Hvar er grunnskólinn? Kristján Hrafn Guðmundsson skrifar 25. september 2024 13:01 Á hvaða leið hefur íslenski grunnskólinn verið undanfarin ár? er í raun spurningin sem fyrirsögnin að ofan felur í sér. Og þá um leið: hvert ætlar hann? Fyrirsögnin felur einnig í sér spurninguna um skóla sem fýsískt fyrirbæri; sem byggingu sem staðsett er einhvers staðar og hvort það skipti öllu máli hvort nemendur séu t.d. fimm eða tíu mínútum lengur að komast í skólann – ef lengri ferðatíma fylgir betra nám og betri líðan nemenda. Í seinni hluta greinarinnar kem ég inn á þetta síðarnefnda. Byrjum á vangaveltunni um hvar íslenskt grunnskólakerfi er og hvert það ætlar. Og auðvitað eru þetta eingöngu vangaveltur því sá eini sem getur veitt einhver svör er maðurinn með valdið, menntamálaráðherra, sem vonandi fer brátt að svara kalli samfélagsins. Íslenska grunnskóla tel ég vera góðar stofnanir þar sem meginþorri starfsfólks hefur vitaskuld verið að gera sitt besta í gegnum tíðina. Ljóst er þó að það þarf að gera betur – á tímum meiri hraða, afþreyingar og aukins fjölda nemenda sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Gildir það um skólafólk, foreldra og stjórnvöld. Og eftir að hafa horft á og lesið mýgrút frétta, skoðanapistla og viðtala undanfarin ár um menntamál - nú síðast ályktun Viðskiptaráðs um grunnskólana - hefur mig stundum langað að leggja í orð í belg. Nú, þegar ég er hættur kennslu eftir tólf ár sem starfsmaður íslenska grunnskólakerfisins, leyfi ég mér að hugsa upphátt. Veröld ný og ekki góð í vasa Skipta má grunnskólum í þrjá hluta: (1) nemendur og starfsfólk (2) nám og námsmat og (3) aðbúnað og tæki. Til þess a.m.k. að reyna að halda smá fókus ætla ég að einbeita mér að lið 1 og 2, en tæki og aðbúnaður hvers skóla tengist þó vitaskuld þeim báðum. Ef það er einn meginmunur á aðstæðum grunnskólanema sl. áratug miðað við fyrir 20-30 árum þá er það tæknin sem þau hafa aðgang að og hvaða áhrif hún hefur á ungu manneskjurnar. Tækin sem þau sjálf koma með í skólann, ekki þau sem skólarnir skaffa. Gríðarleg aukning kvíða og andlegrar vanheilsu hjá ungmennum hefur aukist nánast algjörlega samhliða auknu aðgengi að umheiminum, aðallega í formi samfélagsmiðlanna á síðustu tíu árum eða svo. Svo væri hægt að ræða lengi um áhrifin sem það hefur á krakka og unglinga að við, foreldrarnir, erum andlega fjarverandi löngum stundum vegna okkar eigin skjánotkunar. Ég slít barnskónum þegar vídjóleigur eru að ryðja sér til rúms, leikjatölvur að verða sífellt betri og hin gæðalitla myndavél heimilisins er geymd ofan í skúffu og eingöngu notuð við sérstök tilefni. Vídjómyndavélar voru fáséðar á venjulegum heimilum. Haustið eftir að ég klára 10. bekk fer ég fyrst á internetið, árið 1995, í annarri tölvunni af tveimur sem voru þá nettengdar í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Nemendur í 10. bekk árið 2024 (og gildir það sama um táningsnemendur undanfarin ár) koma inn í skólastofu með tæki í vasanum sem jafnast á við ef ég hefði á þeirra aldri mætt í kennslustundir með allar leikjatölvur sem til voru í heiminum um miðjan 10. áratuginn, ljós- og vídjómyndavél í toppgæðum að ónefndum möguleikanum á að senda samstundis allt sem ég nota þessi tæki í á alla sem ég þekki og fleiri til. Myndin sem unglingur í dag laumast til að taka af jafnaldra sínum á augnabliki sem viðfangið vildi ekki láta mynda sig við getur ljósmyndarinn tæknilega gert aðgengilega öllum íbúum jarðar sem hafa aðgang að interneti á innan við fimm sekúndum. Fyrir utan hæðnislegu orðin sem hægt er að láta fylgja myndinni um leið og hún er gerð væral. Augnablikið getur auðvitað verið mjög viðkvæmt, t.d. þegar nemandi er á klósettinu, að ónefndum möguleika gerandans að búa einfaldlega til „fakevídjó“ með andliti hins á öðrum líkama með aðstoð gervigreindar. Er einhver furða að kvíði mælist miklu meiri á meðal unga fólksins okkar en nokkurn tímann áður? Þau eru alltaf í beinni útsendingu, stanslaust í dagskrárliðnum falin myndavél hjá Hemma Gunn. Sama fylgni milli holskeflunotkunar á samfélagsmiðlum og aukins kvíða ungmenna hefur sést í öðrum löndum. Samt leyfa flestir grunnskólar hér á landi enn síma í skólum. Spyrja má: gætu skólar gert meira hvað þetta varðar? Firringin og ákveðin normalísering alls kyns ofbeldis sem fylgir því að sífellt ný vídjó birtast krökkunum (þökk sé algríminu) sem fólk um víða veröld tekur upp er síðan það alvarlegasta við þetta. Hvað ætli nemendur í efstu bekkjum grunnskólanna hafi horft á mörg myndbönd þar sem manneskja er niðurlægð eða beitt ofbeldi, þ.á m. með vopnum? Rannsóknir sýna að því meira sem einstaklingur horfir á ofbeldi því firrtari og dofnari verður hann gagnvart þeim alvarleika sem það felur í sér. Af hverju reynum við ekki af fremsta megni að minnka líkurnar á að krakkar horfi á slíkt, og um leið séu með þessar myndavélar og aðgang að samfélagsmiðlum, rétt á meðan þau eru í skólanum? Nú hugsar eflaust einhver að skólarnir þurfi að vera í takt við tímann og nýta tæknina í náminu. Líklega eru flestir, ef ekki allir, skólar landsins komnir með spjaldtölvur (eða chromebook) í það miklu magni að bekkjasett ættu að vera aðgengileg inni í öllum skólastofum. Allir möguleikar á að leyfa krökkunum að nýta tæknina í námi er því til staðar. Ég var kennari á unglingastigi tveggja grunnskóla, í Garðabæ og á Akureyri, á árunum 2010 til 2022. Af fenginni reynslu veit ég að þegar mörg ungmenni eiga að nýta sitt eigið tæki í náminu, með allt framangreint sem sími þeirra býður upp á, þá fer athyglin iðulega á aðra hluti en námið. Að banna síma hefur gefið góða raun í nokkrum skólum sem prufað hafa að setja þarna línu í sandinn og vonandi fara fleiri grunnskólar að taka það skref. Í þessu samhengi má geta þess að menntamálaráðherra Finnlands sagði nýverið koma til greina að banna síma í grunnskólum landsins, meðal annars vegna þess að finnskir skólar hafa verið á niðurleið í síðustu Pisa-könnunum. Slysanámskrá og samræmd próf á hliðarlínunni Sem leiðir okkur að vangaveltum um próf og námsmat. Þegar yfir áratugur er nú liðinn frá því ný og ansi breytt aðalnámskrá fyrir íslenska grunnskóla kom út er líklega óhætt að fullyrða að hún var slys. Hún er á köflum líkari starfslýsingu fyrir hinn ídeal þjóðarleiðtoga og mannréttindafrömuð en námskrá fyrir grunnskólanema, svo hátimbruð og nánast fjarstæðukennd voru sum hæfniviðmiðin sem nemendur áttu að tileinka sér. Tólf ára krakkar (7. bekkur) eiga til að mynda að geta „lýst nokkrum einkennum lýðræðislegra samfélagshátta, gert grein fyrir hlutverki nokkurra helstu stofnana samfélagsins og gert grein fyrir hugmyndum um samhjálp og velferð og framkvæmd hennar í samfélaginu.“ Þremur árum seinna eiga þau að geta „hugleitt og tjáð hver hann [nemandinn] er í augum sjálfs sín og annarra, útskýrt hvernig sjálfsmynd hans mótast af umhverfi og búsetu, stjórnmálum og félagslegum aðstæðum, sögu og menningu, trúar- og lífsviðhorfum“ (Aðalnámskrá grunnskóla: almennur hluti 211/greinasvið 2013). Þetta og fleira til reyndu kennarar um árabil að innleiða í kennslu og umorða á mannamáli í kennsluáætlunum. Breyting á námsmats- og einkunnakerfinu sem námskráin trommaði upp með er síðan annar stór þáttur.Fjallið sem námskráin var tók því óhjákvæmilega jóðsótt sem fæddi af sér vissa afvegaleiðingu fyrir grunnskólakerfið. Gerði kennara og skólastjórnendur t.d. upptekna af því í nokkur ár að laga kerfi sem engin köllun var eftir: ekki frá nemendum, ekki foreldrum og ekki frá fagfólkinu í skólunum. Orkan og tíminn sem fóru í að innleiða þetta var hvort tveggja gríðarlegt. Á meðan fengu aðrir þættir sem kennarar þurfa að standa skil á minni athygli, nemendur og foreldrar voru og eru almennt enn ringluð yfir því hvað einkunnirnar A, B+, B, C+ og C þýði nákvæmlega (eðlilega því á milli skóla er það enn á reiki) og svona mætti áfram telja. Ég reyndi að vera sammála breytingu einkunnakerfisins og eyddi miklum tíma í að svara fyrirspurnum nemenda minna og ekki síður hvumsa foreldrum. En svo umbreyta framhaldskólarnir meira að segja bókstöfunum í tölur þegar stjórnendur þar fara yfir umsóknir svo þetta hefur allt saman verið hálf vandræðalegt frá upphafi, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Er einhver á Íslandi mótfallinn því að skipta aftur yfir í einkunnaskalann 1-10? Öllu umdeildara er hvort skipta ætti aftur inn á völlinn leikmanni að nafni Samræmd Próf. Það eru kostir og lestir sem fylgja þeim. Af fenginni reynslu að vera inni í skólastofu með grunnskólanemendum þá skiptir skýr tilgangur þess sem þar er gert sífellt meira máli eftir því sem þau verða eldri. Samræmdu prófin á unglingastigi, eins og þau voru notuð seinni árin sem einskonar púls á stöðu nemenda fyrir lokaárið í grunnskóla, misstu því marks. Fjórtán og fimmtán ára ungmenni leggja sig almennt ekki hundrað prósent fram í prófi sem er eingöngu lagt fyrir þau til þess að sjá hvernig þau eru stödd í náminu. Sama gildir því um Pisaprófin. Ef einkunn hefur ekki áhrif á það hvort einhverjar dyr lokist varðandi framtíðina þá munu eflaust fá íslensk ungmenni gefa allt sitt í að standa sig vel á slíku prófi. Að nota samræmd próf eins og þau voru notuð hér áður fyrr er heldur ekki alls kostar gott, þ.e. sem aðgöngumiða í framhaldsskóla. Viðskiptaráð kom því miður með þá tillögu nýverið, í áðurnefndri ályktun sinni um grunnskólakerfið, að gera þau aftur að slíku allsherjarprófi. Það væri skelfileg staða. Það væri álíka og að breyta Íslandsmótinu í fót-, hand- og körfubolta í vítakeppni. Ekki beint frambærilegir íþróttamenn og -konur sem myndu mótast og verða til ef það eina sem þau gerðu væri að æfa víti. Ef stjórnvöld ákvæðu að gera einkunnir úr samræmdum prófum aftur að slíkum stóra dómi í umsókn um framhaldsskóla væru þau um leið að kippa fótunum undan því góða námsumhverfi sem ræktað hefur verið í íslenskum grunnskólum á 21. öld hvað varðar vægi hópavinnu, tjáningar, gagnrýnnar hugsunar, þemanáms og fleira. Ef unglingarnir okkar vita að eina sem veitir þeim valdið til vals um framhaldsnám er eitt próf á vormisseri 10. bekkjar mun stærstur hluti þeirra eingöngu vilja drilla þá þætti sem þar yrðu prófaði. Og það hefði í för með sér niðurfellingu þess vægis sem mannleg samskipti, samvinna, sköpunargáfa, gleði og fleira hafa í íslenskum grunnskólum. Af því að auðvitað verður líka að vera svolítið gaman í skólanum. Í löndum þar sem árangur í Pisa-könnuninni er hvað bestur, Kína og S-Kóreu, mælist andleg líðan ungmenna einna verst á heimsvísu. Í aðra röndina erum því alltaf að ræða mjög pólitísk val – út frá félagslegum, lýðheilsulegum og geðrænum sjónarmiðum – þegar rætt er um menntamál. Að samþætta árangursríkt skólastarf og námsumhverfi sem stuðlar að andlegri vellíðan nemenda er því alltaf stóra verkefnið. En sem sagt, samræmd próf hafa ekki haft þetta stóra vægi við lok grunnskólans í í um fimmtán ár. Mín skoðun á heillavænlegu fyrirkomulagi er að hafa samræmd próf við lok 10. bekkjar – m.a. sem púlsmælir á hvort tiltekinn skóli sé kominn af braut í kennslu kjarnagreina – en að vægi prófanna á lokaeinkunn væri þá kannski í kringum 30%. Skiljanlega spyrja sig þá einhverjir hvort hættan sé ekki að stjórnendur framhaldsskólanna taki þá eingöngu mið af einkunn nemenda úr samræmda prófinu við val á nýnemum. Ég spyr á móti: er það höfuðverkur grunnskólanna ef stjórnendur á öðrum skólastigum myndu gera sig seka um slíkan lydduskap og forneskjuleg vinnubrögð? Sérhæfing og hreint borð Reyndar tel ég fyrirkomulag á vali inn í framhaldsskóla ekki eitthvað sem umræður og endurskoðun á grunnskólunum eigi að hnitast um, ekki frekar en starfsfólk í framhaldsskólum ætti að skipta sér af því hvernig háskólar vinsa úr umsóknum. En fyrst framhaldsskólastigið hefur hér komist til tals, skólastigið þar sem viss sérhæfing í námi hefst, langar mig að staldra við þann þátt menntakerfisins. Í sumum löndum þekkist nefnilega, t.d. í Þýskalandi og Austurríki svo einungis séu nefnd tvö Evrópulönd, að nemendum sé mörkuð ákveðin leið í náminu strax í kringum tíu ára aldur. Það er kannski fullsnemmt fyrir okkur hér á landi, þ.e.a.s. að láta strax þá frammistöðu nemanda í námi sínu ráða för hvaða leið hann fer. Margir nemendur eiga afar erfitt með bóklegt nám, sem er kjarninn í grunnskólastarfinu og þyngist eðli málsins samkvæmt eftir því sem lengra líður. Að fara í verknám að loknum grunnskóla hefur lýst upp líf ófárra sextán ára einstaklinga, eftir að glíman við lesturinn, jöfnurnar og ýmislegt annað - sem var afar fjarri áhugasviðinu og styrkleikum táningsins – var loks að baki. Sumir, sérstaklega strákar, fara samt í bóknámsskóla þegar kemur að því að velja framhaldsskóla af því að stundum virðist einsog samfélagið beini þeim þá leið, ekki síst uppsetning grunnskólanámsins. Er val um námsleið t.d. frá og með 8. bekk eitthvað sem stjórnvöld ættu að íhuga við endurmótun grunnskólakerfisins? Að þau sem hafa mikla hæfileika og áhuga á hvers kyns verkefnum sem kalla á samhæfingu handa og huga hafi möguleika á að gera slíkar námsgreinar miðlægar í námi sínu á síðustu tveimur eða þremur árum grunnskólans? Myndi það kannski stuðla að minni kvíða, meiri áhuga fyrir náminu, sterkari félagslegri stöðu og fleiri jákvæðum breytingum? Það væri vissulega stór ákvörðun að breyta grunnskólanum heildstætt svo allir nemendur hefðu möguleika á þessu, því þetta myndi efalítið þýða að stækka þyrfti það rými í grunnskólunum sem helgaðar eru smíðum, textílmennt og fleiru. Og án efa þyrfti að bæta aðstöðuna fyrir enn fleiri tæki og tól, ef vel á að vera í hvers kyns starfsnámi, ef pólitískur vilji er til að leyfa táningunum okkar að feta sig þá leið strax á umræddum aldri. Önnur breyting sem er viðaminni er fjölgun safnskóla. Það skref gæti líka verið skref í átt að þeirri mögulegu einstaklingsmiðun í námi strax í 8. bekk sem tæpt var á. Fyrstu árin í kennslu var ég hluti af góðum starfsmannahópi skóla með nemendur frá fyrsta upp í tíunda bekk, en vann svo í tæp níu ár við safnskóla, þ.e. með einvörðungu 13-15 ára nemendur. Í síðarnefnda skólanum var hægt að komast mun nær því markmiði að mæta nemandanum þar sem hann var staddur – hvort sem hann átti við örðugleika sem tengdust námslegri getu, tungumálakunnáttu eða hegðun – heldur en skólanum þar sem unglingakennslan var bara eitt stig af þremur í starfsemi stofnunarinnar. Það ætti ekki að koma á óvart. Þegar skólastjórnendur og annað starfsfólk geta sett allan fókus á einungis þrjá árganga þá hljóta skjólstæðingarnir að fá betri „þjónustu“. Öll eru að róa í sömu átt. Að fá forfallakennara sem kann fagið vel er auðveldara með stærri fagdeildum, fundir verða markvissari og fleira. Ég man enn eftir starfsmannafundinum þar sem fimmtán mínútur fóru í umræður um hvort krakkarnir í 1. og 2. bekk ættu að fá norður- eða vesturhlið skólalóðarinnar til að fara í snjókast. Á meðan beið mín bunki af hátt í þrjátíu heimildaritgerðum 10. bekkinga. Í löndum sem við viljum bera okkur saman við og hafa mælst hátt í Pisa-könnuninni, Kanada og Finnland sem dæmi, hafa undantekningalítið þessa skiptingu á milli skólastiga við táningsaldur. Í Kanada er jafnvel enn meiri skipting, mismunandi eftir fylkjum því þau hafa hvert stjórn yfir eigin menntakerfi. Á málstofum og í einkasamtölum við starfsfólk annarra safnskóla á höfuðborgarsvæðinu í gegnum tíðina hef ég endurtekið heyrt sömu viðhorf: að sérhæfingin sé öllum til hagsbóta. Skólastjórnendur, námsráðgjafar eða hvaða titil sem starfsmaðurinn hefur þarf þá ekki að hafa hugann við kosti og galla þess að nota Sísí á sól-lestrarefnið í dag og svo hnífaburð nemenda á morgun. Afar stutt er t.d. á milli Selja- og Ölduselsskóla í Seljahverfi. Af hverju ekki að breyta Ölduselsskóla í unglingaskóla, einungis með starfsfólki sem finnur sig betur í að vinna með þeim aldurshópi, og starfsfólk Seljaskóla myndi um leið einbeita sér að nemendum á aldrinum sex til tólf ára? Sömu vangaveltur mætti heimfæra á skóla eins og Fellaskóla og Hólabrekkuskóla í Efra-Breiðholti, Lækjarskóla og Setbergsskóla í Hafnarfirði, Glerárskóla og Síðuskóla á Akureyri en á milli allra þessara skólatvíeykja er ýmist býsna stutt eða örstutt á milli. Eflaust hugsa einhverjir foreldrar til hins aukna ferðatíma til og frá skóla sem þetta hefði í för með sér fyrir suma nemendur, sem þó væru einungis fáar mínútur. En væri það ekki þess virði ef í staðinn fengist betri líðan krakkanna okkar, aukin gæði náms og kennslu o.fl.? Það sem mælir enn frekar með þessari skipan mála að mínu mati er að aukið svigrúm fæst til að mæta þörfum nemenda sem finnst námsefnið ekki nógu krefjandi. Þau gætu því farið hraðar yfir efnið og byrjað að taka einingar í framhaldsskóla líktog og sumir safnskólar hafa boðið upp á með góðum árangri. Til að velta fyrir sér þessari nálgun hinu megin frá má spyrja hvort margir Garðbæingar, Seltirningar eða íbúar í grennd við Bústaðaveg sem þetta lesa myndu vilja breyta Garðaskóla, Valhúsaskóla eða Réttarholtsskóla í heildstæða grunnskóla með öllum aldursstigum og fórna þannig sérhæfingunni? Minni líkur eru einnig á að upplifa sig utangátta þegar fleiri nemendur eru í hverjum árgangi. Möguleiki eykst, svo tekið sé dæmi, á að krakkar á einhverfurófi hitti aðra sem deila gígantíska áhuganum á manga-teikningum eða flugvélum sem notaðar voru í síðari heimsstyrjöld. Lágmörkun á skólaleiða og að byrja með hreint borð ef gengið hefur á ýmsu í 1.