Erlent

Vita um tvo Ís­lendinga í Líbanon

Jón Þór Stefánsson skrifar
Ísraelsher gerði áras á bæinn Khiam í Líbanon í dag.
Ísraelsher gerði áras á bæinn Khiam í Líbanon í dag. EPA

Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um tvo íslenska ríkisborgara í Líbanon. Annar þeirra hefur óskað eftir aðstoð Borgaraþjónustu ráðuneytisins.

Þetta kemur fram í svari Ægis Þórs Eysteinssonar, fjölmiðlafulltrúa utanríkisráðuneytisins, við fyrirspurn fréttastofu. Hann segist að öðru leyti ekki geta tjáð sig um einstök borgaraþjónustumál.

Mögulegum undankomuleiðum fer ört fækkandi

Ægir bendir á að möguleikum á því að komast með hefðbundum leiðum úr Líbanon fari ört fækkandi. Því sé mikilvægt fyrir þá sem ætla að yfirgefa landið að gera það sem allra fyrst.

„Við biðjum Íslendinga í Líbanon að hafa samband við borgaraþjónustuna og láta vita af sér, jafnvel þó þeir óski ekki eftir aðstoð. Annað hvort í síma +354 545 0112 eða með tölvupósti á netfangið [email protected],“ segir í svari Ægis.

Undanfarnar vikur hafa átök í miðausturlöndum stigmagnast. Á mánudag réðst Ísraelsher inn í Líbanon. Og á mánudag skutu Íranir skotflaugum að Ísrael. Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálum, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að verulegar líkur væru á því að stórt stríð myndi breiðist út í Miðausturlöndum.

Yfirvöld í Líbanon segja 1,2 milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna árása Ísraela. Þá hafi tvö þúsund manns fallið síðastliðinn tvö ár, en þar af hafi flestir látið lífið í síðustu tvær vikur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×