Íslenski boltinn

Nablinn skellti sér á Kópavogsslaginn: „Leikurinn endar milljón tvö“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Andri Már Eggertsson í gömlu stúkunni á Kópavogsvelli.
Andri Már Eggertsson í gömlu stúkunni á Kópavogsvelli. stöð 2 sport

„Komiði sæl og blessuð. Það er leikdagur af dýrari gerðinni. Breiðablik - HK. Baráttan um Texas,“ sagði Andri Már Eggertsson, Nablinn, í upphafi innslags síns um leik Breiðabliks og HK í Bestu deild karla um þarsíðustu helgi.

Andri skellti sér í Vesturbæinn á leik KR og Víkings á dögunum og hann fylgdi því eftir með því að fara á Kópavogsslaginn.

Andri fylgdist með gangi mála í leiknum en ekki síður því sem gerðist utan vallar og drakk í sig stemmninguna.

Leikurinn var hinn fjörugasti og endaði með 5-3 sigri Breiðabliks. Aron Bjarnason skoraði tvö marka Blika og þeir Viktor Karl Einarsson, Kristófer Ingi Kristinsson og Höskuldur Gunnlaugsson sitt markið hver. Eiður Gauti Sæbjörnsson, Arnþór Ari Atlason og Atli Þór Jónasson skoruðu mörk HK-inga.

Andri skemmti sér vel á leiknum á Kópavogsvelli. Hann ræddi meðal annars við stuðningsmenn félaganna og bragðaði að sjálfsögðu á veitingunum. Andri var á því að mjöðurinn í VIP-herberginu bragðaðist betur en í Grænu stofunni.

Þá ræddi Andri við þjálfarann Hákon Sverrisson sem var heiðraður fyrir leikinn fyrir framlag sitt til Breiðabliks.

Klippa: Stúkan - Nablinn á Kópavogsvelli

Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×