Mennt er máttur Úlfar Darri Lúthersson skrifar 30. september 2024 08:32 Tilgangur Menntakerfisins er að undirbúa fólk fyrir veruleikann sem bíður þeirra að námi loknu. Það er mikilvægt að tryggja að íslenskt menntakerfi sé í takt við þarfir samtímans og framtíðarinnar. Við í Ungri Framsókn í Kraganum leggjum sérstaka áherslu á nýsköpun, stafræna tækni og félagsfærni í skólastarfi, sem hluta af okkar stefnumótun í menntamálum. Við viljum sjá menntakerfi sem ekki aðeins býr nemendur undir hefðbundin störf heldur gefur þeim verkfæri til að hugsa skapandi, nýta tæknina og tengjast betur samfélaginu. Skapandi og þverfagleg kennsla Ein af lykiláherslum okkar er að innleiða nýsköpunarkennslu í námskrá grunn- og framhaldsskóla. Með því að bæta skapandi og þverfaglegum námskeiðum inn í námskrána gefst nemendum tækifæri til að vinna að raunverulegum verkefnum sem krefjast skapandi hugsunar og lausnaleitar. Aukið val í námi veitir nemendum tækifæri til að efla hæfileika sína, leggja grunn að farsælli framtíð og leggja sitt að mörkum í þróun á samfélaginu. Skapandi greinar verða valfög sem nemendur geta valið, sem ekki aðeins eykur áhuga þeirra á námi heldur tengir saman mismunandi greinar á áhrifaríkan hátt. Með því að tengja bóklegar greinar við skapandi ferla stuðlum við að betri árangri nemenda, bæði faglega og persónulega. Notkun stafrænnar tækni Tækni er bæði nútíðin og framtíðin. Tæknin er komin til að vera og skólasamfélagið þarf að líta á hana sem tól en ekki ógn. Á tímum örra tækniframfara skiptir miklu máli að kennsla taki mið af þeim möguleikum sem tæknin býður upp á. Við viljum sjá aukna nýtingu stafrænnar tækni í kennslu, þar sem nemendur læra að leysa flókin vandamál með skapandi og lausnamiðuðum verkefnum. Forrit og stafræn verkfæri ættu að vera hluti af daglegu skólastarfi, hvort sem er í kennslustofunni eða heima, og stuðla þannig að samfellu í námi og frekara sjálfsnámi nemenda. Tungumálakennsla og fjölbreytileiki Íslenskt samfélag er fjölbreytt og við viljum viðhalda þeim jákvæða þætti samfélagsins. Samskiptahæfni er grunnur velferðar. Íslenska tungumálið ýtir undir velgengni í íslenska kerfinu og efling íslenskukennslu er stór þáttur í því að veita fólki jöfn tækifæri í samfélaginu. Tungumálakunnátta er lykill að alþjóðlegri þátttöku og samkeppnishæfni. Við leggjum áherslu á eflingu tungumálanáms, bæði í íslensku og erlendum tungumálum. Markmiðið er að undirbúa nemendur fyrir alþjóðlegan vinnumarkað, á sama tíma og við varðveitum íslenska tungu og menningu. Stuðningur við nemendur með sérþarfir Jafnrétti til menntunar er grundvallarmál. Við leggjum áherslu á að nemendur með sérþarfir fái þann stuðning sem þeir þurfa til að ná árangri í námi. Með aukinni sérkennslu og einstaklingsmiðaðri námsáætlun viljum við tryggja að allir nemendur geti þroskað hæfileika sína og orðið virkir þátttakendur í samfélaginu. Samstarf við atvinnulífið Tengsl við atvinnulífið eru lykilatriði til að tryggja að menntakerfið mæti þörfum vinnumarkaðarins. Við viljum sjá aukið samstarf milli skóla og fyrirtækja, þar sem nemendur fá tækifæri til vinnustaðanáms og starfsþjálfunar. Slíkt samstarf mun styrkja hæfni nemenda og undirbúa þá betur fyrir framtíðarstörf. Aðgengi að menntun fyrir alla Lykilmarkmið okkar er að tryggja að allir nemendur, óháð bakgrunni eða búsetu, hafi jöfn tækifæri til menntunar. Við viljum auka stuðning við nemendur úr efnaminni fjölskyldum með námsstyrkjum og tryggja betra aðgengi að menntun í dreifbýli. Menntun sem eflir einstaklinginn Við leggjum einnig áherslu á persónulega námsráðgjöf fyrir nemendur, þar sem stuðningur og leiðbeiningar geta gert þeim kleift að finna réttu námsleiðina. Einnig viljum við efla félagsfærni og samskipti nemenda í gegnum tómstundastarf og að skapa jákvætt skólaumhverfi þar sem geðheilsa og vellíðan eru í forgrunni. Með þessum aðgerðum tryggjum við að menntakerfið verði framtíðarvænt, fjölbreytt og aðgengilegt öllum. Við í Ungri Framsókn í Kraganum trúum því að með öflugri menntun verði til öflugra samfélag. Við í Ungri Framsókn í Kraganum hvetjum alla sem hafa áhuga á að taka þátt í starfiokkar að hafa samband við okkur á samfélagsmiðlum Höfundur er varaformaður ung Framsókn í Kraganum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Tilgangur Menntakerfisins er að undirbúa fólk fyrir veruleikann sem bíður þeirra að námi loknu. Það er mikilvægt að tryggja að íslenskt menntakerfi sé í takt við þarfir samtímans og framtíðarinnar. Við í Ungri Framsókn í Kraganum leggjum sérstaka áherslu á nýsköpun, stafræna tækni og félagsfærni í skólastarfi, sem hluta af okkar stefnumótun í menntamálum. Við viljum sjá menntakerfi sem ekki aðeins býr nemendur undir hefðbundin störf heldur gefur þeim verkfæri til að hugsa skapandi, nýta tæknina og tengjast betur samfélaginu. Skapandi og þverfagleg kennsla Ein af lykiláherslum okkar er að innleiða nýsköpunarkennslu í námskrá grunn- og framhaldsskóla. Með því að bæta skapandi og þverfaglegum námskeiðum inn í námskrána gefst nemendum tækifæri til að vinna að raunverulegum verkefnum sem krefjast skapandi hugsunar og lausnaleitar. Aukið val í námi veitir nemendum tækifæri til að efla hæfileika sína, leggja grunn að farsælli framtíð og leggja sitt að mörkum í þróun á samfélaginu. Skapandi greinar verða valfög sem nemendur geta valið, sem ekki aðeins eykur áhuga þeirra á námi heldur tengir saman mismunandi greinar á áhrifaríkan hátt. Með því að tengja bóklegar greinar við skapandi ferla stuðlum við að betri árangri nemenda, bæði faglega og persónulega. Notkun stafrænnar tækni Tækni er bæði nútíðin og framtíðin. Tæknin er komin til að vera og skólasamfélagið þarf að líta á hana sem tól en ekki ógn. Á tímum örra tækniframfara skiptir miklu máli að kennsla taki mið af þeim möguleikum sem tæknin býður upp á. Við viljum sjá aukna nýtingu stafrænnar tækni í kennslu, þar sem nemendur læra að leysa flókin vandamál með skapandi og lausnamiðuðum verkefnum. Forrit og stafræn verkfæri ættu að vera hluti af daglegu skólastarfi, hvort sem er í kennslustofunni eða heima, og stuðla þannig að samfellu í námi og frekara sjálfsnámi nemenda. Tungumálakennsla og fjölbreytileiki Íslenskt samfélag er fjölbreytt og við viljum viðhalda þeim jákvæða þætti samfélagsins. Samskiptahæfni er grunnur velferðar. Íslenska tungumálið ýtir undir velgengni í íslenska kerfinu og efling íslenskukennslu er stór þáttur í því að veita fólki jöfn tækifæri í samfélaginu. Tungumálakunnátta er lykill að alþjóðlegri þátttöku og samkeppnishæfni. Við leggjum áherslu á eflingu tungumálanáms, bæði í íslensku og erlendum tungumálum. Markmiðið er að undirbúa nemendur fyrir alþjóðlegan vinnumarkað, á sama tíma og við varðveitum íslenska tungu og menningu. Stuðningur við nemendur með sérþarfir Jafnrétti til menntunar er grundvallarmál. Við leggjum áherslu á að nemendur með sérþarfir fái þann stuðning sem þeir þurfa til að ná árangri í námi. Með aukinni sérkennslu og einstaklingsmiðaðri námsáætlun viljum við tryggja að allir nemendur geti þroskað hæfileika sína og orðið virkir þátttakendur í samfélaginu. Samstarf við atvinnulífið Tengsl við atvinnulífið eru lykilatriði til að tryggja að menntakerfið mæti þörfum vinnumarkaðarins. Við viljum sjá aukið samstarf milli skóla og fyrirtækja, þar sem nemendur fá tækifæri til vinnustaðanáms og starfsþjálfunar. Slíkt samstarf mun styrkja hæfni nemenda og undirbúa þá betur fyrir framtíðarstörf. Aðgengi að menntun fyrir alla Lykilmarkmið okkar er að tryggja að allir nemendur, óháð bakgrunni eða búsetu, hafi jöfn tækifæri til menntunar. Við viljum auka stuðning við nemendur úr efnaminni fjölskyldum með námsstyrkjum og tryggja betra aðgengi að menntun í dreifbýli. Menntun sem eflir einstaklinginn Við leggjum einnig áherslu á persónulega námsráðgjöf fyrir nemendur, þar sem stuðningur og leiðbeiningar geta gert þeim kleift að finna réttu námsleiðina. Einnig viljum við efla félagsfærni og samskipti nemenda í gegnum tómstundastarf og að skapa jákvætt skólaumhverfi þar sem geðheilsa og vellíðan eru í forgrunni. Með þessum aðgerðum tryggjum við að menntakerfið verði framtíðarvænt, fjölbreytt og aðgengilegt öllum. Við í Ungri Framsókn í Kraganum trúum því að með öflugri menntun verði til öflugra samfélag. Við í Ungri Framsókn í Kraganum hvetjum alla sem hafa áhuga á að taka þátt í starfiokkar að hafa samband við okkur á samfélagsmiðlum Höfundur er varaformaður ung Framsókn í Kraganum.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun