Guðjohnsen snýr aftur á Brúna: „Sérstakt fyrir mig og pabba“ Aron Guðmundsson skrifar 3. október 2024 10:06 Feðgarnir Eiður Smári og Andri Lucas Guðjohnsen á góðri stundu þegar að sá fyrrnefndi var leikmaður Chelsea. Vísir/Getty Í kvöld dregur til tíðinda í Sambandsdeild Evrópu þegar að Chelsea tekur á móti belgíska félagsliðinu KAA Gent. Með liði Gent spilar íslenski landsliðsmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen og mun hann því í kvöld spreyta sig á Stamford Bridge, leikvangi þar sem að faðir hans, Eiður Smári Guðjohnsen, gerði garðinn frægan á sínum tíma. „Þetta er nokkuð dæmigert er það ekki?“ segir Andri Lucas í samtali við blaðamann BBC sem ritar grein um endurkomu Guðjohnsen nafnsins á Stamford Bridge. „Að dragast á móti Chelsea í Sambandsdeildinni.“ Eiður Smári Guðjohnsen á sérstakan stað í hjörtum stuðningsmanna Chelsea eftir að hafa leikið þar á sínum tíma og verið afar sigursæll. Með Chelsea varð Eiður Smári til að mynda í tvígang Englandsmeistari. Hann lék 263 leiki fyrir félagið, skoraði 78 mörk og gaf fjörutíu stoðsendingar á yfir sex ára tímabili frá 2000 til ársins 2006 en þá lá leið hans til Barcelona. Eiður Smári fagnar Englandsmeistaratitli með Chelsea undir stjórn José MourinhoVísir/Getty Allir þrír synir Eiðs Smára hafa fylgt í fótspor hans og eru nú atvinnumenn í knattspyrnu. Andri Lucas er næstelsti sonur Eiðs Smára og leikur eins og áður segir með Gent sem mætir á Brúna í kvöld. Sjálfur er Andri 22 ára gamall. Fæddur árið 2002 og segist hann muna glefsur frá tíma föður síns hjá Chelsea. Andri Lucas Guðjohnsen í leik með GentGetty/Srdjan Stevanovic „Það fyrsta sem ég gerði, þegar að ég sá að við höfðum dregist á móti Chelsea, var að hringja í föður minn. Þetta er sérstakt. Bæði fyrir mig og hann. Þegar að ég fæddist var pabbi leikmaður Chelsea. Þetta er einstakur dráttur að fá í Sambandsdeildinni.“ Í ítarlegri grein BBC um Guðjohnsen fjölskylduna er farið yfir þær kynslóðir knattspyrnumanna sem er að finna í fjölskyldunni. Greinina má finna hér. Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjá meira
„Þetta er nokkuð dæmigert er það ekki?“ segir Andri Lucas í samtali við blaðamann BBC sem ritar grein um endurkomu Guðjohnsen nafnsins á Stamford Bridge. „Að dragast á móti Chelsea í Sambandsdeildinni.“ Eiður Smári Guðjohnsen á sérstakan stað í hjörtum stuðningsmanna Chelsea eftir að hafa leikið þar á sínum tíma og verið afar sigursæll. Með Chelsea varð Eiður Smári til að mynda í tvígang Englandsmeistari. Hann lék 263 leiki fyrir félagið, skoraði 78 mörk og gaf fjörutíu stoðsendingar á yfir sex ára tímabili frá 2000 til ársins 2006 en þá lá leið hans til Barcelona. Eiður Smári fagnar Englandsmeistaratitli með Chelsea undir stjórn José MourinhoVísir/Getty Allir þrír synir Eiðs Smára hafa fylgt í fótspor hans og eru nú atvinnumenn í knattspyrnu. Andri Lucas er næstelsti sonur Eiðs Smára og leikur eins og áður segir með Gent sem mætir á Brúna í kvöld. Sjálfur er Andri 22 ára gamall. Fæddur árið 2002 og segist hann muna glefsur frá tíma föður síns hjá Chelsea. Andri Lucas Guðjohnsen í leik með GentGetty/Srdjan Stevanovic „Það fyrsta sem ég gerði, þegar að ég sá að við höfðum dregist á móti Chelsea, var að hringja í föður minn. Þetta er sérstakt. Bæði fyrir mig og hann. Þegar að ég fæddist var pabbi leikmaður Chelsea. Þetta er einstakur dráttur að fá í Sambandsdeildinni.“ Í ítarlegri grein BBC um Guðjohnsen fjölskylduna er farið yfir þær kynslóðir knattspyrnumanna sem er að finna í fjölskyldunni. Greinina má finna hér.
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjá meira