Hver er ég og hvert er ég að fara? Ellý Tómasdóttir skrifar 18. september 2024 08:31 Unglingsárin eru tímabil mikilla breytinga. Unglingar eru að móta sjálfsmyndina sína, finna út hverjir þeir eru, og ákveða hvaða leiðir þeir vilja fara í lífinu. Í þessum hraða heimi, þar sem áreiti frá samfélagsmiðlum, vinum og umhverfinu er stöðugt er nauðsynlegt að staldra við og líta inn á við. Góð sjálfsmynd er ekki eitthvað sem er sjálfgefin eða óbreytanleg, hún þróast með tímanum. Unglingar spyrja sig oft spurninga eins og „Hver er ég?“ og „Hvað vil ég gera?“. Þau eru að reyna að finna sinn stað í lífinu og oftast gera þau það í gegnum félagsleg samskipti, reynslu og áhugamál. Þetta er oft krefjandi tími þar sem þau upplifa bæði þrýsting frá jafnöldrum og samfélaginu í heild. Að staldra við og velta fyrir sér hver maður er og hvert maður er að fara er nauðsynlegt ferli. Það veitir unglingum tækifæri til að íhuga markmið sín, áhugamál og gildi. Með því að staldra við og hugsa um tilfinningar og hegðunarmynstur geta þau öðlast betri skilning á því hver þau eru og hverju þau standa frammi fyrir. Það getur einnig hjálpað þeim að taka upplýstar ákvarðanir um hvernig einstaklingar þau vilja vera og hvernig styrkleikar þeirra geta nýst þeim í framtíðinni. Aukin sjálfsþekking Þegar unglingar gefa sér tíma til að hugsa um eigin tilfinningar og viðbrögð í mismunandi aðstæðum, aukast möguleikar þeirra á að skilja sjálfa sig betur. Þessi sjálfsþekking gerir þeim kleift að taka upplýstari ákvarðanir og eiga í heilbrigðum samskiptum við aðra. Sjálfskoðun getur verið krefjandi, þar sem unglingar þurfa oft að horfast í augu við erfiðar staðreyndir um sjálfa sig. Hins vegar getur þessi áskorun líka verið mikilvægur hluti af persónulegum þroska þeirra. Með því að staldra við og líta inn á við, fá þau tækifæri til að vaxa og þroskast á heilbrigðan hátt. Hlutverk okkar sem eldri erum Foreldrar gegna mikilvægu hlutverki að leiðbeina unglingum í gegnum þetta ferli. Þegar foreldrar eru til staðar sem stuðningur, tryggir það að unglingarnir fái rétta leiðsögn og stuðning þegar þeir standa frammi fyrir áskorunum. Mikilvægt er að foreldrar hlusti á börnin sín og stuðli að opnu samtali um tilfinningar og væntingar þeirra. Ef þau finna að við erum til staðar og höfum trú á þeim getur það skilað sér í öflugri og sjálfsöruggari einstaklingum til framtíðar. Unglingar sem alast upp með lítið bakland standa oft frammi fyrir ýmsum hindrunum sem geta haft áhrif á sjálfsmynd þeirra. Með skorti á stuðningi heiman frá getur það reynst þeim erfiðara að sjá fyrir sér bjarta framtíð, sérstaklega ef þau skortir jákvæðar fyrirmyndir í lífinu. Slíkt getur leitt til þess að unglingar leita í umhverfi sem veitir þeim þann stuðning sem þau skortir, jafnvel þó að það umhverfi leiði þá á ranga braut. Verum fyrirmyndir Mikilvægi góðra fyrirmynda er ekki hægt að vanmeta. Fyrirmyndir geta veitt unglingum innblástur, markmið og von um betra líf. Einnig hjálpa þær til við að móta gildi og viðhorf, sem skipta sköpum þegar unglingar taka mikilvægar ákvarðanir um líf sitt. Þó unglingar geti stundum villst af leið, er vonin ávalt til staðar. Með því að veita stuðning, samkennd og leiðsögn getum við fullorðnafólkið hjálpað þeim að sjá möguleika á breytingum og stutt þau á leið sinni aftur á rétta braut. Það er nauðsynlegt að skapa umhverfi þar sem unglingar finna fyrir öryggi og tilheyrandi stuðningi, sem veitir þeim tækifæri til að vaxa og þroskast. Þegar fullorðnir, hvort sem það eru foreldrar, kennarar eða aðrir, gefa unglingnum tíma og sýna þeim jákvæða athygli, getur það haft djúpstæð áhrif á líf þeirra og opnað dyr að bjartari framtíð. Munum að hver unglingur er einstakur og með því að vera til staðar, hlusta og leiðbeina getum við hjálpað þeim að finna sína leið og móta sjálfsmynd sína á jákvæðan hátt. Höfundur er verkefnastjóri frístundaþjónustu og forvarnarfulltrúi í Sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Unglingsárin eru tímabil mikilla breytinga. Unglingar eru að móta sjálfsmyndina sína, finna út hverjir þeir eru, og ákveða hvaða leiðir þeir vilja fara í lífinu. Í þessum hraða heimi, þar sem áreiti frá samfélagsmiðlum, vinum og umhverfinu er stöðugt er nauðsynlegt að staldra við og líta inn á við. Góð sjálfsmynd er ekki eitthvað sem er sjálfgefin eða óbreytanleg, hún þróast með tímanum. Unglingar spyrja sig oft spurninga eins og „Hver er ég?“ og „Hvað vil ég gera?“. Þau eru að reyna að finna sinn stað í lífinu og oftast gera þau það í gegnum félagsleg samskipti, reynslu og áhugamál. Þetta er oft krefjandi tími þar sem þau upplifa bæði þrýsting frá jafnöldrum og samfélaginu í heild. Að staldra við og velta fyrir sér hver maður er og hvert maður er að fara er nauðsynlegt ferli. Það veitir unglingum tækifæri til að íhuga markmið sín, áhugamál og gildi. Með því að staldra við og hugsa um tilfinningar og hegðunarmynstur geta þau öðlast betri skilning á því hver þau eru og hverju þau standa frammi fyrir. Það getur einnig hjálpað þeim að taka upplýstar ákvarðanir um hvernig einstaklingar þau vilja vera og hvernig styrkleikar þeirra geta nýst þeim í framtíðinni. Aukin sjálfsþekking Þegar unglingar gefa sér tíma til að hugsa um eigin tilfinningar og viðbrögð í mismunandi aðstæðum, aukast möguleikar þeirra á að skilja sjálfa sig betur. Þessi sjálfsþekking gerir þeim kleift að taka upplýstari ákvarðanir og eiga í heilbrigðum samskiptum við aðra. Sjálfskoðun getur verið krefjandi, þar sem unglingar þurfa oft að horfast í augu við erfiðar staðreyndir um sjálfa sig. Hins vegar getur þessi áskorun líka verið mikilvægur hluti af persónulegum þroska þeirra. Með því að staldra við og líta inn á við, fá þau tækifæri til að vaxa og þroskast á heilbrigðan hátt. Hlutverk okkar sem eldri erum Foreldrar gegna mikilvægu hlutverki að leiðbeina unglingum í gegnum þetta ferli. Þegar foreldrar eru til staðar sem stuðningur, tryggir það að unglingarnir fái rétta leiðsögn og stuðning þegar þeir standa frammi fyrir áskorunum. Mikilvægt er að foreldrar hlusti á börnin sín og stuðli að opnu samtali um tilfinningar og væntingar þeirra. Ef þau finna að við erum til staðar og höfum trú á þeim getur það skilað sér í öflugri og sjálfsöruggari einstaklingum til framtíðar. Unglingar sem alast upp með lítið bakland standa oft frammi fyrir ýmsum hindrunum sem geta haft áhrif á sjálfsmynd þeirra. Með skorti á stuðningi heiman frá getur það reynst þeim erfiðara að sjá fyrir sér bjarta framtíð, sérstaklega ef þau skortir jákvæðar fyrirmyndir í lífinu. Slíkt getur leitt til þess að unglingar leita í umhverfi sem veitir þeim þann stuðning sem þau skortir, jafnvel þó að það umhverfi leiði þá á ranga braut. Verum fyrirmyndir Mikilvægi góðra fyrirmynda er ekki hægt að vanmeta. Fyrirmyndir geta veitt unglingum innblástur, markmið og von um betra líf. Einnig hjálpa þær til við að móta gildi og viðhorf, sem skipta sköpum þegar unglingar taka mikilvægar ákvarðanir um líf sitt. Þó unglingar geti stundum villst af leið, er vonin ávalt til staðar. Með því að veita stuðning, samkennd og leiðsögn getum við fullorðnafólkið hjálpað þeim að sjá möguleika á breytingum og stutt þau á leið sinni aftur á rétta braut. Það er nauðsynlegt að skapa umhverfi þar sem unglingar finna fyrir öryggi og tilheyrandi stuðningi, sem veitir þeim tækifæri til að vaxa og þroskast. Þegar fullorðnir, hvort sem það eru foreldrar, kennarar eða aðrir, gefa unglingnum tíma og sýna þeim jákvæða athygli, getur það haft djúpstæð áhrif á líf þeirra og opnað dyr að bjartari framtíð. Munum að hver unglingur er einstakur og með því að vera til staðar, hlusta og leiðbeina getum við hjálpað þeim að finna sína leið og móta sjálfsmynd sína á jákvæðan hátt. Höfundur er verkefnastjóri frístundaþjónustu og forvarnarfulltrúi í Sveitarfélaginu Árborg.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun