Hlutleysi í NATO – Íslenskar varnir Ágústa Ágústsdóttir skrifar 8. október 2024 13:02 Er hægt að tilheyra NATO en samtímis lýsa sig hlutlausa þjóð? Stutta svarið er nei! NATO (Atlantshafsbandalagið) var stofnað 4. apríl 1949 og er Ísland eitt af tólf stofnríkjum þess. Í dag eru aðildarríkin 32 talsins. Þar utan við eru samstarfsríki og samstarfsþjóðir NATO fjölmargar víðsvegar um heiminn og starfað er náið með fjölda alþjóðastofnanna. NATO er varnarbandalag ríkja í N-Ameríku og Evrópu og fylgir staðfastlega þeirri grundvallareglu að árás á eitt eða fleiri aðildarríki skuli túlka sem árás á þau öll, eins og segir í 5. grein Atlantshafssáttmálans (Washington-sáttmálinn). Þessi réttur er svo viðurkenndur í 51. grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ein af grunnstoðum bandalagsins er svokölluð samhljóða ákvarðanataka. Það þýðir að niðurstaða er ekki fengin með kosningum heldur ræða menn sig niður á sameiginlega ákvörðun (diplómatíska leiðin). Því eru allar ákvarðanir NATO, sameiginleg viljayfirlýsing allra 32 aðildarríkjanna. Þegar við beinum sjónum okkar að íslenskum vörnum sem eru í besta falli mjög máttlausar gagnvart alvarlegri hernaðarlegri árás á landið, veltir maður fyrir sér rökréttri leið til að efla og styrkja þær svo vit sé í. Landfræðileg lega Íslands er gríðarlega mikilvæg út frá hernaðarlegum sjónarmiðum. Þar utan við er eyjan rík af auðlindum. Ef á okkur yrði ráðist, þá hvað? Líklegasta svarið myndi þá vera “NATO myndi koma og verja okkur” ekki satt? Skoðum þá viðbragðstíma bandalagsins við árás á annað ríki. Samkvæmt sáttmálanum er NATO skuldbundið að leita ávallt friðsamlegra leiða við úrlausn. Ef það reynist ekki unnt hefur bandalagið hernaðarlegt bolmagn til að grípa til aðgerða. Uppgefinn viðbragðstími NATO er allt frá 5 og upp í 30 daga og er eins og áður segir háð diplómatískri leið til niðurstöðu ákvörðunar. Þá getur tekið allt að 5 daga að hrinda fyrsta stigi af nokkrum af stað, eftir að viðbragð hefur verið virkjað. Íslenska þjóðin væri því berskjölduð fyrstu dagana ef til árásar eða innrásar kæmi og klárt að mikill skaði hlytist af. Því er ekki órökrétt að taka upp umræðu um kosti þess að stofna íslenskt varnarlið. Áður en menn skella upp úr eða hoppa upp á nef sér í fljótfærni skulum við hafa það á hreinu að ekki er verið að tala um stofnun hers ásamt meðfylgjandi tækjum og tólum. Slíkt myndum við illa ráða við fjárhagslega og er algjörlega óraunhæft. En að starfrækja varnarlið væri mögulegt. Teymi sem væri með hernaðarlega þjálfun á bakinu og hefði það markmið að verja þjóðina og innviði þar til liðsauki bærist. Þetta teymi gæti t.d. heyrt undir Landhelgisgæsluna. Grundvöllur slíks teymis væri náið samstarf við erlenda herþjóð eins og t.d. Noreg sem stendur okkur landfræðilega nálægt og hefur mikla reynslu af herþjálfun á norðurslóðum. Að gera Íslendingum kleift að ganga í norska herinn, fá viðeigandi þjálfun og reynslu til svo að þjóna sínu landi væri gríðarlega dýrmætt fyrir þjóðina og myndi auka öryggi til muna. Jú við erum friðelskandi þjóð en búum í sívöltum heimi þar sem friðurinn er hringinn um hnöttinn allt of oft fótum troðinn. Þá getum við líka spurt okkur að því hvers vegna við séum í NATO ef við ætlum ekkert að gera til að verja okkur sjálf. Við viljum vera með í partýinu en ætlumst til þess að dætur og synir annara þjóða komi hlaupandi okkur til bjargar. Það er ekki bara órökrétt heldur ótrúlega hrokafullt. Það er hins vegar fullkomlega rökrétt að þjóðin, miðað við fólksfjölda, komi sér upp viðbragðsvarnarteymi sem hefur það hlutverk að bregðast við þegar hætta steðjar að. Slíkt teymi gæti aukreitis komið að mörgum öðrum störfum eins og t.d. eftirlit af ýmsum toga og viðbragð við náttúruvám í samstarfi við björgunarsveitir og lögreglu t.d. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í NA-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Miðflokkurinn NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Sjá meira
Er hægt að tilheyra NATO en samtímis lýsa sig hlutlausa þjóð? Stutta svarið er nei! NATO (Atlantshafsbandalagið) var stofnað 4. apríl 1949 og er Ísland eitt af tólf stofnríkjum þess. Í dag eru aðildarríkin 32 talsins. Þar utan við eru samstarfsríki og samstarfsþjóðir NATO fjölmargar víðsvegar um heiminn og starfað er náið með fjölda alþjóðastofnanna. NATO er varnarbandalag ríkja í N-Ameríku og Evrópu og fylgir staðfastlega þeirri grundvallareglu að árás á eitt eða fleiri aðildarríki skuli túlka sem árás á þau öll, eins og segir í 5. grein Atlantshafssáttmálans (Washington-sáttmálinn). Þessi réttur er svo viðurkenndur í 51. grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ein af grunnstoðum bandalagsins er svokölluð samhljóða ákvarðanataka. Það þýðir að niðurstaða er ekki fengin með kosningum heldur ræða menn sig niður á sameiginlega ákvörðun (diplómatíska leiðin). Því eru allar ákvarðanir NATO, sameiginleg viljayfirlýsing allra 32 aðildarríkjanna. Þegar við beinum sjónum okkar að íslenskum vörnum sem eru í besta falli mjög máttlausar gagnvart alvarlegri hernaðarlegri árás á landið, veltir maður fyrir sér rökréttri leið til að efla og styrkja þær svo vit sé í. Landfræðileg lega Íslands er gríðarlega mikilvæg út frá hernaðarlegum sjónarmiðum. Þar utan við er eyjan rík af auðlindum. Ef á okkur yrði ráðist, þá hvað? Líklegasta svarið myndi þá vera “NATO myndi koma og verja okkur” ekki satt? Skoðum þá viðbragðstíma bandalagsins við árás á annað ríki. Samkvæmt sáttmálanum er NATO skuldbundið að leita ávallt friðsamlegra leiða við úrlausn. Ef það reynist ekki unnt hefur bandalagið hernaðarlegt bolmagn til að grípa til aðgerða. Uppgefinn viðbragðstími NATO er allt frá 5 og upp í 30 daga og er eins og áður segir háð diplómatískri leið til niðurstöðu ákvörðunar. Þá getur tekið allt að 5 daga að hrinda fyrsta stigi af nokkrum af stað, eftir að viðbragð hefur verið virkjað. Íslenska þjóðin væri því berskjölduð fyrstu dagana ef til árásar eða innrásar kæmi og klárt að mikill skaði hlytist af. Því er ekki órökrétt að taka upp umræðu um kosti þess að stofna íslenskt varnarlið. Áður en menn skella upp úr eða hoppa upp á nef sér í fljótfærni skulum við hafa það á hreinu að ekki er verið að tala um stofnun hers ásamt meðfylgjandi tækjum og tólum. Slíkt myndum við illa ráða við fjárhagslega og er algjörlega óraunhæft. En að starfrækja varnarlið væri mögulegt. Teymi sem væri með hernaðarlega þjálfun á bakinu og hefði það markmið að verja þjóðina og innviði þar til liðsauki bærist. Þetta teymi gæti t.d. heyrt undir Landhelgisgæsluna. Grundvöllur slíks teymis væri náið samstarf við erlenda herþjóð eins og t.d. Noreg sem stendur okkur landfræðilega nálægt og hefur mikla reynslu af herþjálfun á norðurslóðum. Að gera Íslendingum kleift að ganga í norska herinn, fá viðeigandi þjálfun og reynslu til svo að þjóna sínu landi væri gríðarlega dýrmætt fyrir þjóðina og myndi auka öryggi til muna. Jú við erum friðelskandi þjóð en búum í sívöltum heimi þar sem friðurinn er hringinn um hnöttinn allt of oft fótum troðinn. Þá getum við líka spurt okkur að því hvers vegna við séum í NATO ef við ætlum ekkert að gera til að verja okkur sjálf. Við viljum vera með í partýinu en ætlumst til þess að dætur og synir annara þjóða komi hlaupandi okkur til bjargar. Það er ekki bara órökrétt heldur ótrúlega hrokafullt. Það er hins vegar fullkomlega rökrétt að þjóðin, miðað við fólksfjölda, komi sér upp viðbragðsvarnarteymi sem hefur það hlutverk að bregðast við þegar hætta steðjar að. Slíkt teymi gæti aukreitis komið að mörgum öðrum störfum eins og t.d. eftirlit af ýmsum toga og viðbragð við náttúruvám í samstarfi við björgunarsveitir og lögreglu t.d. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í NA-kjördæmi.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun