Niðurskurður fjölbreytileikans í íslenskri kvikmyndagerð Dögg Mósesdóttir og Helga Rakel Rafnsdóttir skrifa 8. október 2024 14:30 Ísland var hástökkvari í Evrópu þegar að kom að aukningu á kvenleikstjórum sem leikstýrðu kvikmyndum frá árunum 2018 til 2022 (sjá mynd 1). Hlutfall kvenleikstjóra fór úr rúmum 13% í rúm 35% leikstjóra á Íslandi samkvæmt rannsókn the European Audiovisual Observatory, sjá hér. Á sama tíma var aukning á kvenkyns klippurum, framleiðendum og kvikmyndatökukonum en erlendar rannsóknir hafa sýnt að með aukningu kvenleikstjóra aukast líkur á að konur séu ráðnar í önnur störf í framleiðslunni. Þessi aukning átti sér stað þegar framlög til Kvikmyndasjóðs Íslands náðu ákveðnu hámarki (sjá mynd 2) og við viljum meina að tengsl séu þarna á milli, þar sem aukið framlag gefur rými fyrir nýliðun í faginu. Það gefur auga leið að til þess að fjölga konum úr 13% í 35% þarf að eiga sér stað mikil nýliðun kvenna. Með auknum framlögum til Kvikmyndasjóðs Íslands myndaðist rými fyrir nýliðun og rými fyrir konur til að segja sínar sögur. Nú stendur til að skera Kvikmyndasjóð Íslands um a.m.k. fjórðung og má því leiða líkur að því að Ísland taki tvö skref aftur á bak í átt að jöfnuði í faginu. Okkur vantaði ekki nema tæp 15% til að ná í jafnt hlutfall kven- og karlleikstjóra , fyrst allra Evrópuþjóða. Árið 2024 er gert ráð fyrir að 82,7% allra kvikmynda á heimsvísu verði leikstýrt af körlum. Ísland er þjóð sem leggur mikla áherslu á jafnréttissjónarmið og hefur lengi verið fremst þjóða þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Viljum við ekki sporna við þessari kynjuðu heimsmynd? Til þess þarf pláss og fjármagn fyrir nýliðun kvenna og kvára. Á þessu ári fengu aðeins tvær kvikmyndir framleiðslustyrk en ekki fjórar til sex eins og venjan er. Örfáar konur á Íslandi hafa afrekað að leikstýra fleiri en einni kvikmynd í fullri lengd og mjög lítil nýliðun hefur orðið þar. Þegar kemur að umsókn um fjármögnun frá Kvikmyndasjóði verður því erfitt fyrir konur og kynsegin fólk að keppa við margverðlaunaða karlleikstjóra sem eru með fjölda kvikmynda á ferilskránni, þegar að sjóðurinn ætlar aðeins að fjármagna tvær kvikmyndir á ári. Hér er líklegt að þegar niðurskurður verður þá eru konur, sem margar enn bera mesta ábyrgð á heimilunum, líklegastar til að hrökklast frá starfi. Afleiðingarnar eru alvarlegar ekki bara fyrir inngildingu almennt og fjölbreytileika í faginu heldur einnig í birtingamynd kynjanna á þessum öflugasta miðli samtímans auk afleiðingana sem þetta hefur á sjónarhorn okkar sameiginlega sagnarheims og áhrif þess á menningararfleið okkar. WIFT, Félag Kvenna í Kvikmyndum og Sjónvarpi, lýsir því yfir verulegum áhyggjum yfir niðurskurði þessum og mögulegra afleiðinga hans á stöðu jafnréttismála í kvikmyndageiranum. Ekki er um að ræða smávægilegan niðurskurð og hann gæti bitnað óhóflega á kvenkyns og kynsegin kvikmyndagerðarfólki. Virðingarfyllst, Höfundar eru í stjórn Wift á Íslandi. Ágústa Margrét Jóhannsdóttir, Dögg Mósesdóttir, Hafdís Kristín Lárusdóttir, Helga Rakel Rafnsdóttir, María Lea Ævarsdóttir, Ragnheiður Davíðsdóttir, Sol Berruezo Pichon-Rivière. Sólrún Freyja Sen, Vera Wonder Sölvadóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Sjá meira
Ísland var hástökkvari í Evrópu þegar að kom að aukningu á kvenleikstjórum sem leikstýrðu kvikmyndum frá árunum 2018 til 2022 (sjá mynd 1). Hlutfall kvenleikstjóra fór úr rúmum 13% í rúm 35% leikstjóra á Íslandi samkvæmt rannsókn the European Audiovisual Observatory, sjá hér. Á sama tíma var aukning á kvenkyns klippurum, framleiðendum og kvikmyndatökukonum en erlendar rannsóknir hafa sýnt að með aukningu kvenleikstjóra aukast líkur á að konur séu ráðnar í önnur störf í framleiðslunni. Þessi aukning átti sér stað þegar framlög til Kvikmyndasjóðs Íslands náðu ákveðnu hámarki (sjá mynd 2) og við viljum meina að tengsl séu þarna á milli, þar sem aukið framlag gefur rými fyrir nýliðun í faginu. Það gefur auga leið að til þess að fjölga konum úr 13% í 35% þarf að eiga sér stað mikil nýliðun kvenna. Með auknum framlögum til Kvikmyndasjóðs Íslands myndaðist rými fyrir nýliðun og rými fyrir konur til að segja sínar sögur. Nú stendur til að skera Kvikmyndasjóð Íslands um a.m.k. fjórðung og má því leiða líkur að því að Ísland taki tvö skref aftur á bak í átt að jöfnuði í faginu. Okkur vantaði ekki nema tæp 15% til að ná í jafnt hlutfall kven- og karlleikstjóra , fyrst allra Evrópuþjóða. Árið 2024 er gert ráð fyrir að 82,7% allra kvikmynda á heimsvísu verði leikstýrt af körlum. Ísland er þjóð sem leggur mikla áherslu á jafnréttissjónarmið og hefur lengi verið fremst þjóða þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Viljum við ekki sporna við þessari kynjuðu heimsmynd? Til þess þarf pláss og fjármagn fyrir nýliðun kvenna og kvára. Á þessu ári fengu aðeins tvær kvikmyndir framleiðslustyrk en ekki fjórar til sex eins og venjan er. Örfáar konur á Íslandi hafa afrekað að leikstýra fleiri en einni kvikmynd í fullri lengd og mjög lítil nýliðun hefur orðið þar. Þegar kemur að umsókn um fjármögnun frá Kvikmyndasjóði verður því erfitt fyrir konur og kynsegin fólk að keppa við margverðlaunaða karlleikstjóra sem eru með fjölda kvikmynda á ferilskránni, þegar að sjóðurinn ætlar aðeins að fjármagna tvær kvikmyndir á ári. Hér er líklegt að þegar niðurskurður verður þá eru konur, sem margar enn bera mesta ábyrgð á heimilunum, líklegastar til að hrökklast frá starfi. Afleiðingarnar eru alvarlegar ekki bara fyrir inngildingu almennt og fjölbreytileika í faginu heldur einnig í birtingamynd kynjanna á þessum öflugasta miðli samtímans auk afleiðingana sem þetta hefur á sjónarhorn okkar sameiginlega sagnarheims og áhrif þess á menningararfleið okkar. WIFT, Félag Kvenna í Kvikmyndum og Sjónvarpi, lýsir því yfir verulegum áhyggjum yfir niðurskurði þessum og mögulegra afleiðinga hans á stöðu jafnréttismála í kvikmyndageiranum. Ekki er um að ræða smávægilegan niðurskurð og hann gæti bitnað óhóflega á kvenkyns og kynsegin kvikmyndagerðarfólki. Virðingarfyllst, Höfundar eru í stjórn Wift á Íslandi. Ágústa Margrét Jóhannsdóttir, Dögg Mósesdóttir, Hafdís Kristín Lárusdóttir, Helga Rakel Rafnsdóttir, María Lea Ævarsdóttir, Ragnheiður Davíðsdóttir, Sol Berruezo Pichon-Rivière. Sólrún Freyja Sen, Vera Wonder Sölvadóttir
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun