Lopabuxur og geitavesti á tískusýningu í sveitinni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. október 2024 20:06 Sýningarnefndin frá hægri, Kristbjörg Hilmarsdóttir, Valgerður Hildibrandsdóttir og Guðný Söring Sigurðardóttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslenskar prjónavörur hafa sjaldan eða aldrei verið eins vinsælar og nú, enda rjúka vörurnar út eins og heitar lummur hjá prjónakonum og hönnuðum varanna. Geitaskinnsvesti eru líka að slá í gegn, svo ekki sé minnst á lopabuxur. Ullarvika Suðurlands fór fram í síðust viku en einn af hápunktum vikunnar var tískusýning prjónahönnuða, allt sunnlenskar prjónakonur, sem sýndu sig og það sem þær eru að gera með íslenska ullina á sviðinu í félagsheimilinu Þingborg í Flóa. En fyrst eru það prjónasjölin, sem eru alls staðar að slá í gegn enda komin út sérstök bók um þau á íslensku og ensku. „Þetta eru sem sagt sjöl og það er uppskriftir af nýjum sjölum og hvert sjal á sér sjalasystur þannig að samtals eru 18 myndir af sjölum í bókinni,” segir Bergrós Kjartansdóttir, höfundur bókarinnar. Og Bergrós segir að enn og aftur sé íslenska ullin að sjá í gegn. „Alveg hreint, algjörlega, íslenska ullin er bara ómótstæðileg. Hún er svo þolinmóð, það er hægt að hnjaskast með hana endalaust, það sér ekki á henni, hún er alltaf eins og ný á nýjum degi.” Bergrós með nýju bókina sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þá eru það tískusýningin, sem sló algjörlega í gegn. Margrét Blöndal var kynnir og komu prjónahönnuðirnir á sviðið með sínu fólki til að kynna nýjustu tískuna, en hvað var aðallega verið að sýna? „Bara öll flottustu fötin á Íslandi úr íslenskri ull, það getur ekkert verið neitt betra og flottara. Þetta eru peysur, húfur, sjöl, buxur, dreki, geitur, húfur, sokkar, vettlingar,” segja þær Kristbjörg Hilmarsdóttir og Valgerður Hildibrandsdóttir, sem voru í sýningarnefndinni. „Þetta á eftir að slá í gegn, hér eru bara bestu hönnuðirnir og prjónakonurnar,” bætir Guðný Söring Sigurðardóttir, sem á einnig sæti í sýningarnefndinni. Tískusýningin tókst einstaklega vel og var mjög fjölsótt. Börn, unglingar og fullorðnir tóku þátt eins og ekkert væri.Magnús Hlynur Hreiðarsson En af hverju er ullin svona vinsæl? „Hún bara gerir allt fyrir okkur, hitar okkur, gerir okkur flottar, það er bara svo margt með ullina, hún er svo yndisleg, gaman að vinna úr henni, spinna úr henni, prjóna úr henni, gaman að rýja kindurnar, gaman að umgangast kindurnar, það er allt gott við ullina,” segir Kristbjörg. Geitaskinnsvesti, sem Anna María Flygenring geitabóndi gerði og hannaði vakti mikla athygli og ekki síður vasinn fyrir snjallsímann enda hringdi síminn þegar hún var uppi á sviði. Anna María talandi í símann í geitaskinnsvestinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hönnun Sigríðar Jónsdóttur, sauðfjárbónda vakti líka athygli enda var talað um að hún væri með villtasta atriðið á sviðinu þegar hún sýndi peysuna sína, sem heitir Dreki og ekki síður þegar hún fór að fækka fötum á sviðinu þannig að það hægt væri að sjá vel og vandlega lopabuxurnar hennar, sem hún hannaði og prjónaði af sinni alkunnu snilld. Sigríður Jónsdóttir á sviðinu í Þingborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Sauðfé Tíska og hönnun Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Ullarvika Suðurlands fór fram í síðust viku en einn af hápunktum vikunnar var tískusýning prjónahönnuða, allt sunnlenskar prjónakonur, sem sýndu sig og það sem þær eru að gera með íslenska ullina á sviðinu í félagsheimilinu Þingborg í Flóa. En fyrst eru það prjónasjölin, sem eru alls staðar að slá í gegn enda komin út sérstök bók um þau á íslensku og ensku. „Þetta eru sem sagt sjöl og það er uppskriftir af nýjum sjölum og hvert sjal á sér sjalasystur þannig að samtals eru 18 myndir af sjölum í bókinni,” segir Bergrós Kjartansdóttir, höfundur bókarinnar. Og Bergrós segir að enn og aftur sé íslenska ullin að sjá í gegn. „Alveg hreint, algjörlega, íslenska ullin er bara ómótstæðileg. Hún er svo þolinmóð, það er hægt að hnjaskast með hana endalaust, það sér ekki á henni, hún er alltaf eins og ný á nýjum degi.” Bergrós með nýju bókina sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þá eru það tískusýningin, sem sló algjörlega í gegn. Margrét Blöndal var kynnir og komu prjónahönnuðirnir á sviðið með sínu fólki til að kynna nýjustu tískuna, en hvað var aðallega verið að sýna? „Bara öll flottustu fötin á Íslandi úr íslenskri ull, það getur ekkert verið neitt betra og flottara. Þetta eru peysur, húfur, sjöl, buxur, dreki, geitur, húfur, sokkar, vettlingar,” segja þær Kristbjörg Hilmarsdóttir og Valgerður Hildibrandsdóttir, sem voru í sýningarnefndinni. „Þetta á eftir að slá í gegn, hér eru bara bestu hönnuðirnir og prjónakonurnar,” bætir Guðný Söring Sigurðardóttir, sem á einnig sæti í sýningarnefndinni. Tískusýningin tókst einstaklega vel og var mjög fjölsótt. Börn, unglingar og fullorðnir tóku þátt eins og ekkert væri.Magnús Hlynur Hreiðarsson En af hverju er ullin svona vinsæl? „Hún bara gerir allt fyrir okkur, hitar okkur, gerir okkur flottar, það er bara svo margt með ullina, hún er svo yndisleg, gaman að vinna úr henni, spinna úr henni, prjóna úr henni, gaman að rýja kindurnar, gaman að umgangast kindurnar, það er allt gott við ullina,” segir Kristbjörg. Geitaskinnsvesti, sem Anna María Flygenring geitabóndi gerði og hannaði vakti mikla athygli og ekki síður vasinn fyrir snjallsímann enda hringdi síminn þegar hún var uppi á sviði. Anna María talandi í símann í geitaskinnsvestinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hönnun Sigríðar Jónsdóttur, sauðfjárbónda vakti líka athygli enda var talað um að hún væri með villtasta atriðið á sviðinu þegar hún sýndi peysuna sína, sem heitir Dreki og ekki síður þegar hún fór að fækka fötum á sviðinu þannig að það hægt væri að sjá vel og vandlega lopabuxurnar hennar, sem hún hannaði og prjónaði af sinni alkunnu snilld. Sigríður Jónsdóttir á sviðinu í Þingborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Sauðfé Tíska og hönnun Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira