Upphafið að endinum hjá Ten Hag? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2024 12:02 Er Ten Hag kominn á endastöð? EPA-EFE/PETER POWELL Manchester United hefur farið illa af stað í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu og þá gerði liðið jafntefli við Twente frá Hollandi í Evrópudeildinni í vikunni. Næstu þrír leikir liðsins eru í erfiðari kantinum og gætu verið upphafið að endinum hjá þjálfara liðsins, Erik ten Hag. Það var mikil bjartsýni meðal stuðningsfólks Man United fyrir komandi tímabil þar sem Sir Jim Ratcliffe keypti hluta í félaginu og tók fótboltahliðina í gegn. Loksins virðist komin áætlun sem á að fylgja og stefnir félagið á að verða Englandsmeistari á 150 ára afmæli sínu árið 2028. Hvort Ten Hag verði enn við stjórnvölin á eftir að koma í ljós. Lið hans tapaði illa þegar erkifjendurnir í Liverpool heimsóttu Old Trafford fyrr á leiktíðinni. Þá kastaði liðið frá sér stigi á útivelli gegn Brighton & Hove Albion. Ten Hag ákvað að hvíla Marcus Rashford gegn Crystal Palace í leik sem lauk 0-0 en Rashford hafði loks verið að hitna. Rashford var hins vegar í liðinu gegn Twente þar sem almennt áhugaleysi, slæm færanýting og ömurlegur varnarleikur þýddi að Man United fékk aðeins stig á heimavelli. Í dag mætir Tottenham Hotspur á Old Trafford í leik sem bæði lið þurfa að vinna ætli þau sér að vera með í baráttunni um Meistaradeildarsæti í lok tímabils. Verkefni Rauðu djöflanna verður ekki einfaldara en í miðri viku halda þeir til Portúgals þar sem þeir mæta Porto í Evrópudeildinni. Gengi Man United í Portúgal undanfarin ár er nokkuð gott en gengi liðsins í undanförnum Evrópuleikjum er hins vegar skelfing. Eftir leikinn í Portúgal í miðri viku fara lærisveinar Ten Hag til Birmingham þar sem þeir mæta spræku liði Aston Villa. Fari svo að enginn af leikjunum þremur vinnist væri Man Utd búið að spila fimm leiki án sigurs og verður að teljast ólíklegt að Ten Hag haldist í starfi reynist það raunin. Ten Hag hefur áður verið tæpur á að missa starf sitt og voru orðrómar þess efnis undir lok síðasta tímabils. Í kjölfarið vann liðið tvo síðustu deildarleiki sína og vann í kjölfarið ensku bikarkeppnina eftir góðan 2-1 sigur á Englandsmeisturum Manchester City í úrslitum. Hollenski þjálfarinn þarf á slíkum úrslitum að halda í næstu leikjum ætli hann sér að vera á hliðarlínunni þegar félagið gerir atlögu að enska meistaratitlinum árið 2028. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira
Það var mikil bjartsýni meðal stuðningsfólks Man United fyrir komandi tímabil þar sem Sir Jim Ratcliffe keypti hluta í félaginu og tók fótboltahliðina í gegn. Loksins virðist komin áætlun sem á að fylgja og stefnir félagið á að verða Englandsmeistari á 150 ára afmæli sínu árið 2028. Hvort Ten Hag verði enn við stjórnvölin á eftir að koma í ljós. Lið hans tapaði illa þegar erkifjendurnir í Liverpool heimsóttu Old Trafford fyrr á leiktíðinni. Þá kastaði liðið frá sér stigi á útivelli gegn Brighton & Hove Albion. Ten Hag ákvað að hvíla Marcus Rashford gegn Crystal Palace í leik sem lauk 0-0 en Rashford hafði loks verið að hitna. Rashford var hins vegar í liðinu gegn Twente þar sem almennt áhugaleysi, slæm færanýting og ömurlegur varnarleikur þýddi að Man United fékk aðeins stig á heimavelli. Í dag mætir Tottenham Hotspur á Old Trafford í leik sem bæði lið þurfa að vinna ætli þau sér að vera með í baráttunni um Meistaradeildarsæti í lok tímabils. Verkefni Rauðu djöflanna verður ekki einfaldara en í miðri viku halda þeir til Portúgals þar sem þeir mæta Porto í Evrópudeildinni. Gengi Man United í Portúgal undanfarin ár er nokkuð gott en gengi liðsins í undanförnum Evrópuleikjum er hins vegar skelfing. Eftir leikinn í Portúgal í miðri viku fara lærisveinar Ten Hag til Birmingham þar sem þeir mæta spræku liði Aston Villa. Fari svo að enginn af leikjunum þremur vinnist væri Man Utd búið að spila fimm leiki án sigurs og verður að teljast ólíklegt að Ten Hag haldist í starfi reynist það raunin. Ten Hag hefur áður verið tæpur á að missa starf sitt og voru orðrómar þess efnis undir lok síðasta tímabils. Í kjölfarið vann liðið tvo síðustu deildarleiki sína og vann í kjölfarið ensku bikarkeppnina eftir góðan 2-1 sigur á Englandsmeisturum Manchester City í úrslitum. Hollenski þjálfarinn þarf á slíkum úrslitum að halda í næstu leikjum ætli hann sér að vera á hliðarlínunni þegar félagið gerir atlögu að enska meistaratitlinum árið 2028.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira