Innlent

Auður mjög tíma­bundið settur for­stjóri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Auður stýrir gangi mála hjá Umhverfisstofnun í október, nóvember og desember.
Auður stýrir gangi mála hjá Umhverfisstofnun í október, nóvember og desember.

Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hefur sett Auði H. Ingólfsdóttir, sviðsstjóra loftslagsmála og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun, tímabundið til áramóta í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar.

Auður tekur við embættinu af Sigrúnu Ágústsdóttur, sem hefur verið skipuð forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar frá og með 1. október. Ný Náttúruverndarstofnun tekur til starfa 1. janúar á næsta ári og mun Sigrún vinna að undirbúningi nýju stofnunarinnar.

Auður er alþjóðastjórnmálafræðingur að mennt, með áherslu á alþjóðleg umhverfismál, auðlindanýtingu og sjálfbæra þróun. Hún hefur starfað sem sviðsstjóri á Umhverfisstofnun frá árinu 2023. Áður rak hún fyrirtæki að nafni Transformia og var formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs á árunum 2020-2022.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×