Nágrannar óskast! Embla Vigfúsdóttir skrifar 7. október 2024 11:02 Hversu vel þekkir þú nágranna þína? Bankar þú á næstu dyr og færð lánað lyftiduft þegar þú fattar í miðri köku að það er búið? Myndir þú biðja fólkið á efri hæðinni að vökva blómin þín meðan þú færir til Tene? Í mörg þúsund kynslóðir bjuggum við mannfólkið í þéttu samfélagi hvert við annað. Við bjuggum saman í hópum, deildum mat, skjóli og ábyrgð hvert með öðru. Við pössuðum upp á hvert annað. Við vorum heild. En fyrir um 20 kynslóðum síðan byrjaði þetta fyrirkomulag að breytast. Við fórum að búa í smærri og smærri einingum og núorðið búum við oftast í litlum kjarnafjölskyldum. Veggir, vegir, garðar og girðingar hafa hólfað okkur af, svo að í hversdeginum vitum við oft lítið um þá sem búa okkur næst. Það er því ekki furða að einmanaleiki sé að aukast, við mannverur erum jú hópdýr. Á Íslandi segjast 36% fólks vera stundum, oft eða alltaf einmana. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur lýst yfir að einmanaleiki sé alþjóðlegt áhyggjuefni og hafi jafnmikil – og oft verri – heilsufarsáhrif en reykingar, ofþyngd og mikil áfengisneysla. Þessar áhyggjur eiga ekki eingöngu við um eldra fólk heldur sýna rannsóknir að einmanaleiki er ört vaxandi vandamál hjá yngra fólki. Á sama tíma er gríðarlegt álag á barnafjölskyldum sem hafa ekki næga klukkutíma í sólarhringnum. Barnauppeldi er krefjandi og oft talað um að það þurfi heilt þorp til að ala barn. Þorp segirðu? Hvað ef við hefðum þorp inni í borg? Væri það hægt? Ójá, það er hægt. Til eru fjölmörg dæmi víðsvegar um heiminn sem sýna að það er vel hægt. Það er byggðarlag sem kallað er co-housing eða kjarnasamfélag og hefur verið til í rúmlega 50 ár undir því nafni. Kjarnasamfélög eru skipulagt samfélag, byggt upp af íbúðum eða húsaþyrpingu með sameiginlegri miðju. Híbýlin eru alltaf í eign íbúanna sjálfra og saman velja þeir að sameinast um suma hlut, rými og ábyrgð. Íbúar eiga þá sína eigin íbúð/hús með öllu sem því fylgir en hafa einnig aðgang að sameiginlegum rýmum, eins og stóru eldhúsi, borðsal og t.d. leikfimisal, gróðurhús eða verkstæði. Þá borða íbúar sameiginlegar máltíðir reglulega sem styrkir félagsleg tengsl þeirra á milli. Oft verða til klúbbar um sameiginleg áhugamál og sjálfsprottnir viðburðir og hittingar. Þannig myndast oft hversdagslegur samgangur milli nágranna, börnin fá þorpsbúana sína og fullorðnir fá langþráð félagslíf. Eins og í litlu þorpi. Ef þú ert núna með fullt af praktískum eða skeptískum og praktískum spurningum um hvernig þetta útópíska samlíf geti gengið upp þá er heppnin með þér, því þann 10. október verður nefnilega fyrirlestrakvöld um kjarnasamfélög í Iðnó, kl 19:30 sem heitir Living Closer. Þar verða sérfræðingar að utan sem hafa stofnað, búa í, og aðstoðað aðra við stofnun kjarnasamfélaga sem koma og fræða okkur um þennan híbýlakost sem ekki hefur staðið til boða hér á landi og svara öllum þínum spurningum. Okkur í Kjarnasamfélagi Reykjavíkur langar nefnilega að taka frumkvæðið að því að stofna fyrsta kjarnasamfélagið hérlendis, sem síðan gæti rutt brautina fyrir fleiri. Byggja þorp inn í borginni. Samfélag, ekki bara íverustað. Því það getur borgað sig að þekkja þá sem búa manni næst, eins og þegar lyftiduftið klárast. Höfundur er hönnuður og meðlimur í Kjarnasamfélagi Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Hversu vel þekkir þú nágranna þína? Bankar þú á næstu dyr og færð lánað lyftiduft þegar þú fattar í miðri köku að það er búið? Myndir þú biðja fólkið á efri hæðinni að vökva blómin þín meðan þú færir til Tene? Í mörg þúsund kynslóðir bjuggum við mannfólkið í þéttu samfélagi hvert við annað. Við bjuggum saman í hópum, deildum mat, skjóli og ábyrgð hvert með öðru. Við pössuðum upp á hvert annað. Við vorum heild. En fyrir um 20 kynslóðum síðan byrjaði þetta fyrirkomulag að breytast. Við fórum að búa í smærri og smærri einingum og núorðið búum við oftast í litlum kjarnafjölskyldum. Veggir, vegir, garðar og girðingar hafa hólfað okkur af, svo að í hversdeginum vitum við oft lítið um þá sem búa okkur næst. Það er því ekki furða að einmanaleiki sé að aukast, við mannverur erum jú hópdýr. Á Íslandi segjast 36% fólks vera stundum, oft eða alltaf einmana. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur lýst yfir að einmanaleiki sé alþjóðlegt áhyggjuefni og hafi jafnmikil – og oft verri – heilsufarsáhrif en reykingar, ofþyngd og mikil áfengisneysla. Þessar áhyggjur eiga ekki eingöngu við um eldra fólk heldur sýna rannsóknir að einmanaleiki er ört vaxandi vandamál hjá yngra fólki. Á sama tíma er gríðarlegt álag á barnafjölskyldum sem hafa ekki næga klukkutíma í sólarhringnum. Barnauppeldi er krefjandi og oft talað um að það þurfi heilt þorp til að ala barn. Þorp segirðu? Hvað ef við hefðum þorp inni í borg? Væri það hægt? Ójá, það er hægt. Til eru fjölmörg dæmi víðsvegar um heiminn sem sýna að það er vel hægt. Það er byggðarlag sem kallað er co-housing eða kjarnasamfélag og hefur verið til í rúmlega 50 ár undir því nafni. Kjarnasamfélög eru skipulagt samfélag, byggt upp af íbúðum eða húsaþyrpingu með sameiginlegri miðju. Híbýlin eru alltaf í eign íbúanna sjálfra og saman velja þeir að sameinast um suma hlut, rými og ábyrgð. Íbúar eiga þá sína eigin íbúð/hús með öllu sem því fylgir en hafa einnig aðgang að sameiginlegum rýmum, eins og stóru eldhúsi, borðsal og t.d. leikfimisal, gróðurhús eða verkstæði. Þá borða íbúar sameiginlegar máltíðir reglulega sem styrkir félagsleg tengsl þeirra á milli. Oft verða til klúbbar um sameiginleg áhugamál og sjálfsprottnir viðburðir og hittingar. Þannig myndast oft hversdagslegur samgangur milli nágranna, börnin fá þorpsbúana sína og fullorðnir fá langþráð félagslíf. Eins og í litlu þorpi. Ef þú ert núna með fullt af praktískum eða skeptískum og praktískum spurningum um hvernig þetta útópíska samlíf geti gengið upp þá er heppnin með þér, því þann 10. október verður nefnilega fyrirlestrakvöld um kjarnasamfélög í Iðnó, kl 19:30 sem heitir Living Closer. Þar verða sérfræðingar að utan sem hafa stofnað, búa í, og aðstoðað aðra við stofnun kjarnasamfélaga sem koma og fræða okkur um þennan híbýlakost sem ekki hefur staðið til boða hér á landi og svara öllum þínum spurningum. Okkur í Kjarnasamfélagi Reykjavíkur langar nefnilega að taka frumkvæðið að því að stofna fyrsta kjarnasamfélagið hérlendis, sem síðan gæti rutt brautina fyrir fleiri. Byggja þorp inn í borginni. Samfélag, ekki bara íverustað. Því það getur borgað sig að þekkja þá sem búa manni næst, eins og þegar lyftiduftið klárast. Höfundur er hönnuður og meðlimur í Kjarnasamfélagi Reykjavíkur.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun