Sjáðu Luis Enrique húðskamma Mbappé Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. október 2024 12:32 Luis Enrique ræðir við Kylian Mbappé. getty/Jose Breton Í nýrri heimildamynd um Luis Enrique, knattspyrnustjóra Paris Saint-Germain, sést hann húðskamma stórstjörnuna Kylian Mbappé. Luis Enrique tók við PSG fyrir síðasta tímabil og stýrði liðinu til sigurs í frönsku úrvalsdeildinni. Þá komst PSG í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Í átta liða úrslitunum mætti PSG gamla liðinu hans Enriques, Barcelona. Og fyrir seinni leikinn í einvíginu lét Enrique Mbappé heyra það eins og sést í heimildamyndinni. Hann vildi að framherjinn legði sig meira fram í varnarleiknum. „Ég las að þú værir hrifinn af Michael Jordan. Hann tók í hnakkadrambið á samherjum sínum og varðist eins og brjálæðingur. Þú verður að gefa tóninn, fyrst sem manneskja og sem leikmaður,“ sagði Enrique við Mbappé. „Allan leikinn verður þú að pressa [Pau] Cubarsí svo hann komist ekki fram með boltann og pressa [Marc-André] Ter Stegen svo hann gefi boltann fljótt frá sér og vera snöggur að koma þér til baka. Af hverju? Til að vera leiðtogi.“ "He leído que te gustaba Michael Jordan"."Michael Jordan se ponía a defender como un hijo de p***".#LuisEnrique 🗣️ Mbappé 📼 Lunes 7, '𝑵𝒐 𝒕𝒆𝒏𝒆́𝒊𝒔 𝒏𝒊 **** 𝒊𝒅𝒆𝒂' Capítulo 2. pic.twitter.com/VSYqtTAIsl— Fútbol en Movistar Plus+ (@MovistarFutbol) October 3, 2024 Enrique vildi sjá Mbappé sýna meiri leiðtogahæfni í leiknum gegn Barcelona. „Þú ert ótrúlegur. Þú ert heimsklassa leikmaður. Engin spurning. En það er ekki nóg fyrir mig. Sannur leiðtogi er einhver sem hjálpar okkur í öllum þáttum leiksins,“ sagði Enrique. „Það er það sem ég vil að þú gerir. Að vera leiðtogi hérna. Ég vil að þú getir gengið út um dyrnar án þess að sjá eftir nokkru. Þú verður að vinna. Ekki sækja. Þú ert frábær sóknarmaður. Þú sækir eins og brjálæðingur. En þegar þú getur það ekki verðurðu að vera besti varnarmaður í heimi. Það er leiðtogi. Það er Michael Jordan.“ Orð Enriques virðast hafa haft góð áhrif á Mbappé því hann skoraði tvö mörk í leiknum gegn Barcelona sem PSG vann, 4-1. Eftir tímabilið gekk Mbappé í raðir Real Madrid eins og við var búist. Hann er markahæsti leikmaður í sögu PSG og varð fimm sinnum franskur meistari með liðinu. Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Segir að Xavi hafi látið Barcelona spila eins og Eibar Luis Enrique skýtur föstum skotum að Xavi í nýrri heimildamynd. Hann segir að Xavi hafi látið Barcelona spila eins og smálið. 27. september 2024 11:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjá meira
Luis Enrique tók við PSG fyrir síðasta tímabil og stýrði liðinu til sigurs í frönsku úrvalsdeildinni. Þá komst PSG í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Í átta liða úrslitunum mætti PSG gamla liðinu hans Enriques, Barcelona. Og fyrir seinni leikinn í einvíginu lét Enrique Mbappé heyra það eins og sést í heimildamyndinni. Hann vildi að framherjinn legði sig meira fram í varnarleiknum. „Ég las að þú værir hrifinn af Michael Jordan. Hann tók í hnakkadrambið á samherjum sínum og varðist eins og brjálæðingur. Þú verður að gefa tóninn, fyrst sem manneskja og sem leikmaður,“ sagði Enrique við Mbappé. „Allan leikinn verður þú að pressa [Pau] Cubarsí svo hann komist ekki fram með boltann og pressa [Marc-André] Ter Stegen svo hann gefi boltann fljótt frá sér og vera snöggur að koma þér til baka. Af hverju? Til að vera leiðtogi.“ "He leído que te gustaba Michael Jordan"."Michael Jordan se ponía a defender como un hijo de p***".#LuisEnrique 🗣️ Mbappé 📼 Lunes 7, '𝑵𝒐 𝒕𝒆𝒏𝒆́𝒊𝒔 𝒏𝒊 **** 𝒊𝒅𝒆𝒂' Capítulo 2. pic.twitter.com/VSYqtTAIsl— Fútbol en Movistar Plus+ (@MovistarFutbol) October 3, 2024 Enrique vildi sjá Mbappé sýna meiri leiðtogahæfni í leiknum gegn Barcelona. „Þú ert ótrúlegur. Þú ert heimsklassa leikmaður. Engin spurning. En það er ekki nóg fyrir mig. Sannur leiðtogi er einhver sem hjálpar okkur í öllum þáttum leiksins,“ sagði Enrique. „Það er það sem ég vil að þú gerir. Að vera leiðtogi hérna. Ég vil að þú getir gengið út um dyrnar án þess að sjá eftir nokkru. Þú verður að vinna. Ekki sækja. Þú ert frábær sóknarmaður. Þú sækir eins og brjálæðingur. En þegar þú getur það ekki verðurðu að vera besti varnarmaður í heimi. Það er leiðtogi. Það er Michael Jordan.“ Orð Enriques virðast hafa haft góð áhrif á Mbappé því hann skoraði tvö mörk í leiknum gegn Barcelona sem PSG vann, 4-1. Eftir tímabilið gekk Mbappé í raðir Real Madrid eins og við var búist. Hann er markahæsti leikmaður í sögu PSG og varð fimm sinnum franskur meistari með liðinu.
Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Segir að Xavi hafi látið Barcelona spila eins og Eibar Luis Enrique skýtur föstum skotum að Xavi í nýrri heimildamynd. Hann segir að Xavi hafi látið Barcelona spila eins og smálið. 27. september 2024 11:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjá meira
Segir að Xavi hafi látið Barcelona spila eins og Eibar Luis Enrique skýtur föstum skotum að Xavi í nýrri heimildamynd. Hann segir að Xavi hafi látið Barcelona spila eins og smálið. 27. september 2024 11:00