-7. bekk er ennfremur röksemd sem mér finnst mæla með fjölgun safnskóla. Aldrei mun ég gleyma þrettán ára drengnum sem væntanlegur var í umsjónarbekkinn minn um haustið. Baksaga hans var m.a. skólaforðun, skilaði engum verkefnum, fór sjaldan eftir fyrirmælum og fékk ítrekuð reiðiköst. Í versta tilfellinu nokkrum mánuðum áður hafði verið hringt á lögregluna. Andrúmsloftið var þungt á fundinum sem ég var boðaður á rétt fyrir sumarfrí með fráfarandi umsjónarkennara hans, skólastjórnendum og foreldrunum. Drengurinn var augljóslega algjörlega kominn út í horn og við getum ímyndað okkur hvernig þrjú ár í viðbót hefðu verið í sömu skólabyggingu. Til að gera langa sögu stutta tel ég að tækifæri hans til að byrja í nýjum skóla, þar sem hann átti enga sögu um neikvæð samskipti við annað fólk og engar slæmar minningar sem tengdust skólastofunni eða öðrum rýmum byggingarinnar, hafi skipt sköpum. Hann var órafjarri því að dúxa eða vera á topp 10 eða topp 50 listanum yfir bestu mætingu í skólann. En pilturinn gekk út úr skólanum á útskriftardaginn, þremur árum síðar, með bros á vör og góðar minningar frá þessum mikilvægu mótunarárum. Peningar og gæði Peningahliðin er auðvitað stór þáttur í þessari umræðu. Þörf á fjármagni við endurskoðun og breytingar er talsverð og þar má ekki skera við nögl, nú þegar við virðumst standa á ákveðnum tímamótum varðandi menntun og líðan æsku landsins. Ef rétt er sem haldið hefur verið fram af einhverjum, t.d. höfundi sautján milljón króna skýrslunnar um stöðu drengja í menntakerfinu og kom út fyrr á árinu, að íslenska menntakerfið sé þriðja best fjármagnaða kerfi í heimi á hvern nemanda, þá er ljóst að nýta þarf peningana betur. Umrædd skýrsla dregur ýmislegt gagnlegt saman á einn stað, flest sem vitað hefur verið í þónokkur misseri og ár. En hún hamrar vel á því að staða drengja er sérstaklega alvarleg og sem dæmi að þeir eigi meira undir því að grunnskólar hafi gott skipulag, skýrar skólareglur og góða ferla þegar upp komi áskoranir tengdar hegðun (þar er m.a. vísað til OECD-skýrslu frá 2019). Á þeim tólf árum sem ég vann innan menntakerfisins fannst mér þessi þáttur lagast mikið með árunum. En aftur: til að gera enn betur tel ég aukna „sérhæfingu“, bæði á meðal starfsfólks og námsleið nemenda, vera skref til góðs. Hins vegar má finna það að skýrslunni að þar kemur endurtekið fram að fjölga þurfi karlfyrirmyndum í kennarastétt, án þess að rætt sé hvað gæti verið leiðin til þess. Er ekki augljóst, nú sem fyrr, að þörf er á að hækka kennaralaunin? Í vinnuferðum til Finnlands, Þýskalands og Englands á undanförnum árum lærði ég ýmislegt gagnlegt. Eitt er að almennur agi er meiri í þessum löndum. Sem dæmi óska táningsnemendur þar nánast aldrei eftir því að fara á klósettið í kennslustund, á móti 3-5 beiðnum í kennslustund á Íslandi. Hitt er að kennarar eru talsvert yfir meðallaunum, sérstaklega í Finnlandi. Og hlutfall karla í kennarastétt þar er mun hærra en hér þar sem þeir eru 17,9%. Ég þekki persónulega nokkra framúrskarandi íslenska karlkennara sem á síðastliðnum árum skiptu um starfsvettvang, aðallega vegna þess að álagið og launakjör rímuðu engan veginn. Fleiri einstaklingar af öðrum kynjum, sem eru efni í eða voru orðin framúrskarandi kennarar, myndu líka eflaust frekar dragast (aftur) að kennarastarfinu ef launin væru nær því að endurspegla það sem starfið felur í sér og mikilvægi þess í samfélagslegu tilliti. Talandi um mikilvægi hvað varðar menntakerfið - og svo ég komi örstutt í lokin inn á lið 3 sem nefndur var í byrjun greinar - þá eru góðar bækur vitanlega grundvallaratriði í farsælu skólastarfi. Bæði kennslubækur og bókmenntir sem opna fyrir krökkum og unglingum þann heim sem þau fara mörg á mis við vegna hins gígantíska framboðs af annarri afþreyingu nútímans. Nóg eigum við af frábærum rithöfundum sem vilja sinna þessum mikilvægasta lesendahópi, en nánast enginn þeirra fær tækifæri til að sinna því starfi af fullum krafti til að auka ennfrekar gæði bóka og bæta upp þann óskaplega skort barna- og unglingabóka sem t.a.m. starfsfólk bókasafna hefur vakið athygli á undanfarin ár. Sem dæmi þá voru einungis tveir barnabókahöfundar á fullum árslaunum á síðasta ári. Ég endurtek: tveir. Grunnskólanemar landsins eru um fimmtíu þúsund. Og nú gæti ég farið að tjá mig um lestur og lesskilning því sem fyrrverandi íslenskukennari er mér málið skylt. En það væri efni í annan pistil. Frekar kalla ég nú eftir pistli, eða ítarlegum svörum með raunhæfri og innihaldsríkri leiðarlýsingu, frá menntamálaráðherra og hans fólki um það hvert þau ætla með íslenska grunnskólakerfið. Höfundur er fv. grunnskólakennari og þriggja barna faðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi PISA-könnun Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Á hvaða leið hefur íslenski grunnskólinn verið undanfarin ár? er í raun spurningin sem fyrirsögnin að ofan felur í sér. Og þá um leið: hvert ætlar hann? Fyrirsögnin felur einnig í sér spurninguna um skóla sem fýsískt fyrirbæri; sem byggingu sem staðsett er einhvers staðar og hvort það skipti öllu máli hvort nemendur séu t.d. fimm eða tíu mínútum lengur að komast í skólann – ef lengri ferðatíma fylgir betra nám og betri líðan nemenda. Í seinni hluta greinarinnar kem ég inn á þetta síðarnefnda. Byrjum á vangaveltunni um hvar íslenskt grunnskólakerfi er og hvert það ætlar. Og auðvitað eru þetta eingöngu vangaveltur því sá eini sem getur veitt einhver svör er maðurinn með valdið, menntamálaráðherra, sem vonandi fer brátt að svara kalli samfélagsins. Íslenska grunnskóla tel ég vera góðar stofnanir þar sem meginþorri starfsfólks hefur vitaskuld verið að gera sitt besta í gegnum tíðina. Ljóst er þó að það þarf að gera betur – á tímum meiri hraða, afþreyingar og aukins fjölda nemenda sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Gildir það um skólafólk, foreldra og stjórnvöld. Og eftir að hafa horft á og lesið mýgrút frétta, skoðanapistla og viðtala undanfarin ár um menntamál - nú síðast ályktun Viðskiptaráðs um grunnskólana - hefur mig stundum langað að leggja í orð í belg. Nú, þegar ég er hættur kennslu eftir tólf ár sem starfsmaður íslenska grunnskólakerfisins, leyfi ég mér að hugsa upphátt. Veröld ný og ekki góð í vasa Skipta má grunnskólum í þrjá hluta: (1) nemendur og starfsfólk (2) nám og námsmat og (3) aðbúnað og tæki. Til þess a.m.k. að reyna að halda smá fókus ætla ég að einbeita mér að lið 1 og 2, en tæki og aðbúnaður hvers skóla tengist þó vitaskuld þeim báðum. Ef það er einn meginmunur á aðstæðum grunnskólanema sl. áratug miðað við fyrir 20-30 árum þá er það tæknin sem þau hafa aðgang að og hvaða áhrif hún hefur á ungu manneskjurnar. Tækin sem þau sjálf koma með í skólann, ekki þau sem skólarnir skaffa. Gríðarleg aukning kvíða og andlegrar vanheilsu hjá ungmennum hefur aukist nánast algjörlega samhliða auknu aðgengi að umheiminum, aðallega í formi samfélagsmiðlanna á síðustu tíu árum eða svo. Svo væri hægt að ræða lengi um áhrifin sem það hefur á krakka og unglinga að við, foreldrarnir, erum andlega fjarverandi löngum stundum vegna okkar eigin skjánotkunar. Ég slít barnskónum þegar vídjóleigur eru að ryðja sér til rúms, leikjatölvur að verða sífellt betri og hin gæðalitla myndavél heimilisins er geymd ofan í skúffu og eingöngu notuð við sérstök tilefni. Vídjómyndavélar voru fáséðar á venjulegum heimilum. Haustið eftir að ég klára 10. bekk fer ég fyrst á internetið, árið 1995, í annarri tölvunni af tveimur sem voru þá nettengdar í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Nemendur í 10. bekk árið 2024 (og gildir það sama um táningsnemendur undanfarin ár) koma inn í skólastofu með tæki í vasanum sem jafnast á við ef ég hefði á þeirra aldri mætt í kennslustundir með allar leikjatölvur sem til voru í heiminum um miðjan 10. áratuginn, ljós- og vídjómyndavél í toppgæðum að ónefndum möguleikanum á að senda samstundis allt sem ég nota þessi tæki í á alla sem ég þekki og fleiri til. Myndin sem unglingur í dag laumast til að taka af jafnaldra sínum á augnabliki sem viðfangið vildi ekki láta mynda sig við getur ljósmyndarinn tæknilega gert aðgengilega öllum íbúum jarðar sem hafa aðgang að interneti á innan við fimm sekúndum. Fyrir utan hæðnislegu orðin sem hægt er að láta fylgja myndinni um leið og hún er gerð væral. Augnablikið getur auðvitað verið mjög viðkvæmt, t.d. þegar nemandi er á klósettinu, að ónefndum möguleika gerandans að búa einfaldlega til „fakevídjó“ með andliti hins á öðrum líkama með aðstoð gervigreindar. Er einhver furða að kvíði mælist miklu meiri á meðal unga fólksins okkar en nokkurn tímann áður? Þau eru alltaf í beinni útsendingu, stanslaust í dagskrárliðnum falin myndavél hjá Hemma Gunn. Sama fylgni milli holskeflunotkunar á samfélagsmiðlum og aukins kvíða ungmenna hefur sést í öðrum löndum. Samt leyfa flestir grunnskólar hér á landi enn síma í skólum. Spyrja má: gætu skólar gert meira hvað þetta varðar? Firringin og ákveðin normalísering alls kyns ofbeldis sem fylgir því að sífellt ný vídjó birtast krökkunum (þökk sé algríminu) sem fólk um víða veröld tekur upp er síðan það alvarlegasta við þetta. Hvað ætli nemendur í efstu bekkjum grunnskólanna hafi horft á mörg myndbönd þar sem manneskja er niðurlægð eða beitt ofbeldi, þ.á m. með vopnum? Rannsóknir sýna að því meira sem einstaklingur horfir á ofbeldi því firrtari og dofnari verður hann gagnvart þeim alvarleika sem það felur í sér. Af hverju reynum við ekki af fremsta megni að minnka líkurnar á að krakkar horfi á slíkt, og um leið séu með þessar myndavélar og aðgang að samfélagsmiðlum, rétt á meðan þau eru í skólanum? Nú hugsar eflaust einhver að skólarnir þurfi að vera í takt við tímann og nýta tæknina í náminu. Líklega eru flestir, ef ekki allir, skólar landsins komnir með spjaldtölvur (eða chromebook) í það miklu magni að bekkjasett ættu að vera aðgengileg inni í öllum skólastofum. Allir möguleikar á að leyfa krökkunum að nýta tæknina í námi er því til staðar. Ég var kennari á unglingastigi tveggja grunnskóla, í Garðabæ og á Akureyri, á árunum 2010 til 2022. Af fenginni reynslu veit ég að þegar mörg ungmenni eiga að nýta sitt eigið tæki í náminu, með allt framangreint sem sími þeirra býður upp á, þá fer athyglin iðulega á aðra hluti en námið. Að banna síma hefur gefið góða raun í nokkrum skólum sem prufað hafa að setja þarna línu í sandinn og vonandi fara fleiri grunnskólar að taka það skref. Í þessu samhengi má geta þess að menntamálaráðherra Finnlands sagði nýverið koma til greina að banna síma í grunnskólum landsins, meðal annars vegna þess að finnskir skólar hafa verið á niðurleið í síðustu Pisa-könnunum. Slysanámskrá og samræmd próf á hliðarlínunni Sem leiðir okkur að vangaveltum um próf og námsmat. Þegar yfir áratugur er nú liðinn frá því ný og ansi breytt aðalnámskrá fyrir íslenska grunnskóla kom út er líklega óhætt að fullyrða að hún var slys. Hún er á köflum líkari starfslýsingu fyrir hinn ídeal þjóðarleiðtoga og mannréttindafrömuð en námskrá fyrir grunnskólanema, svo hátimbruð og nánast fjarstæðukennd voru sum hæfniviðmiðin sem nemendur áttu að tileinka sér. Tólf ára krakkar (7. bekkur) eiga til að mynda að geta „lýst nokkrum einkennum lýðræðislegra samfélagshátta, gert grein fyrir hlutverki nokkurra helstu stofnana samfélagsins og gert grein fyrir hugmyndum um samhjálp og velferð og framkvæmd hennar í samfélaginu.“ Þremur árum seinna eiga þau að geta „hugleitt og tjáð hver hann [nemandinn] er í augum sjálfs sín og annarra, útskýrt hvernig sjálfsmynd hans mótast af umhverfi og búsetu, stjórnmálum og félagslegum aðstæðum, sögu og menningu, trúar- og lífsviðhorfum“ (Aðalnámskrá grunnskóla: almennur hluti 211/greinasvið 2013). Þetta og fleira til reyndu kennarar um árabil að innleiða í kennslu og umorða á mannamáli í kennsluáætlunum. Breyting á námsmats- og einkunnakerfinu sem námskráin trommaði upp með er síðan annar stór þáttur.Fjallið sem námskráin var tók því óhjákvæmilega jóðsótt sem fæddi af sér vissa afvegaleiðingu fyrir grunnskólakerfið. Gerði kennara og skólastjórnendur t.d. upptekna af því í nokkur ár að laga kerfi sem engin köllun var eftir: ekki frá nemendum, ekki foreldrum og ekki frá fagfólkinu í skólunum. Orkan og tíminn sem fóru í að innleiða þetta var hvort tveggja gríðarlegt. Á meðan fengu aðrir þættir sem kennarar þurfa að standa skil á minni athygli, nemendur og foreldrar voru og eru almennt enn ringluð yfir því hvað einkunnirnar A, B+, B, C+ og C þýði nákvæmlega (eðlilega því á milli skóla er það enn á reiki) og svona mætti áfram telja. Ég reyndi að vera sammála breytingu einkunnakerfisins og eyddi miklum tíma í að svara fyrirspurnum nemenda minna og ekki síður hvumsa foreldrum. En svo umbreyta framhaldskólarnir meira að segja bókstöfunum í tölur þegar stjórnendur þar fara yfir umsóknir svo þetta hefur allt saman verið hálf vandræðalegt frá upphafi, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Er einhver á Íslandi mótfallinn því að skipta aftur yfir í einkunnaskalann 1-10? Öllu umdeildara er hvort skipta ætti aftur inn á völlinn leikmanni að nafni Samræmd Próf. Það eru kostir og lestir sem fylgja þeim. Af fenginni reynslu að vera inni í skólastofu með grunnskólanemendum þá skiptir skýr tilgangur þess sem þar er gert sífellt meira máli eftir því sem þau verða eldri. Samræmdu prófin á unglingastigi, eins og þau voru notuð seinni árin sem einskonar púls á stöðu nemenda fyrir lokaárið í grunnskóla, misstu því marks. Fjórtán og fimmtán ára ungmenni leggja sig almennt ekki hundrað prósent fram í prófi sem er eingöngu lagt fyrir þau til þess að sjá hvernig þau eru stödd í náminu. Sama gildir því um Pisaprófin. Ef einkunn hefur ekki áhrif á það hvort einhverjar dyr lokist varðandi framtíðina þá munu eflaust fá íslensk ungmenni gefa allt sitt í að standa sig vel á slíku prófi. Að nota samræmd próf eins og þau voru notuð hér áður fyrr er heldur ekki alls kostar gott, þ.e. sem aðgöngumiða í framhaldsskóla. Viðskiptaráð kom því miður með þá tillögu nýverið, í áðurnefndri ályktun sinni um grunnskólakerfið, að gera þau aftur að slíku allsherjarprófi. Það væri skelfileg staða. Það væri álíka og að breyta Íslandsmótinu í fót-, hand- og körfubolta í vítakeppni. Ekki beint frambærilegir íþróttamenn og -konur sem myndu mótast og verða til ef það eina sem þau gerðu væri að æfa víti. Ef stjórnvöld ákvæðu að gera einkunnir úr samræmdum prófum aftur að slíkum stóra dómi í umsókn um framhaldsskóla væru þau um leið að kippa fótunum undan því góða námsumhverfi sem ræktað hefur verið í íslenskum grunnskólum á 21. öld hvað varðar vægi hópavinnu, tjáningar, gagnrýnnar hugsunar, þemanáms og fleira. Ef unglingarnir okkar vita að eina sem veitir þeim valdið til vals um framhaldsnám er eitt próf á vormisseri 10. bekkjar mun stærstur hluti þeirra eingöngu vilja drilla þá þætti sem þar yrðu prófaði. Og það hefði í för með sér niðurfellingu þess vægis sem mannleg samskipti, samvinna, sköpunargáfa, gleði og fleira hafa í íslenskum grunnskólum. Af því að auðvitað verður líka að vera svolítið gaman í skólanum. Í löndum þar sem árangur í Pisa-könnuninni er hvað bestur, Kína og S-Kóreu, mælist andleg líðan ungmenna einna verst á heimsvísu. Í aðra röndina erum því alltaf að ræða mjög pólitísk val – út frá félagslegum, lýðheilsulegum og geðrænum sjónarmiðum – þegar rætt er um menntamál. Að samþætta árangursríkt skólastarf og námsumhverfi sem stuðlar að andlegri vellíðan nemenda er því alltaf stóra verkefnið. En sem sagt, samræmd próf hafa ekki haft þetta stóra vægi við lok grunnskólans í í um fimmtán ár. Mín skoðun á heillavænlegu fyrirkomulagi er að hafa samræmd próf við lok 10. bekkjar – m.a. sem púlsmælir á hvort tiltekinn skóli sé kominn af braut í kennslu kjarnagreina – en að vægi prófanna á lokaeinkunn væri þá kannski í kringum 30%. Skiljanlega spyrja sig þá einhverjir hvort hættan sé ekki að stjórnendur framhaldsskólanna taki þá eingöngu mið af einkunn nemenda úr samræmda prófinu við val á nýnemum. Ég spyr á móti: er það höfuðverkur grunnskólanna ef stjórnendur á öðrum skólastigum myndu gera sig seka um slíkan lydduskap og forneskjuleg vinnubrögð? Sérhæfing og hreint borð Reyndar tel ég fyrirkomulag á vali inn í framhaldsskóla ekki eitthvað sem umræður og endurskoðun á grunnskólunum eigi að hnitast um, ekki frekar en starfsfólk í framhaldsskólum ætti að skipta sér af því hvernig háskólar vinsa úr umsóknum. En fyrst framhaldsskólastigið hefur hér komist til tals, skólastigið þar sem viss sérhæfing í námi hefst, langar mig að staldra við þann þátt menntakerfisins. Í sumum löndum þekkist nefnilega, t.d. í Þýskalandi og Austurríki svo einungis séu nefnd tvö Evrópulönd, að nemendum sé mörkuð ákveðin leið í náminu strax í kringum tíu ára aldur. Það er kannski fullsnemmt fyrir okkur hér á landi, þ.e.a.s. að láta strax þá frammistöðu nemanda í námi sínu ráða för hvaða leið hann fer. Margir nemendur eiga afar erfitt með bóklegt nám, sem er kjarninn í grunnskólastarfinu og þyngist eðli málsins samkvæmt eftir því sem lengra líður. Að fara í verknám að loknum grunnskóla hefur lýst upp líf ófárra sextán ára einstaklinga, eftir að glíman við lesturinn, jöfnurnar og ýmislegt annað - sem var afar fjarri áhugasviðinu og styrkleikum táningsins – var loks að baki. Sumir, sérstaklega strákar, fara samt í bóknámsskóla þegar kemur að því að velja framhaldsskóla af því að stundum virðist einsog samfélagið beini þeim þá leið, ekki síst uppsetning grunnskólanámsins. Er val um námsleið t.d. frá og með 8. bekk eitthvað sem stjórnvöld ættu að íhuga við endurmótun grunnskólakerfisins? Að þau sem hafa mikla hæfileika og áhuga á hvers kyns verkefnum sem kalla á samhæfingu handa og huga hafi möguleika á að gera slíkar námsgreinar miðlægar í námi sínu á síðustu tveimur eða þremur árum grunnskólans? Myndi það kannski stuðla að minni kvíða, meiri áhuga fyrir náminu, sterkari félagslegri stöðu og fleiri jákvæðum breytingum? Það væri vissulega stór ákvörðun að breyta grunnskólanum heildstætt svo allir nemendur hefðu möguleika á þessu, því þetta myndi efalítið þýða að stækka þyrfti það rými í grunnskólunum sem helgaðar eru smíðum, textílmennt og fleiru. Og án efa þyrfti að bæta aðstöðuna fyrir enn fleiri tæki og tól, ef vel á að vera í hvers kyns starfsnámi, ef pólitískur vilji er til að leyfa táningunum okkar að feta sig þá leið strax á umræddum aldri. Önnur breyting sem er viðaminni er fjölgun safnskóla. Það skref gæti líka verið skref í átt að þeirri mögulegu einstaklingsmiðun í námi strax í 8. bekk sem tæpt var á. Fyrstu árin í kennslu var ég hluti af góðum starfsmannahópi skóla með nemendur frá fyrsta upp í tíunda bekk, en vann svo í tæp níu ár við safnskóla, þ.e. með einvörðungu 13-15 ára nemendur. Í síðarnefnda skólanum var hægt að komast mun nær því markmiði að mæta nemandanum þar sem hann var staddur – hvort sem hann átti við örðugleika sem tengdust námslegri getu, tungumálakunnáttu eða hegðun – heldur en skólanum þar sem unglingakennslan var bara eitt stig af þremur í starfsemi stofnunarinnar. Það ætti ekki að koma á óvart. Þegar skólastjórnendur og annað starfsfólk geta sett allan fókus á einungis þrjá árganga þá hljóta skjólstæðingarnir að fá betri „þjónustu“. Öll eru að róa í sömu átt. Að fá forfallakennara sem kann fagið vel er auðveldara með stærri fagdeildum, fundir verða markvissari og fleira. Ég man enn eftir starfsmannafundinum þar sem fimmtán mínútur fóru í umræður um hvort krakkarnir í 1. og 2. bekk ættu að fá norður- eða vesturhlið skólalóðarinnar til að fara í snjókast. Á meðan beið mín bunki af hátt í þrjátíu heimildaritgerðum 10. bekkinga. Í löndum sem við viljum bera okkur saman við og hafa mælst hátt í Pisa-könnuninni, Kanada og Finnland sem dæmi, hafa undantekningalítið þessa skiptingu á milli skólastiga við táningsaldur. Í Kanada er jafnvel enn meiri skipting, mismunandi eftir fylkjum því þau hafa hvert stjórn yfir eigin menntakerfi. Á málstofum og í einkasamtölum við starfsfólk annarra safnskóla á höfuðborgarsvæðinu í gegnum tíðina hef ég endurtekið heyrt sömu viðhorf: að sérhæfingin sé öllum til hagsbóta. Skólastjórnendur, námsráðgjafar eða hvaða titil sem starfsmaðurinn hefur þarf þá ekki að hafa hugann við kosti og galla þess að nota Sísí á sól-lestrarefnið í dag og svo hnífaburð nemenda á morgun. Afar stutt er t.d. á milli Selja- og Ölduselsskóla í Seljahverfi. Af hverju ekki að breyta Ölduselsskóla í unglingaskóla, einungis með starfsfólki sem finnur sig betur í að vinna með þeim aldurshópi, og starfsfólk Seljaskóla myndi um leið einbeita sér að nemendum á aldrinum sex til tólf ára? Sömu vangaveltur mætti heimfæra á skóla eins og Fellaskóla og Hólabrekkuskóla í Efra-Breiðholti, Lækjarskóla og Setbergsskóla í Hafnarfirði, Glerárskóla og Síðuskóla á Akureyri en á milli allra þessara skólatvíeykja er ýmist býsna stutt eða örstutt á milli. Eflaust hugsa einhverjir foreldrar til hins aukna ferðatíma til og frá skóla sem þetta hefði í för með sér fyrir suma nemendur, sem þó væru einungis fáar mínútur. En væri það ekki þess virði ef í staðinn fengist betri líðan krakkanna okkar, aukin gæði náms og kennslu o.fl.? Það sem mælir enn frekar með þessari skipan mála að mínu mati er að aukið svigrúm fæst til að mæta þörfum nemenda sem finnst námsefnið ekki nógu krefjandi. Þau gætu því farið hraðar yfir efnið og byrjað að taka einingar í framhaldsskóla líktog og sumir safnskólar hafa boðið upp á með góðum árangri. Til að velta fyrir sér þessari nálgun hinu megin frá má spyrja hvort margir Garðbæingar, Seltirningar eða íbúar í grennd við Bústaðaveg sem þetta lesa myndu vilja breyta Garðaskóla, Valhúsaskóla eða Réttarholtsskóla í heildstæða grunnskóla með öllum aldursstigum og fórna þannig sérhæfingunni? Minni líkur eru einnig á að upplifa sig utangátta þegar fleiri nemendur eru í hverjum árgangi. Möguleiki eykst, svo tekið sé dæmi, á að krakkar á einhverfurófi hitti aðra sem deila gígantíska áhuganum á manga-teikningum eða flugvélum sem notaðar voru í síðari heimsstyrjöld. Lágmörkun á skólaleiða og að byrja með hreint borð ef gengið hefur á ýmsu í 1.-7. bekk er ennfremur röksemd sem mér finnst mæla með fjölgun safnskóla. Aldrei mun ég gleyma þrettán ára drengnum sem væntanlegur var í umsjónarbekkinn minn um haustið. Baksaga hans var m.a. skólaforðun, skilaði engum verkefnum, fór sjaldan eftir fyrirmælum og fékk ítrekuð reiðiköst. Í versta tilfellinu nokkrum mánuðum áður hafði verið hringt á lögregluna. Andrúmsloftið var þungt á fundinum sem ég var boðaður á rétt fyrir sumarfrí með fráfarandi umsjónarkennara hans, skólastjórnendum og foreldrunum. Drengurinn var augljóslega algjörlega kominn út í horn og við getum ímyndað okkur hvernig þrjú ár í viðbót hefðu verið í sömu skólabyggingu. Til að gera langa sögu stutta tel ég að tækifæri hans til að byrja í nýjum skóla, þar sem hann átti enga sögu um neikvæð samskipti við annað fólk og engar slæmar minningar sem tengdust skólastofunni eða öðrum rýmum byggingarinnar, hafi skipt sköpum. Hann var órafjarri því að dúxa eða vera á topp 10 eða topp 50 listanum yfir bestu mætingu í skólann. En pilturinn gekk út úr skólanum á útskriftardaginn, þremur árum síðar, með bros á vör og góðar minningar frá þessum mikilvægu mótunarárum. Peningar og gæði Peningahliðin er auðvitað stór þáttur í þessari umræðu. Þörf á fjármagni við endurskoðun og breytingar er talsverð og þar má ekki skera við nögl, nú þegar við virðumst standa á ákveðnum tímamótum varðandi menntun og líðan æsku landsins. Ef rétt er sem haldið hefur verið fram af einhverjum, t.d. höfundi sautján milljón króna skýrslunnar um stöðu drengja í menntakerfinu og kom út fyrr á árinu, að íslenska menntakerfið sé þriðja best fjármagnaða kerfi í heimi á hvern nemanda, þá er ljóst að nýta þarf peningana betur. Umrædd skýrsla dregur ýmislegt gagnlegt saman á einn stað, flest sem vitað hefur verið í þónokkur misseri og ár. En hún hamrar vel á því að staða drengja er sérstaklega alvarleg og sem dæmi að þeir eigi meira undir því að grunnskólar hafi gott skipulag, skýrar skólareglur og góða ferla þegar upp komi áskoranir tengdar hegðun (þar er m.a. vísað til OECD-skýrslu frá 2019). Á þeim tólf árum sem ég vann innan menntakerfisins fannst mér þessi þáttur lagast mikið með árunum. En aftur: til að gera enn betur tel ég aukna „sérhæfingu“, bæði á meðal starfsfólks og námsleið nemenda, vera skref til góðs. Hins vegar má finna það að skýrslunni að þar kemur endurtekið fram að fjölga þurfi karlfyrirmyndum í kennarastétt, án þess að rætt sé hvað gæti verið leiðin til þess. Er ekki augljóst, nú sem fyrr, að þörf er á að hækka kennaralaunin? Í vinnuferðum til Finnlands, Þýskalands og Englands á undanförnum árum lærði ég ýmislegt gagnlegt. Eitt er að almennur agi er meiri í þessum löndum. Sem dæmi óska táningsnemendur þar nánast aldrei eftir því að fara á klósettið í kennslustund, á móti 3-5 beiðnum í kennslustund á Íslandi. Hitt er að kennarar eru talsvert yfir meðallaunum, sérstaklega í Finnlandi. Og hlutfall karla í kennarastétt þar er mun hærra en hér þar sem þeir eru 17,9%. Ég þekki persónulega nokkra framúrskarandi íslenska karlkennara sem á síðastliðnum árum skiptu um starfsvettvang, aðallega vegna þess að álagið og launakjör rímuðu engan veginn. Fleiri einstaklingar af öðrum kynjum, sem eru efni í eða voru orðin framúrskarandi kennarar, myndu líka eflaust frekar dragast (aftur) að kennarastarfinu ef launin væru nær því að endurspegla það sem starfið felur í sér og mikilvægi þess í samfélagslegu tilliti. Talandi um mikilvægi hvað varðar menntakerfið - og svo ég komi örstutt í lokin inn á lið 3 sem nefndur var í byrjun greinar - þá eru góðar bækur vitanlega grundvallaratriði í farsælu skólastarfi. Bæði kennslubækur og bókmenntir sem opna fyrir krökkum og unglingum þann heim sem þau fara mörg á mis við vegna hins gígantíska framboðs af annarri afþreyingu nútímans. Nóg eigum við af frábærum rithöfundum sem vilja sinna þessum mikilvægasta lesendahópi, en nánast enginn þeirra fær tækifæri til að sinna því starfi af fullum krafti til að auka ennfrekar gæði bóka og bæta upp þann óskaplega skort barna- og unglingabóka sem t.a.m. starfsfólk bókasafna hefur vakið athygli á undanfarin ár. Sem dæmi þá voru einungis tveir barnabókahöfundar á fullum árslaunum á síðasta ári. Ég endurtek: tveir. Grunnskólanemar landsins eru um fimmtíu þúsund. Og nú gæti ég farið að tjá mig um lestur og lesskilning því sem fyrrverandi íslenskukennari er mér málið skylt. En það væri efni í annan pistil. Frekar kalla ég nú eftir pistli, eða ítarlegum svörum með raunhæfri og innihaldsríkri leiðarlýsingu, frá menntamálaráðherra og hans fólki um það hvert þau ætla með íslenska grunnskólakerfið. Höfundur er fv. grunnskólakennari og þriggja barna faðir.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun