Framtíð sjúkraliða, viðbótarnám og nýliðun til að efla heilbrigðisþjónustuna Sandra B. Franks skrifar 10. október 2024 15:02 Aldursdreifing sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga sem ekki eru á lífeyrisaldri (yngri en 67 ára) sýnir ákveðinn mun á meðalaldri þessara stétta. Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis eru sjúkraliðar að meðaltali eldri en hjúkrunarfræðingar, þar sem meðalaldur sjúkraliða er 48,9 ár en meðalaldur hjúkrunarfræðinga er 45,2 ár. Miðgildi aldurs (þar sem helmingur hópsins er yngri og helmingur eldri) er 50,5 ár hjá sjúkraliðum en 45 ár hjá hjúkrunarfræðingum. Myndin sýnir aldursdreifingu sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga 67 ára og yngri Þessi aldursdreifing gefur vísbendingar um áskoranir sem sjúkraliðastéttin stendur frammi fyrir, hvað varðar nýliðun. Þar sem meðalaldur sjúkraliða er tiltölulega hár, þarf að leggja aukna áherslu á að bæta nýliðun innan stéttarinnar til að tryggja að heilbrigðiskerfið fái stöðuga innspýtingu af ungu og vel menntuðu starfsfólki. Áhrif þess að sjúkraliðar fara í hjúkrunarfræði Athygli vekur að 531 einstaklingur yngri en 67 ára hefur lokið bæði sjúkraliða- og hjúkrunarfræðinámi. Þessi þróun, þar sem sjúkraliðar fara úr stéttinni og bæta við sig hjúkrunarfræðinámi, er mjög óhagkvæm fyrir heilbrigðiskerfið í heild. Með því að missa reynda sjúkraliða yfir í hjúkrunarfræðistörf er hætta á að mikilvæg þekking og reynsla tapist í stétt sjúkraliða, sem annars veitir grunnþjónustu í hjúkrun og umönnun. Sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingar gegna ólíkum hlutverkum innan heilbrigðisstofnana. Hjúkrunarfræðingar eru oft ábyrgar fyrir flóknari læknisfræðilegum ákvörðunum og eftirliti, á meðan sjúkraliðar sinna mikilvægum grundvallarverkefnum á sviði hjúkrunar og umönnunar. Ef of margir sjúkraliðar hverfa yfir í hjúkrunarfræðistörf getur það valdið ójafnvægi í verkaskiptingu innan stofnana, þar sem skortur verður á starfsfólki sem sinnir grunnþjónustu. Með því að missa sjúkraliða úr stéttinni, er hætt við að samhæfing á milli þessara tveggja stétta veikist. Á meðan hjúkrunarfræðingar sinna sérhæfðari hlutverkum er mikilvægt að hafa sterka sjúkraliða til að styðja við almenna hjúkrun. Þessi samvinna er mikilvæg fyrir gæði þjónustunnar, en fækkun á sjúkraliðum getur veikt þetta samstarf og leitt til enn meiri pressu á hjúkrunarfræðinga. Framþróun starfa og teymisstjórastöður fyrir sjúkraliða Forysta Sjúkraliðafélags Íslands beitti sér fyrir því að koma á fót fagháskólanámi fyrir starfandi sjúkraliða, sem nú er kennt á tveimur kjörsviðum við Háskólann á Akureyri, þ.e. samfélagsgeðhjúkrun og öldrunar- og heimahjúkrun. Þetta nám er hannað til að veita sjúkraliðum þá sérhæfingu og auknu hæfni sem þarf til að sinna fjölbreyttari og ábyrgðarmeiri störfum innan stéttarinnar. Mikilvægt er að námið endurspegli áherslur stjórnvalda og breytt hlutverk sjúkraliða, sem felur meðal annars í sér að þeir geti gefið ákveðin lyf samkvæmt verklagsreglum heilbrigðisstofnana, þar á meðal lyf sem eru gefin undir húð og í vöðva, auk þess að sinna blóðtöku, uppsetningu þvagleggja og æðaleggja og fleira. Í stað þess að missa reynda sjúkraliða yfir í aðra stétt, ætti kerfið að leggja áherslu á að skapa fleiri tækifæri fyrir sjúkraliða til framþróunar innan stéttarinnar. Sérsniðið viðbótarnám fyrir sjúkraliða, sem veitir þeim tækifæri til að taka á sig fleiri ábyrgðarmikil verkefni, er lykilatriði í að halda sjúkraliðum innan stéttarinnar og auka nýliðun. Sérstaklega má horfa til þess að sjúkraliðar, sem hafa lokið viðbótarnámi, taki að sér teymisstjórastöður t.d. á hjúkrunarheimilum og í heimahjúkrun. Þannig geta sjúkraliðar, sem hafa aflað sér víðtækri reynslu og aukið við menntun sína, nýtt hæfileika sína og bætt gæði þjónustunnar sem veitt er. Slíkar leiðir til starfsframa munu stuðla að því að sjúkraliðar finni til sín í þeim störfum sem þeir sinna í samræmi við viðbótarmenntun sína og hverfa síður úr sjúkraliðastéttinni yfir í hjúkrunarfræðina. Íslenska heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir fjölmörgum áskorunum á komandi árum, ekki síst vegna öldrunar þjóðarinnar og aukinnar eftirspurnar eftir hjúkrunar- og umönnunarþjónustu. Með því að styrkja stöðu sjúkraliða og skapa fleiri tækifæri fyrir þá til framþróunar í starfi er hægt að tryggja að kerfið sé betur undirbúið til að mæta þessum áskorunum. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Háskólar Skóla- og menntamál Heilbrigðismál Mest lesið Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Sjá meira
Aldursdreifing sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga sem ekki eru á lífeyrisaldri (yngri en 67 ára) sýnir ákveðinn mun á meðalaldri þessara stétta. Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis eru sjúkraliðar að meðaltali eldri en hjúkrunarfræðingar, þar sem meðalaldur sjúkraliða er 48,9 ár en meðalaldur hjúkrunarfræðinga er 45,2 ár. Miðgildi aldurs (þar sem helmingur hópsins er yngri og helmingur eldri) er 50,5 ár hjá sjúkraliðum en 45 ár hjá hjúkrunarfræðingum. Myndin sýnir aldursdreifingu sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga 67 ára og yngri Þessi aldursdreifing gefur vísbendingar um áskoranir sem sjúkraliðastéttin stendur frammi fyrir, hvað varðar nýliðun. Þar sem meðalaldur sjúkraliða er tiltölulega hár, þarf að leggja aukna áherslu á að bæta nýliðun innan stéttarinnar til að tryggja að heilbrigðiskerfið fái stöðuga innspýtingu af ungu og vel menntuðu starfsfólki. Áhrif þess að sjúkraliðar fara í hjúkrunarfræði Athygli vekur að 531 einstaklingur yngri en 67 ára hefur lokið bæði sjúkraliða- og hjúkrunarfræðinámi. Þessi þróun, þar sem sjúkraliðar fara úr stéttinni og bæta við sig hjúkrunarfræðinámi, er mjög óhagkvæm fyrir heilbrigðiskerfið í heild. Með því að missa reynda sjúkraliða yfir í hjúkrunarfræðistörf er hætta á að mikilvæg þekking og reynsla tapist í stétt sjúkraliða, sem annars veitir grunnþjónustu í hjúkrun og umönnun. Sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingar gegna ólíkum hlutverkum innan heilbrigðisstofnana. Hjúkrunarfræðingar eru oft ábyrgar fyrir flóknari læknisfræðilegum ákvörðunum og eftirliti, á meðan sjúkraliðar sinna mikilvægum grundvallarverkefnum á sviði hjúkrunar og umönnunar. Ef of margir sjúkraliðar hverfa yfir í hjúkrunarfræðistörf getur það valdið ójafnvægi í verkaskiptingu innan stofnana, þar sem skortur verður á starfsfólki sem sinnir grunnþjónustu. Með því að missa sjúkraliða úr stéttinni, er hætt við að samhæfing á milli þessara tveggja stétta veikist. Á meðan hjúkrunarfræðingar sinna sérhæfðari hlutverkum er mikilvægt að hafa sterka sjúkraliða til að styðja við almenna hjúkrun. Þessi samvinna er mikilvæg fyrir gæði þjónustunnar, en fækkun á sjúkraliðum getur veikt þetta samstarf og leitt til enn meiri pressu á hjúkrunarfræðinga. Framþróun starfa og teymisstjórastöður fyrir sjúkraliða Forysta Sjúkraliðafélags Íslands beitti sér fyrir því að koma á fót fagháskólanámi fyrir starfandi sjúkraliða, sem nú er kennt á tveimur kjörsviðum við Háskólann á Akureyri, þ.e. samfélagsgeðhjúkrun og öldrunar- og heimahjúkrun. Þetta nám er hannað til að veita sjúkraliðum þá sérhæfingu og auknu hæfni sem þarf til að sinna fjölbreyttari og ábyrgðarmeiri störfum innan stéttarinnar. Mikilvægt er að námið endurspegli áherslur stjórnvalda og breytt hlutverk sjúkraliða, sem felur meðal annars í sér að þeir geti gefið ákveðin lyf samkvæmt verklagsreglum heilbrigðisstofnana, þar á meðal lyf sem eru gefin undir húð og í vöðva, auk þess að sinna blóðtöku, uppsetningu þvagleggja og æðaleggja og fleira. Í stað þess að missa reynda sjúkraliða yfir í aðra stétt, ætti kerfið að leggja áherslu á að skapa fleiri tækifæri fyrir sjúkraliða til framþróunar innan stéttarinnar. Sérsniðið viðbótarnám fyrir sjúkraliða, sem veitir þeim tækifæri til að taka á sig fleiri ábyrgðarmikil verkefni, er lykilatriði í að halda sjúkraliðum innan stéttarinnar og auka nýliðun. Sérstaklega má horfa til þess að sjúkraliðar, sem hafa lokið viðbótarnámi, taki að sér teymisstjórastöður t.d. á hjúkrunarheimilum og í heimahjúkrun. Þannig geta sjúkraliðar, sem hafa aflað sér víðtækri reynslu og aukið við menntun sína, nýtt hæfileika sína og bætt gæði þjónustunnar sem veitt er. Slíkar leiðir til starfsframa munu stuðla að því að sjúkraliðar finni til sín í þeim störfum sem þeir sinna í samræmi við viðbótarmenntun sína og hverfa síður úr sjúkraliðastéttinni yfir í hjúkrunarfræðina. Íslenska heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir fjölmörgum áskorunum á komandi árum, ekki síst vegna öldrunar þjóðarinnar og aukinnar eftirspurnar eftir hjúkrunar- og umönnunarþjónustu. Með því að styrkja stöðu sjúkraliða og skapa fleiri tækifæri fyrir þá til framþróunar í starfi er hægt að tryggja að kerfið sé betur undirbúið til að mæta þessum áskorunum. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun