Áhorfandi fékk sex milljónir fyrir ótrúlegt skot Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2024 07:02 Pavel Volkman, fyrir miðju, vissi varla hvernig hann ætti að láta eftir milljónaskotið sitt. Sparta Prag Tékkar kunna ýmislegt fyrir sér í fótbolta og það á við um stuðningsmann Sparta Prag sem tryggði sér sex milljóna króna verðlaun með ótrúlegu skoti. Heimaleikir Sparta Prag fara fram á Letná-leikvanginum sem rúmar tæplega 19.000 manns. Frá því á síðasta ári hefur einn af stuðningsmönnum liðsins fengið, í hálfleik á heimaleikjum, að reyna sig við afar krefjandi skot frá miðju í von um að vinna eina milljón tékkneskra króna, eða jafnvirði sex milljóna íslenskra króna. Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan þarf boltinn að fara frá miðjupunktinum og í gegnum lítið gat á marklínunni. Það er erfiðasta þrautin, með hæsta verðlaunafénu, en stuðningsmenn fá einnig að reyna skot frá vítapunkti og vítateigslínu. This bloke won 1,000,000 Czech Koruna (£33,000) for scoring this from the halfway line at half-time in Sparta Prague’s game yesterday. pic.twitter.com/cWgRSH9esW— HLTCO (@HLTCO) September 29, 2024 Engum hafði tekist að hitta í gatið frá miðju fyrr en að Pavel nokkur Volkman reyndi sig, í leik gegn Sigma á föstudagskvöld. Skot hans fór meðfram blautu grasinu í glæsilegum boga, beint í mark. Pavel segist á heimasíðu Sparta hafa verið stuðningsmaður liðsins frá fæðingu. Afi hans hafi séð til þess. Pavel hefur heimsótt Letná-leikvanginn reglulega í tuttugu ár og er með ársmiða. Síðustu ár hafa synir hans tveir komið með honum. En hvernig var að vinna milljónirnar? „Ég býst við að ég átti mig ekki enn á þessu. Sumir voru byrjaðir að fagna strax en það kom mér svolítið á óvart að þetta skyldi takast. Ég man ekkert eftir seinni hálfleiknum af leiknum, því ég var alveg í sjokki. Ég gat heldur ekkert sofið um nóttina en ég er smám saman að ná mér,“ sagði Pavel. Hann segir að sonur sinn hafi upphaflega átt að fara til að taka spyrnuna en á endanum sá pabbinn um það, kannski sem betur fer. Nú stefnir fjölskyldan á að nýta peningana meðal annars í gott frí, mögulega í skíðaferð. Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Heimaleikir Sparta Prag fara fram á Letná-leikvanginum sem rúmar tæplega 19.000 manns. Frá því á síðasta ári hefur einn af stuðningsmönnum liðsins fengið, í hálfleik á heimaleikjum, að reyna sig við afar krefjandi skot frá miðju í von um að vinna eina milljón tékkneskra króna, eða jafnvirði sex milljóna íslenskra króna. Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan þarf boltinn að fara frá miðjupunktinum og í gegnum lítið gat á marklínunni. Það er erfiðasta þrautin, með hæsta verðlaunafénu, en stuðningsmenn fá einnig að reyna skot frá vítapunkti og vítateigslínu. This bloke won 1,000,000 Czech Koruna (£33,000) for scoring this from the halfway line at half-time in Sparta Prague’s game yesterday. pic.twitter.com/cWgRSH9esW— HLTCO (@HLTCO) September 29, 2024 Engum hafði tekist að hitta í gatið frá miðju fyrr en að Pavel nokkur Volkman reyndi sig, í leik gegn Sigma á föstudagskvöld. Skot hans fór meðfram blautu grasinu í glæsilegum boga, beint í mark. Pavel segist á heimasíðu Sparta hafa verið stuðningsmaður liðsins frá fæðingu. Afi hans hafi séð til þess. Pavel hefur heimsótt Letná-leikvanginn reglulega í tuttugu ár og er með ársmiða. Síðustu ár hafa synir hans tveir komið með honum. En hvernig var að vinna milljónirnar? „Ég býst við að ég átti mig ekki enn á þessu. Sumir voru byrjaðir að fagna strax en það kom mér svolítið á óvart að þetta skyldi takast. Ég man ekkert eftir seinni hálfleiknum af leiknum, því ég var alveg í sjokki. Ég gat heldur ekkert sofið um nóttina en ég er smám saman að ná mér,“ sagði Pavel. Hann segir að sonur sinn hafi upphaflega átt að fara til að taka spyrnuna en á endanum sá pabbinn um það, kannski sem betur fer. Nú stefnir fjölskyldan á að nýta peningana meðal annars í gott frí, mögulega í skíðaferð.
Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira