Flogið á milli landa á endurnýjanlegri orku: Draumsýn eða Raunveruleiki? Gnýr Guðmundsson skrifar 26. september 2024 07:32 Árlega flytjum við Íslendingar inn yfir milljón tonn af bensíni og olíu til að knýja flota okkar af bílum, skipum og flugvélum. Orkan sem býr í þessu jarðefnaeldsneyti slagar hátt í þá orku sem við fáum frá öllum vatnsaflsvirkjunum okkar samanlagt og við þurfum að punga út vel yfir 100 milljörðum á hverju ári til að borga fyrir þetta. Öllu þessu eldsneyti er síðan brennt í vélum bíla, skipa og flugvéla og við það losnar út í andrúmsloftið koltvísýringur sem er meira en þrisvar sinnum þyngri en eldsneytið sjálft eða yfir 3 milljónir tonna á ári. Til að minnka þessa losun höfum við sem samfélag tekið ákvörðun um að minnka í skrefum notkun á þessu jarðefnaeldsneyti og hætta henni að lokum alveg. Stærsti hluti af því jarðefnaeldsneyti sem við flytjum inn um þessar mundir notum við til þess að knýja millilandaflug og hefur hlutur þess farið hratt vaxandi síðasta áratug eða svo vegna fjölgunar ferðamanna á Íslandi og tíðari utanlandsferða okkar Íslendinga. Orkuskipti í millilandaflugi Í tengslum við vinnslu á nýrri raforkuspá Landsnets var ráðist í ítarlega greiningu á því hvernig möguleg orkuskipti í flugi til og frá Íslandi gætu litið út. Greiningin var unnin af íslenskum og dönskum sérfræðingum hjá verkfræðistofunni COWI og eru niðurstöður hennar að mörgu leyti athyglisverðar. Til að leggja mat á orkuþörf var stillt upp fjórum mismunandi sviðsmyndum um mögulega þróun eftirspurnar eftir sjálfbæru flugvélaeldsneyti á Íslandi, eða SAF. Undir SAF heyra nokkrar tegundir af eldsneyti, sem getur bæði verið af lífrænum uppruna eða tilbúið eldsneyti, einnig kallað rafeldsneyti . Rafeldsneyti er unnið úr svokölluðu grænu vetni og koltvísýringi (CO2), m.a. með svokölluðu Fischer-Tropsch ferli og er hægt að nota það sem íblöndun í hefðbundið flugvélaeldsneyti. Evrópusambandið hefur lögfest stefnu um slíka íblöndun í skrefum sem byrjar í 2% á næsta ári og mun ná upp í 70% árið 2050. Orkustefna Íslands er öllu metnaðarfyllri, en í henni er gert ráð fyrir að allt millilandaflug verði að fullu knúið sjálfbæru eldsneyti það sama ár. Þessar tvær stefnur mynda annan ásinn í sviðsmyndunum á meðan að hinn ásinn sýnir heildarfarþegafjölda til og frá landinu. Beint samhengi er á milli fjölda flugfarþega og eldsneytisnotkunar flugvéla og í sviðsmyndunum er væntur farþegafjöldi byggður á lágspá, miðspá og háspá ISAVIA. Út frá þessum fjórum sviðsmyndum er bæði metið hvernig heildareftirspurn eftir flugvélaeldsneyti muni þróast og eins hvernig hlutföll SAF í eldsneytinu muni koma til með líta út, bæði hvað varðar heildarhlutfall SAF og eins uppruna þess. Gert er ráð fyrir að SAF muni til að byrja með verða að mestu leyti af lífrænum uppruna en með frekari þróun í tækni og hagkvæmni muni svo hlutfall tilbúins eldsneytis (rafeldsneytis) vaxa og verða að lokum ráðandi partur í íblöndunni. Stefna ESB tilgreinir einnig lágmarks hlutfall tilbúins eldsneytis í flugvélaeldsneyti og byrjar það í 1,2% árið 2030 og endar í 35% hlutfalli 2050 o.s.frv. Getum við framleitt SAF á Íslandi? Í greiningu COWI er lagt á mat á vænta raforkuþörf til framleiðslu á grænu vetni til framleiðslu á tilbúnu flugvélaeldsneyti ásamt því að leggja mat á innlent aðgengi af koltvísýring. Samkvæmt reglum ESB má nota koltvísýring af iðnaðaruppruna sem hráefni í rafeldsneyti fram til ársins 2040 en eftir það má einungis nota koltvísýring af lífrænum uppruna, eða koltvísýrings fangað beint úr andrúmslofti eða hafinu. Hérlendis eru ekki auðugar uppsprettur af koltvísýringi og samkvæmt greiningunni eru nánast allar uppsprettur af iðnaðaruppruna sem ekki er leyfilegt að nota í þessum tilgangi eftir árið 2040. Raforkuþörf fyrir framleiðslu á tilbúnu eldsneyti fyrir flugvélar er hins vegar mögulegt að mæta hér á landi og er þörfin metin vera á bilinu 0,6 til 1,9 TWh árið 2035 og á milli 3,6 til 11,4 TWh árið 2050. Ef við ætlum okkur að mæta eftirspurn eftir tilbúnu sjálfbæru flugvélaeldsneyti með innlendri framleiðslu þarf uppbygging orkuinnviða að styðja við þróun framleiðslunnar og sömuleiðis þarf að þróa leiðir til að framleiða koltvísýring af lífrænum uppruna eða fanga beint úr andrúmslofti eða hafinu. Einnig er til staðar sá möguleiki að flytja inn tilbúið SAF eða jafnvel að flytja inn koltvísýring til framleiðslu á SAF bæði til eigin nota sem og til útflutnings. Hvert ætlum við að stefna? Það er ljóst að íblöndun endurnýjanlegs eldsneytis í flugvélaeldsneyti mun verða að veruleika og hefjast strax á næsta ári. Fyrst um sinn mun íblöndunin aðallega vera með lífrænu eldsneyti en eftirspurn eftir rafeldsneyti mun svo taka við sér og vaxa hratt. Möguleikar okkar til að mæta þessari eftirspurn eru margvíslegir en stefnumörkun um hvaða leið við ætlum að fara er nauðsynlegt að framkvæma tímanlega. Þó svo að þróunin verði í skrefum tekur líka tíma að byggja upp innviði, hvort sem er til framleiðslu, innflutnings- og eða útflutnings og tíminn því knappur. Það er því tímabært að hefja samtalið um hvert við sem þjóð ætlum að stefna þegar kemur að framleiðslu á rafeldsneyti fyrir flug og eins fyrir siglingar og er það von okkar að umrædd skýrsla geti verið gagnlegt innlegg í það samtal. Nánari upplýsingar um greiningu COWI á þróun orkuþarfar fyrir sjálfbært flugvélaeldsneyti má finna hér. Upplýsingar um heildarraforkuþörf vegna framleiðslu á rafeldsneyti fyrir flugvélar og skip ásamt orkuskipta samgangna á landi má finna í nýrri raforkuspá Landsnets. Höfundur er forstöðumaður Kerfisþróunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Fréttir af flugi Orkuskipti Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Árlega flytjum við Íslendingar inn yfir milljón tonn af bensíni og olíu til að knýja flota okkar af bílum, skipum og flugvélum. Orkan sem býr í þessu jarðefnaeldsneyti slagar hátt í þá orku sem við fáum frá öllum vatnsaflsvirkjunum okkar samanlagt og við þurfum að punga út vel yfir 100 milljörðum á hverju ári til að borga fyrir þetta. Öllu þessu eldsneyti er síðan brennt í vélum bíla, skipa og flugvéla og við það losnar út í andrúmsloftið koltvísýringur sem er meira en þrisvar sinnum þyngri en eldsneytið sjálft eða yfir 3 milljónir tonna á ári. Til að minnka þessa losun höfum við sem samfélag tekið ákvörðun um að minnka í skrefum notkun á þessu jarðefnaeldsneyti og hætta henni að lokum alveg. Stærsti hluti af því jarðefnaeldsneyti sem við flytjum inn um þessar mundir notum við til þess að knýja millilandaflug og hefur hlutur þess farið hratt vaxandi síðasta áratug eða svo vegna fjölgunar ferðamanna á Íslandi og tíðari utanlandsferða okkar Íslendinga. Orkuskipti í millilandaflugi Í tengslum við vinnslu á nýrri raforkuspá Landsnets var ráðist í ítarlega greiningu á því hvernig möguleg orkuskipti í flugi til og frá Íslandi gætu litið út. Greiningin var unnin af íslenskum og dönskum sérfræðingum hjá verkfræðistofunni COWI og eru niðurstöður hennar að mörgu leyti athyglisverðar. Til að leggja mat á orkuþörf var stillt upp fjórum mismunandi sviðsmyndum um mögulega þróun eftirspurnar eftir sjálfbæru flugvélaeldsneyti á Íslandi, eða SAF. Undir SAF heyra nokkrar tegundir af eldsneyti, sem getur bæði verið af lífrænum uppruna eða tilbúið eldsneyti, einnig kallað rafeldsneyti . Rafeldsneyti er unnið úr svokölluðu grænu vetni og koltvísýringi (CO2), m.a. með svokölluðu Fischer-Tropsch ferli og er hægt að nota það sem íblöndun í hefðbundið flugvélaeldsneyti. Evrópusambandið hefur lögfest stefnu um slíka íblöndun í skrefum sem byrjar í 2% á næsta ári og mun ná upp í 70% árið 2050. Orkustefna Íslands er öllu metnaðarfyllri, en í henni er gert ráð fyrir að allt millilandaflug verði að fullu knúið sjálfbæru eldsneyti það sama ár. Þessar tvær stefnur mynda annan ásinn í sviðsmyndunum á meðan að hinn ásinn sýnir heildarfarþegafjölda til og frá landinu. Beint samhengi er á milli fjölda flugfarþega og eldsneytisnotkunar flugvéla og í sviðsmyndunum er væntur farþegafjöldi byggður á lágspá, miðspá og háspá ISAVIA. Út frá þessum fjórum sviðsmyndum er bæði metið hvernig heildareftirspurn eftir flugvélaeldsneyti muni þróast og eins hvernig hlutföll SAF í eldsneytinu muni koma til með líta út, bæði hvað varðar heildarhlutfall SAF og eins uppruna þess. Gert er ráð fyrir að SAF muni til að byrja með verða að mestu leyti af lífrænum uppruna en með frekari þróun í tækni og hagkvæmni muni svo hlutfall tilbúins eldsneytis (rafeldsneytis) vaxa og verða að lokum ráðandi partur í íblöndunni. Stefna ESB tilgreinir einnig lágmarks hlutfall tilbúins eldsneytis í flugvélaeldsneyti og byrjar það í 1,2% árið 2030 og endar í 35% hlutfalli 2050 o.s.frv. Getum við framleitt SAF á Íslandi? Í greiningu COWI er lagt á mat á vænta raforkuþörf til framleiðslu á grænu vetni til framleiðslu á tilbúnu flugvélaeldsneyti ásamt því að leggja mat á innlent aðgengi af koltvísýring. Samkvæmt reglum ESB má nota koltvísýring af iðnaðaruppruna sem hráefni í rafeldsneyti fram til ársins 2040 en eftir það má einungis nota koltvísýring af lífrænum uppruna, eða koltvísýrings fangað beint úr andrúmslofti eða hafinu. Hérlendis eru ekki auðugar uppsprettur af koltvísýringi og samkvæmt greiningunni eru nánast allar uppsprettur af iðnaðaruppruna sem ekki er leyfilegt að nota í þessum tilgangi eftir árið 2040. Raforkuþörf fyrir framleiðslu á tilbúnu eldsneyti fyrir flugvélar er hins vegar mögulegt að mæta hér á landi og er þörfin metin vera á bilinu 0,6 til 1,9 TWh árið 2035 og á milli 3,6 til 11,4 TWh árið 2050. Ef við ætlum okkur að mæta eftirspurn eftir tilbúnu sjálfbæru flugvélaeldsneyti með innlendri framleiðslu þarf uppbygging orkuinnviða að styðja við þróun framleiðslunnar og sömuleiðis þarf að þróa leiðir til að framleiða koltvísýring af lífrænum uppruna eða fanga beint úr andrúmslofti eða hafinu. Einnig er til staðar sá möguleiki að flytja inn tilbúið SAF eða jafnvel að flytja inn koltvísýring til framleiðslu á SAF bæði til eigin nota sem og til útflutnings. Hvert ætlum við að stefna? Það er ljóst að íblöndun endurnýjanlegs eldsneytis í flugvélaeldsneyti mun verða að veruleika og hefjast strax á næsta ári. Fyrst um sinn mun íblöndunin aðallega vera með lífrænu eldsneyti en eftirspurn eftir rafeldsneyti mun svo taka við sér og vaxa hratt. Möguleikar okkar til að mæta þessari eftirspurn eru margvíslegir en stefnumörkun um hvaða leið við ætlum að fara er nauðsynlegt að framkvæma tímanlega. Þó svo að þróunin verði í skrefum tekur líka tíma að byggja upp innviði, hvort sem er til framleiðslu, innflutnings- og eða útflutnings og tíminn því knappur. Það er því tímabært að hefja samtalið um hvert við sem þjóð ætlum að stefna þegar kemur að framleiðslu á rafeldsneyti fyrir flug og eins fyrir siglingar og er það von okkar að umrædd skýrsla geti verið gagnlegt innlegg í það samtal. Nánari upplýsingar um greiningu COWI á þróun orkuþarfar fyrir sjálfbært flugvélaeldsneyti má finna hér. Upplýsingar um heildarraforkuþörf vegna framleiðslu á rafeldsneyti fyrir flugvélar og skip ásamt orkuskipta samgangna á landi má finna í nýrri raforkuspá Landsnets. Höfundur er forstöðumaður Kerfisþróunar.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun