muna ekki nákvæmlega hvað gerðist eru einnig þekkt viðbrögð þolenda við áföllum. Þrátt fyrir að algengt sé að telja að kynferðisbrot séu framin af ókunnugum gerast flest brot af hálfu einhvers sem þolandinn þekkir, þykir vænt um og oft á heimili. Algengt er að halda að brotaþolar hætti samskiptum við gerandann eftir kynferðisofbeldi, en margir þolendur eiga áfram í samskiptum eða sambandi við gerandann. Ástæðurnar eru margvíslegar, þ.m.t. ótti, skömm eða félagslegar aðstæður. Þessar mýtur leiða til þess að brot innan náinna sambanda eða heimila eru síður líkleg til að vera tilkynnt og leiða síður til sakfellingar. [7] Aðgerðir til úrbóta Til að bæta meðferð kynferðisbrota er unnið samkvæmt aðgerðaáætlun dómsmálaráðherra um meðferð kynferðisbrota.[8] Hjá lögreglunni hefur nám lögreglumanna verið fært á háskólastig[9] og þjálfun rannsakenda kynferðisbrota endurskoðuð. Boðið er upp á eftirfylgnisamtöl að lokinni skýrslutöku fyrir brotaþola hjá áfallateymi geðsviðs Landspítalans og hjá Taktu skrefið fyrir sakborninga.[10] Aukin áhersla er á afbrotavarnir, samfélagslöggæslu og svæðisbundið samráð þegar kemur að kynferðisbrotum.[11] Verið er að huga að fræðslu um ofbeldi í ungum parasamböndum og meðal fullorðinna um samþykki og mörk. Félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur boðað frumvarp um þjónustu vegna ofbeldis í vetur til að skýra hlutverk og ábyrgð opinberra aðila þegar kemur að stuðningi og vernd fyrir þolendur ofbeldis og meðferðarúrræðum fyrir gerendur. Einnig er breytingunum ætlað að tryggja þverfaglegt samstarf allra aðila sem koma að þjónustu við þolendur og leggja grunn að miðlun upplýsinga með einstaklingsmiðaða þjónustu í huga.[12] Á ofbeldisgátt 112.is má finna upplýsingar um úrræði vegna ofbeldis og ætíð er hægt að tilkynna mál til lögreglu í síma eða á netspjalli 112. Höfundur er verkefnastjóri hjá embætti ríkislögreglustjóra. [1] Ríkislögreglustjóri (2024). Tilkynntum kynferðisbrotum fækkar. Sótt af https://www.logreglan.is/tilkynntum-kynferdisbrotum-faekkar/ [2] Ríkissaksóknari (2022). Skýrsla um málsmeðferðartíma kynferðisbrota. Sótt af https://island.is/s/rikissaksoknari/frett/skyrsla-um-malsmedferdartima-kynferdisbrota [3] Ríkissaksóknari (2023). Ársskýrsla. Sótt af https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/2qrXDRrQ6X80Mq29RB3gpz/2985ebce5070bd0918805421acf97000/Rikissaksoknari_Arsskyrsla2023_II.pdf [4] Stjórnarráð Íslands (2023.) Aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota. Sótt af https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Domsmalaraduneytid/ymsar-skrar/Adgerdaa%c3%a6tlun_um_medferd_kynferdisbrota_2023_2025.pdf [5] Hildur Fjóla Antonsdóttir & Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (2013). Tilkynntar nauðganir til lögreglu á árunum 2008 og 2009: Um afbrotið nauðgun, sakborning, brotaþola og málsmeðferð. Sótt af vefsíðu https://edda.hi.is/wp-content/uploads/2014/04/Einkenni-og-me%C3%B0fer%C3%B0-nau%C3%B0gunarm%C3%A1la-okt%C3%B3ber-2013.pdf [6] Eva Huld Ívarsdóttir (2020). Áhrif nauðgunarmýta á íslenska dómaframkvæmd í nauðgunarmálum. Sótt af https://ulfljotur.com/2020/10/02/ahrif-naudgunarmyta-a-islenska-domaframkvaemd-i-naudgunarmalum/ [7] Tidmarsh, Patrick & Hamilton, Gemma (2020). Misconceptions of sexual crimes against adult victims: Barriers to justice. Trends & issues in crime and criminal justice. Sótt af vefsíðunni https://www.aic.gov.au/sites/default/files/2020-11/ti611_misconceptions_of_sexual_crimes_against_adult_victims.pdf [8] Stjórnarráð Íslands (2023.) Aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota. Sótt af https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Domsmalaraduneytid/ymsar-skrar/Adgerdaa%c3%a6tlun_um_medferd_kynferdisbrota_2023_2025.pdf [9] Lögreglumenn (2020). Háskólanám gerir lögreglumenn að sérfræðingum. Sótt af https://logreglumenn.is/2020/11/08/haskolanam-gerir-logreglumenn-ad-serfraedingum/ [10] Ríkislögreglustjóri (2023). Eftirfylgnisamtöl að lokinni skýrslutöku vegna kynferðisbrota. Sótt af https://www.logreglan.is/eftirfylgnisamtol-ad-lokinni-skyrslutoku-vegna-kynferdisbrota/ [11] Lögreglan (e.d.) Forvarnir og fræðsla. Sótt af https://www.logreglan.is/fraedsla/ [12] Stjórnarráðið (2023). Þjónusta vegna ofbeldis: Starfshópur skilar tillögum. Sótt af https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/06/02/Thjonusta-vegna-ofbeldis-Starfshopur-skilar-tillogum/
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun