Beeman með sýningu í fyrsta sigri nýliðanna Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. október 2024 21:07 Abby Beeman átti stórleik í kvöld. hamar/þór Hamar/Þór tók á móti Þór frá Akureyri í annarri umferð Bónus deildar kvenna í kvöld. Svo fór að heimaliðið vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu, 95-91 eftir æsispennandi leik. Leikurinn var gríðarlega jafn, frá upphafsflauti til enda, og lítinn mun var að sjá á tölfræði liðanna, en Þór tapaði boltanum reyndar töluvert oftar. Undir lokin voru heimakonur sterkari aðilinn, þó Þór hafi tekið þriggja stiga forystu í upphafi fjórða leikhluta. Hamarsliðið spilaði góða vörn og sneri stöðunni úr 65-68 í 75-68. Þetta tíu stiga áhlaup gerði í raun útslagið, gestirnir reyndu hvað þeir gátu að snúa leiknum sér í hag og minnkuðu muninn alveg niður í tvö stig, en tókst ekki að vinna upp forskotið sem Hamarsliðið hafði. 95-91 lokaniðurstaða leiks. Abby Claire Beeman spilaði stærsta hlutverkið í sigrinum. Skoraði 42 stig fyrir Hamar/Þór úr fimmtíu prósent skotnýtingu, greip 9 varnarfráköst og gaf 8 stoðsendingar auk þess að stela 3 boltum. Bónus-deild kvenna Hamar Þór Akureyri Þór Þorlákshöfn
Hamar/Þór tók á móti Þór frá Akureyri í annarri umferð Bónus deildar kvenna í kvöld. Svo fór að heimaliðið vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu, 95-91 eftir æsispennandi leik. Leikurinn var gríðarlega jafn, frá upphafsflauti til enda, og lítinn mun var að sjá á tölfræði liðanna, en Þór tapaði boltanum reyndar töluvert oftar. Undir lokin voru heimakonur sterkari aðilinn, þó Þór hafi tekið þriggja stiga forystu í upphafi fjórða leikhluta. Hamarsliðið spilaði góða vörn og sneri stöðunni úr 65-68 í 75-68. Þetta tíu stiga áhlaup gerði í raun útslagið, gestirnir reyndu hvað þeir gátu að snúa leiknum sér í hag og minnkuðu muninn alveg niður í tvö stig, en tókst ekki að vinna upp forskotið sem Hamarsliðið hafði. 95-91 lokaniðurstaða leiks. Abby Claire Beeman spilaði stærsta hlutverkið í sigrinum. Skoraði 42 stig fyrir Hamar/Þór úr fimmtíu prósent skotnýtingu, greip 9 varnarfráköst og gaf 8 stoðsendingar auk þess að stela 3 boltum.